Leita í fréttum mbl.is

Lífsþor

 

Árni Grétar Finnsson var lögmaður og bjó í Hafnarfirði. Hann orti eftirfarandi ljóð, sem sannar að Sjálfstæðismenn geta líka verið heimspekingar þó vinstra liðið eins og spekingurinn Helgi Hrafn  haldi því fram að við séum bara til einskis nýtir miðað við það sjálft.

"LÍFSÞOR

Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun.

Það þarf viljastyrk til að lifa eigin ævi,
einurð til að forðast heimsins lævi,
vizku til að kunna að velja og hafna,
velvild, ef að andinn á að dafna.

Þörf er á varúð víðar en margur skeytir.
Víxlspor eitt oft öllu lífi breytir.
Þá áhættu samt allir verða að taka
og enginn tekur mistök sín til baka.

Því þarf magnað þor til að vera sannur maður,
meta sinn vilja fremur en fjöldans daður,
fylgja í verki sannfæringu sinni,
sigurviss, þó freistingarnar ginni."

Píratar hefðu kannski gott af að lesa þetta ljóð áður en þeir tala um hvernig aðrir þori að lifa?.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hugsa sér að vera í vina hópi þeirra hjóna meira en 50 ár og hafa ekki grænan grun um að hann væri hagmæltur,hvað þá fyrirmyndar ljóðskáld.En seinni árin sýndi hann okkur oft myndband af stór-söngkonunni Maríu Callas sem hann dáði.- 

Helga Kristjánsdóttir, 17.3.2019 kl. 21:27

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég greini þarna sterk áhrif frá Einari Ben. Og það er ekkert til að skammast sín fyrir. Þeir sem trúa á Einar Ben eru mínir menn!

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.3.2019 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 3420164

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband