Leita í fréttum mbl.is

Áhrif 3.Orkupakkans enn

eru rædd  í grein   Þorsteins Sæmundssonar í Mbl. í dag. Þorsteinn segir m.a.:

"... HS Orka er þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins og hefur mikil tækifæri til þróunar og vaxtar. Eignarhald á fyrirtækinu skiptir því íslensku þjóðina miklu máli.

Nýlega var hlutur Kanadamanna 53% seldur fjölþjóðlegum fjárfestingarsjóði sem sérhæfir sig í kaupum á grunnfyrirtækjum.

Líklegt er að nú þegar reynt er að troða þriðja orkupakkanum í gegnum þingið verði staða HS Orku notuð að pakkanum samþykktum til að pína Landsvirkjun til að selja eina eða fleiri virkjanir til þess að uppfylla skilyrði þriðja pakkans um samkeppni.

Einnig er borðleggjandi að þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins sem auk þess er í einkaeigu getur á hvaða tíma sem er lagt sæstreng milli Íslands og Evrópu án þess að spyrja nokkurn, nema þá sveitarfélögin þar sem strengurinn kemur á land og línan frá honum liggur.

Öll von er þó ekki úti enn.

Lífeyrissjóðirnir fjórtán eiga nefnilega forkaupsrétt að hinum nýselda hlut.

Fjárfestingarþörf íslenskra lífeyrissjóða er rúmlega 100 milljarðar króna á ári.

Sjóðirnir hafa átt í erfiðleikum með að fjárfesta innanlands og hafa því keypt hvert samkeppnisfyrirtækið af öðru s.s. í matvæladreifingu, olíu- og bensínsölu, tryggingum o.fl.

Nú eiga lífeyrissjóðirnir hins vegar leikinn. Á fréttaveitu Bloomberg nýlega var hrein íslensk orka sögð arðvænlegasta fjárfestingartækifæri á Vesturlöndum.

Lífeyrissjóðirnir 14 geta því nú allt í senn, fjárfest í arðvænlegu fyrirtæki með bjarta framtíðarsýn, tryggt íslensk yfirráð yfir 3ja stærsta orkufyrirtæki landsins og tekið þátt í uppbyggingu og framtíðarþróun einnar af grunnstoðum íslensks þjóðfélags.

Í leiðinni geta þeir bætt fyrir þau mistök að hafa ekki tekið þátt í kaupum HS Orku á sínum tíma.

Ég skora á eigendur lífeyrissjóðanna, almenning, að krefjast þess að eftirlaunasjóðir í þeirra eigu nýti forkaupsrétt sinn að meirihluta í HS Orku. 

Ég skora einnig á sjóðina að þekkja nú vitjunartíma sinn og nýta þetta einstaka tækifæri."

Þarna reynir á fyrirvara ríkisstjórnarinnar  gagnvart sæstrengnum. Ætlar næsta Alþingi, sem enginn veit hverjir munu sitja,  að vera á móti innlendum sæstreng með samkeppnishamlandi aðgerðum?

Verða það hagsmunir Almennings eða Landsvirkjunar sem ráða?

Andi 3.Orkupakkans og þess næsta er að koma á sameiginlegum orkumarkaði.

Til hvers eru menn að skrifa undir samning ef ekki á að standa við hann?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Páll Vilhjálmsson bloggkóngur segir svo:

"Nær allir, sem taka til máls um 3. orkupakkann, lýsa sig andsnúna rafstreng, - jafnvel þeir sem vilja samþykkja orkupakkann. Til hvers þá að samþykkja orkupakkann, sem beinlínis býr í haginn fyrir rafstreng milli Íslands og Evrópu?

Það er heiðarlegra gagnvart Evrópusambandinu að afþakka 3.orkupakka sambandsins, þar sem Íslendingar hafa engan áhuga að framselja yfirráðin yfir orkumálum landsins til ESB.

Þeir sem vilja samþykkja orkupakkann eru bæði skammsýnir og dómgreindarlausir. Með því samþykkt orkupakkans gefur alþingi ESB færi á að hlutast til um málaflokk sem hingað til er alfarið í höndum Íslendinga. Og þegar ESB er komið með valdheimildir gefur sambandið þær ekki auðveldlega frá sér. Samanber Brexit."

Verðum við endalaust á móti sæstreng? 

Halldór Jónsson, 2.4.2019 kl. 16:25

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, hvers vegna er svona áríðandi að samþykkja orkupakka, sem sagt er að hafi engin áhrif hér á landi?

Ómar Ragnarsson, 2.4.2019 kl. 17:05

3 identicon

Það er athyglisvert að það eru þingmenn þeirra tveggja flokka sem mynduðu hrunstjórnina sem virðast helstu talsmenn þriðja orkupakkans:

Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks,

auk fyrrum "sjálfstæðismannanna" í Viðreisn og Afghanista Smára.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 2.4.2019 kl. 17:31

4 identicon

Svo mikið er víst:

Það verður geymt, en ekki gleymt, hvaða þingmenn "Sjálfstæðisflokksins" greiða atkvæði með þriðja orkupakkanum.  Og það mun og skal verða rifjað upp aftur og aftur fyrir næstu kosningar hver helsti ESB flokkurinn er, "Sjálfstæðisflokkurinn"!

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 2.4.2019 kl. 18:11

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Innleiðing 3. orkupakka ESB er fullveldismál. Eina rétta er að hafna innleiðingu og taka málið upp í sameiginlegu EES nefndinni.  Það er eina aðferðin sem tryggir okkur varanlegar undanþágur. Þetta mál er að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn og það er algjörlega óskiljanlegt hvers vegna þingmenn XD ganga nú með öllu afli á sveif með Samfylkingunni og Viðreisn þvert gegn stefnuskrá flokksins, þvert gegn vilja Landsfundar 2018 og þvert gegn vilja grasrótarinnar í flokknum. Hver er þeirra hvati?
VG þegir þunnu hljóði og halda áfram að ríkisvæða og miðstýra heilbrigðiskerfinu, svo undan blæðir. Þeir bíða spenntir eftir vindmyllugörðum og óteljandi virkjunum í hverri sprænu á landinu. Allt í skjóli samstarfsflokksins. Undarlegur haugur, ekki satt? Geðveik pólitík. 

Júlíus Valsson, 2.4.2019 kl. 19:06

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Hveer afstaða Bjarna Benediktssonar í orkupakkamálinu? Ískalt mat hans?

Halldór Jónsson, 2.4.2019 kl. 19:30

7 Smámynd: Júlíus Valsson

Hann svarar því fljótlega. Þögn hans hingað til jafnast á við þögn VG

Júlíus Valsson, 2.4.2019 kl. 19:31

8 identicon

Við munum fylgjast grannt með því hvað hver og einn þingmaður flokksins kýs í atkvæðagreiðslunni um þriðja orkupakkann.  Það verður vistað, geymt, en aldrei gleymt.  Við erum mörg sem eigum vistaðar allar atkvæðagreiðslurnar um Icesave I, Icesave II og Icesave III.  Að auki eigum við mörg sögulega tölvupósta sem segja sína sögu um undarlegan loddaraleik þess flokks sem síst skyldi búist við að kysi með Icesave III, þ.m.t. Bjarna Benediktsson.  En svo eru það önnur gögn sem ég hef sent til Styrmis Gunnarssonar sem sýna fláttskap bæði VG og "Sjálfstæðisflokksins hvað varðaði það að þjóðin fengi að kjósa um eftirfarandi:

Vilt þú að Ísland gangi í ESB?  Já, eða NEI.

Þar fóru þingmenn beggja flokka undan í flæmingi, og mátti ekki á milli sjá hvor hópurinn var lágreistari í framgöngu sinni um að koma í veg fyrir þá atkvæðagreiðslu árið 2012.  Ljóst var þar að það vildi Bjarni Benediktsson alls ekki, enda var þá vitað að þjóðin, sem nú, hefði hafnað inngöngu með yfirgnæfandi meirihluta.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 3.4.2019 kl. 02:13

9 identicon

Þessi gögn eru til í marg vistuðum tölvugögnum og á mörgum stöðum.

Þau eru sagnfræðileg heimild, tölvupóstar frá þingmönnum sem lýsa lindýrshætti þeirra.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 3.4.2019 kl. 02:16

10 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Símon Pétur frá Hákoti, átt þú erindið sem Pétur Benediktsson bankastjóri Landsbankans, flutti í Ríkisútvarpinu, ca. 1969. 

