Leita í fréttum mbl.is

Hugsjónamanni kálað

af góða fólkinu og hræsnurum.

Radovan Karadzic er dæmdur fyrir að styrjöld stóð yfir í Bosníu sem hann ber ekki einn ábyrgð á. Dreginn fyrir hlutdrægan rétt eins og Geir H. Haarde en dæmdur frá lífinu. Var á flótta í 13 ár þar til að hann var svikinn.

Hugsjónamanni er enn einu sinni kálað af góða fólkinu og pópúlistum  á altari hræsninnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halldór!  Í alvöru.

Gunnar (IP-tala skráð) 23.3.2019 kl. 17:48

2 identicon

Radovan Karadzic lét sannanlega slátra slátra tugþúsundum saklausra borgara. Hvaða hugsjónir réttlæta það?

Vilhjálmur Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.3.2019 kl. 19:57

3 Smámynd: Sigurður Helgi Magnússon

Ertu að reyna að vera fyndinn Halldór? Eins og þú veist vel þá er þessi maður ef mann skyldi kalla eitthvert viðbjóðslegasta skrímsli sem uppi hefur verið. En þér finnst sennilega flott að slátra fólki.

Sigurður Helgi Magnússon, 23.3.2019 kl. 21:57

4 identicon

Hvílíkur viðbjóður ... að dásama stríðsglæpamann sem var fundinn sekur um þjóðarmorð.  Hvað næst?

Hilmar Bjarnason (IP-tala skráð) 23.3.2019 kl. 22:45

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það var þá heldur betur hugsjónamaðurinn. Þín hugmynd um hugsjónamann kristallast væntanlega í Hitler og Stalín og öðrum slíkum mannlegum sora!

Eru engin takmörk fyrir óþverranum og heimskunni sem vellur upp úr þér Halldór Jónsson?

Þorsteinn Siglaugsson, 23.3.2019 kl. 23:11

6 identicon

Það var alltaf þaggað niður í fjölmiðlum þegar múslímar voru staðnir að fjöldamorðum á þúsundum saklausra borgara í þessu stríði. Fyrst smá frétt og síðan þöggun.
Ekki gleyma því að Obama (músliminn sjálfur)studdi múslímana um yfirráðin í Kosovo, sem þeir áttu ENGAN rétt á. Samfeldar loftárásir á Serba af hálfu NATO.
Það má diskutera um það hver er stríðsglæpamaður.
Það er alltaf sama sagna þegar múslímar eru annars vegar.
Eru þeir kannski hættir að skera saklausar stúlkur á háls?
Nei,þeir eru rétt að byrja og sérstaklega núna þegar þeir hafa flúið til Evrópu frá Sýrlandi.
Verði m´slímasleikjunum að góðu.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 24.3.2019 kl. 01:57

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þvílíkur óhugnaður að lesa ýtarlega frásögn um fjöldamorðin á bosnískum múslimum í Srebrenica (og þar kemur Mladic mjög við sögu sem stjórnandi). Þetta var allt gert eftir fyrir fram gerðri áætlun, miskunnarlaus útrýming (í ætt við aðferðir nazista) á nokkrum dögum á yfir 8.000 karlmönnum frá 13-14 ára aldri og upp í gamalmenni:

https://en.wikipedia.org/wiki/Srebrenica_massacre#Plan_to_execute_the_men_of_Srebrenica  

Og þetta var bara ljótasti parturinn af margfalt, margfalt meira mannfallinu í Júgóslavíu.

Jón Valur Jensson, 24.3.2019 kl. 03:14

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Var hann  einn ábyrgur? Hvað mneð hlut Hillary og Bills Clinton?

Halldór Jónsson, 24.3.2019 kl. 23:33

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég læt aðra um að gefa sér tíma til að leggja mat á þetta Júgóslavíustríð vítt og breitt. Ég fylgdist raunar minna með fréttum af því en margur annar á þeirri tíð. Renndi í gær í gegnum fróðlega Wikipediu-grein um Radovan Karadzic, þar sem ferill hans er rakinn og ákærur á hendur honum; mér virtist hann ekki bera jafna ábyrgð á við Mladic, en legg í raun engan dóm á það, er ekki nógu upplýstur til þess, hvað þá heldur um það sem þú spyrð um, Halldór, enda hef ég nánast ekkert skrifað um þessi Júgóslavíumál, minntist þó á þau í tveimur setningum hér 2001:  https://www.mbl.is/greinasafn/grein/638750/ ("Í Júgóslavíu beindust loftárásir NATO að hernaðarlega mikilvægum skotmörkum. Þrátt fyrir afdrifarík og hneykslanleg mistök var mannfall óbreyttra borgara [í þeim loftárásum] sáralítið miðað við flestar 20. aldar styrjaldir.")

Jón Valur Jensson, 25.3.2019 kl. 07:53

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Eg er heldur ekki nógu vel innií þessu í smáatriðum. En þarna rekast á tveir heimar sem gátu ekki lifað saman í heila öld nema undir byssuhlaupi Titos lengst af. Þeir notuðu fyrsta tækifærið sem gafst til að byrja á gömlu hatri og byrja víst aftur fái þeir tækifæri. 

Halldór Jónsson, 26.3.2019 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband