Eft­ir Vil­hjálm Bjarna­son: „Það er því aug­ljóst að auk­in tækni­væðing og sjálf­virkni, sem krefst menntaðs vinnu­afls, eyk­ur ójöfnuð.“
Vilhjálmur Bjarnason
Vil­hjálm­ur Bjarna­son
Grein­ar­höf­undi hef­ur alltaf gram­ist ójöfnuður í ein­kunna­gjöf í skól­um. Þannig sit­ur það enn í grein­ar­höf­undi að hafa aðeins fengið 3,7 í lestri þegar hann tók sitt fyrsta lestr­ar­próf 7 ára gam­all. Það sit­ur einnig í grein­ar­höf­undi að hafa aðeins fengið 3,8 í nátt­úru­fræði í lands­prófi. Þessi próf eru grein­ar­höf­undi ljós­lif­andi dæmi um ójöfnuð. Það voru marg­ir, sem fengu miklu hærri ein­kunn­ir.

Eft­ir sem áður hef ég reynt að bera ábyrgð á eig­in lífi.

Nú þykir það móðgun í há­skól­um þegar stúd­ent­ar fá lægri ein­kunn en 8,5. Ein­kunn­in 9,0, sem er ágæt­is­ein­kunn, er hin al­menna viðmiðun fyr­ir venju­leg­an nem­anda. Að öðrum kosti er kraf­ist próf­dóm­ara eða ann­ars kon­ar and­mæla­rétt­ar.

 

Tekju­jöfnuður

Í þeim kjara­deil­um, sem nú standa, er út­gangspunkt­ur­inn „ójöfnuður“. Það eru til heil­ir stjórn­mála­flokk­ar, sem telja að þeir eigi að leggja sitt af mörk­um til að draga úr „ójöfnuði“. Það er ekki al­veg ljóst hvert er upp­haf ójafnaðar. Full­trú­ar þess­ara flokka telja að nota eigi tekju­skatt­kerfið til að „auka jöfnuð“. Það er ekki auðvelt að finna mikl­ar bók­mennt­ir í hag­fræði, sem leiðbeina um „auk­inn jöfnuð“ með tekju­skatti. Tekju­skatt­ur er í eðli sínu tekju­öfl­un rík­is og sveit­ar­fé­laga. Vissu­lega hef­ur stig­hækk­andi tekju­skatt­ur áhrif til þess að lækka há laun.

 

Venju­lega er vel­ferðar­kerfi til hliðar við skatt­kerfi til að tryggja þeim, sem verða ut­an­veltu á vinnu­markaði, lág­marks trygg­ingu. Á Íslandi er vel­ferðar­kerfið svo harðdrægt að allt, sem gert er til að kom­ast út úr gildr­um, vinn­ur gegn bótaþega, vegna jöfnuðar.

Þetta leiðir hug­ann að grund­vall­ar­spurn­ingu: Hvenær verður skatt­lagn­ing eign­ar­nám? Þegar meira en helm­ing­ur af tekj­um er tek­inn í skatt, er það eign­ar­nám? Það má svara á móti að öll skatt­lagn­ing sé eign­ar­nám. Jafn­vel skatt­lagn­ing á veltu, þar sem skatt­borg­ari fær þjón­ustu á móti, án þess að þjón­ust­an sé skil­greind ná­kvæm­lega.

Þá er einnig grund­vall­ar­spurn­ing um sam­eign­ar­fé­lags­fyr­ir­komu­lag, sem nefn­ist hjóna­band. Á að ástunda sér­skött­un eða sam­skött­un hjóna? Femín­ísk­ir fas­ist­ar telja að það beri að sér­skatta hjón, vegna þess að karl­maður­inn í hjóna­bandi hef­ur oft­ar hærri tekj­ur en kon­an. Leiðir slík­ur jöfnuður til rétt­læt­is? Er það hlut­verk femín­ista að úr­sk­urða um það á hvern veg hjón ákveða að haga tekju­öfl­un heim­il­is?

Eiga femín­ist­ar alltaf að bera ábyrgð á lífi annarra?

Hvursu langt á fjár­málaráðuneytið að ganga í kynjaðri hag­stjórn til að láta eft­ir duttl­ung­um femín­ista?

 

Jöfnuður og hjóna­band

Þegar gagn­merk­ir en mjög mis­gáfaðir stjórn­mála­menn tala um það eins og að drekka vatn, að auka eigi jöfnuð, þá vakna óneit­an­lega spurn­ing­ar um hátta­lag frjáls fólks. Hvað ger­ist þegar flug­stjóri gift­ist lækni? Vex jöfnuður eða minnk­ar? Svarið er aug­ljóst. Það kann að vera að stig­hækk­andi tekju­skatt­ur dragi að nokkru úr ójöfnuði, sem fylg­ir slíku hjóna­bandi.

 

Aug­ljós­lega minnk­ar jöfnuður þegar tekju­há­ir ein­stak­ling­ar maka sig sam­an. Það er þá stjórn­mála­flokka að taka á slík­um ójöfnuði, og senni­lega koma í veg fyr­ir slík hjóna­bönd með laga­setn­ingu eða mjög sér­stök­um skött­um.

 

Jöfnuður og mennt­un

Ef bar­áttu­mál Banda­lags há­skóla­manna um að mennt­un verði met­in til launa, nær fram að ganga, þá vex ójöfnuður. Til hvers er BHM að berj­ast ef tekju­skatt­s­kerfi á að eyða ávinn­ingi kjara­bar­áttu og þess sem vinnu­markaður­inn met­ur vinnu­fram­lag. Það er mis­skiln­ing­ur að laun ráðist ein­ung­is af kjara­samn­ing­um. Laun ráðast af verðmæti vinnu­fram­lags.

 

Sama á við um sjálf­virkni­væðingu og tækni­væðingu. Þar sem vinnu­hönd­in hef­ur horfið í fram­leiðslu­ferli og vél­ar komið í stað vinnu­afls hef­ur komið fram ann­ars kon­ar vinnu­afl. Það vinnu­afl legg­ur fram sér­fræðiþekk­ingu í vél­fræði og tölvuþekk­ingu. Þess­ar stétt­ir eru á mun hærri laun­um en laun­um handafls­ins. Þetta vinnu­afl áskil­ur sér hluta af þeim ávinn­ingi, sem vél­væðing hef­ur í för með sér. Ný frysti­hús auka sér­stak­lega á ójöfnuð, nema að tekið sé á tækni­væðingu í fæðingu.

Nú er mis­jöfn spurn eft­ir vinnu­afli. Þannig er heil­brigðis­starfs­fólk eft­ir­sótt á vinnu­mörkuðum ut­an­lands. Senni­lega er rétt að reyna ekki að halda í það til að draga úr ójöfnuði.

Það er eng­in spurn eft­ir ís­lensk­um banka­stjór­um ut­an­lands. Það er aug­ljóst hvað á að gera í til­fell­um þeirra.

Sama á við með af­greiðslu­fólk í stór­mörkuðum, það verður verr sett en þeir, sem hafa sér­fræðiþekk­ingu á sjálfsaf­greiðslu­kerf­um í versl­un­um.

Það er því aug­ljóst að auk­in tækni­væðing og sjálf­virkni, sem krefst menntaðs vinnu­afls, eyk­ur ójöfnuð. Hvernig ætla gáfaðir stjórn­mála­menn að taka á þeim ójöfnuði sem fylg­ir auk­inni mennt­un? Senni­lega er aðeins eitt ráð til þess, það er að draga úr mennt­un.

Þegar fleiri kon­ur en karl­ar út­skrif­ast úr há­skól­um þurfa femín­ist­ar að taka á því órétt­læti, sem kann að fylgja í kjöl­farið. Með hvaða hætti verður sú kynjaða hag­stjórn?

 

Rétt­læti

Eitt af því sem fylg­ir at­vinnuþátt­töku er skylda til að greiða í líf­eyr­is­sjóði af laun­um, auk mót­fram­lags vinnu­veit­anda. Þessi fram­lög eru for­gangs­kröf­ur í þrota­bú. Skylduaðild er lögð á launþega vegna þess að af launþeg­an­um verður aldrei tek­in ábyrgð á fram­færslu eft­ir að starfsævi lýk­ur.

 

Með tekju­trygg­ingu elli­líf­eyr­is fylg­ir að fram­lag al­manna­trygg­inga minnk­ar á móti hverri krónu, sem kem­ur úr líf­eyr­is­sjóðum. Hér verður þó að hafa í huga að þegar líf­eyr­is­sjóðakerf­inu var komið á fót um 1970 var því ætlað að verða meg­in­stoðin við greiðslu elli­líf­eyr­is. Al­manna­trygg­ing­um var ætlað að styðja þá, sem ekki nutu nægs líf­eyr­is úr líf­eyri­s­kerf­inu, en hugs­un­in var ekki sú að all­ir ættu að fá jafnt úr al­manna­trygg­ing­um.

Engu að síður finnst mörg­um það nokkuð hart, sér­stak­lega þeim sem fá lít­inn líf­eyri úr líf­eyr­is­sjóðum, að sá líf­eyr­ir skerði bæt­ur al­manna­trygg­inga að fullu, þannig að ávinn­ing­ur­inn af þátt­töku í líf­eyr­is­sjóði hverf­ur. Spurn­ing­in verður því sú, til hvers var greitt í líf­eyr­is­sjóði?

Sama á við um greiðsluþátt­töku á dval­ar- og hjúkr­un­ar­heim­il­um. Þeir sem hafa greitt í líf­eyr­is­sjóði, greiða fyr­ir dvöl sína að hluta með líf­eyr­is­greiðslum, en þeir sem ekki hafa greitt í líf­eyri­sjóði, fyr­ir þá er greitt að fullu úr trygg­inga­kerfi.

Nú kunna að vera mis­mun­andi ástæður fyr­ir því að fólk hef­ur ekki greitt í líf­eyri­sjóði. Ein ástæðan er hjá kon­um sem fóru seint á vinnu­markað. Önnur ástæða er ör­orka, stund­um frá fæðingu.

Al­var­leg­asta ástæðan eru skattsvik. Þá hef­ur viðkom­andi ekki greitt fyr­ir þátt­töku í sam­fé­lag­inu með skött­um og þar af leiðandi ekki greitt í líf­eyri­sjóði. Sá fær svo greidd­ar bæt­ur al­manna­trygg­inga og sit­ur uppi með svipaða stöðu og þeir sem hafa greitt í líf­eyri­sjóði af lág­um laun­um. Þetta rétt­læti finnst fá­tæk­um líf­eyr­isþegum jafn hlægi­legt rétt­læti og að flá þá.

Þetta er kallað jöfnuður en þeim, sem hafa greitt að fullu, finnst þetta ekki rétt­læti.

 

Skamm­degi, sekt og rétt­læti

Þegar skamm­degið er að láta und­an birt­unni, sést að skamm­degið og rétt­lætið er af sama toga, maður skil­ur það best á vor­in þegar sól­in skín, að þau eru bæði vond.

 

Jóni Hreggviðssyni var sama hvort hann var sek­ur eða sak­laus, hann vildi aðeins eitt rétt­læti, en það var að hafa bát­inn sinn í friði, til þess að geta borið ábyrgð á eig­in lífi."

Nú þegar kjaftagangurinn um nauðsyn jöfnuðar ríður húsum allstaðar í þjóðfélaginu og meira á eftir að koma, þá er þessi skarplega athugun Vilhjálms nokkuð sem menn mega hugleiða með sér áður en æpt er upp yfir sig.