Jónas Gunnlaugsson, 3.4.2019 kl. 09:02

11 identicon

Kannski væri hollt fyrir ykkur að líta til Noregs í þessu sambandi. Það virðist vefjast fyrir stjórnvöldum þar að hafna þessum orkupakka þrátt fyrir að mikill meirihluti þjóðarinnar sé á móti orkupakkanum og Norðmenn eru nú þegar að flytja út rafmagn gegn um sæstreng. Þið virðist gleyma því að við erum í EES og þar af leiðandi ber okkur beinlínis skylda til að taka upp öll lög og reglugerðir frá ESB. 3. orkupakki er enginn undantekning í þessu frekar en 1. og 2. orkupakki sem við höfum þegar tekið upp. Ástæðan fyrir því að stjórnvöld hér eru svo áfjáð í að samþykkja þetta getur verið annarsvegar að þau sjá eitthvað í þessum pakka sem er hagkvæmt fyrir landið ( gleymum ekki að í hverjum samningi er eitthvað að fá og eitthvað sem gefa af hendi). Eða/ og stjórnvöld sjá fyrir sér að verið sé að skapa skaðabótarskyldu með því að hafna orkupakkanum. Ég er ekki svo illa haldinn af samsæris-syndrom að trúa því að landráð sé aðal málið hjá stjórnvöldum. Það jákvæða er að enginn sæstrengur er milli íslands og meginlandsins og verður vonandi aldrei. Mér finnst reyndar ekki nóg að það þurfi einungis meirihluta alþingis til að samþykkja sæstreng heldur þurfi þjóðaratkvæði til. Það hefur sýnt sig , t.d. í Icesave málinu að núverandi flokksræði veldur því að þingið er í skjön við þjóðarviljann í flestum málum. En fullyrðingar einstakra stjórnmálamanna um að þetta mál sé sambærilegt við Icesave eru bull sem til þess eins ætlað að afvegaleiða umræðuna og ná sér í atkvæði á ansi hæpnum forsendum. Varðandi veruna í EES þá ætti að gera úttekt á hverjir eru kostir og hverjir gallar. Mér grunar að með fjölda tilskipana frá sambandinu gegnum árin sé farið að halla verulega á okkur og eins breytir útganga Breta verulega þar um. 

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 3.4.2019 kl. 10:19

12 identicon

Samkvæmt Útvarpi Sögu, þá bauð Bjarni Benediktsson breskum ráðherra, á síðasta ári, vistvæna orku á föstu verði í gegnum sæstreng: Bjarni Benediktsson í viðræðum við breta um sæstreng

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 3.4.2019 kl. 12:33

13 identicon

Eru engir Baráttumenn eða Leiðtogar til lengur á ÍSLANDI. Konur eða Menn,sem berjast fyrir Landið OKKAR og nafnið ISLAND. Ég vonast til að ESB SINNAR og STJÓRNMÁLAFLOKKAR sjáist EKKI inni á Háttvirtu ALÞINGI, eftir næstu ALÞINGISKOSNINGAR.

Sýnið okkur Landið að nýju með eignum ERLENDRA AUÐKÝFINGA. Er komið að því að breyta "HRINGVEGINUM"?. Setjum kröfur til Ríkisins um að kaupa land BÆNDA á góðum verðum.

Ræðum "söguna" um Landnámið,Sjósókn,Landafundi,Víkinga og Rithöfunda varðandi erlenda FERÐAMENN. O R K A N  er okkar.   

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 3.4.2019 kl. 13:10

14 identicon

Já, það er rétt sem Halldór Þormar segir, því skv. hinu virta blaði Telegraph bauð Bjarni breskum aðilum íslenska raforku til sölu um sæstreng.  Frá því greindi blaðið á síðasta ári.

Hvenær ætla eiginlega heiðarlegir sjálfstæðismenn að hafa dug í sér til að rísa upp gegn forystu flokksins?  Og bleyðunum sem þingmenn flokksins eru?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 3.4.2019 kl. 14:35

15 identicon

Gísli Holgeirsson: Ég vonast til að ESB SINNAR og STJÓRNMÁLAFLOKKAR sjáist EKKI inni á Háttvirtu ALÞINGI, eftir næstu ALÞINGISKOSNINGAR. Heyr, heyr. Gaman að heyra svona. En því miður þá held ég að landinn sé nógu vitlaus til að æða á kjörstað og kjósa sinn ömurlega flokk enn og aftur.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 3.4.2019 kl. 15:43

16 identicon

Sjá SÖGU í dag varðandi SÆSTRENGINN,sem er dagsettur á 3 stöðum frá árinu 2015 til 2019.

Eru málin "frágengin" með BRETUM og"Georg Soros"?. Engin trúir þessu, en hver veit.

Þetta eru mál LANDSVIRKJUNAR,sem við vonandi eigum sjálfir ÍSLENDINGAR. SÆSTRENGUR að viðbættri vatnslögn fyrir kalt eða heitt vatn sem greiðir allan kostnað við SÆSTRENGINN á næstu 20 árum .

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 3.4.2019 kl. 15:47

17 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvað segja þingmenn sjálfstæðisflokksins um þessa grein?:

(8) In order to secure competition and the supply of electricity at the most competitive price, Member States and national regulatory authorities should facilitate crossborder access for new suppliers of electricity from different energy sources as well as for new providers of power

generation."

https://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=OJ:L:2009:211:0055:0093:EN:PDF

Af hverju segja þeir að þetta skipti ekki máli?

Halldór Jónsson, 6.4.2019 kl. 00:52

18 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvað er að gerast með Gulla og Reykfjörð og alla hina?

Við Björn Bjarna þarf ekki að rökræða.

Halldór Jónsson, 6.4.2019 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419715

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband