Leita í fréttum mbl.is

Mannvitsbrekkan Áslaug Arna

og þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýkur skrifi sínu í Morgunblaðið í dag með þessum orðum:

"... Alþingi ætti ekki og mun ekki hika við að nýta rétt sinn til að hafna innleiðingu og upptöku EES-reglna ef íslenskum hagsmunum er verulega ógnað.

Ekkert í þriðja orkupakkanum, eins og upptaka hans og innleiðing liggur nú fyrir Alþingi, gefur hins vegar tilefni til að nota þann öryggisventil í fyrsta sinn.

Það er og verður stefna Sjálfstæðisflokksins að standa vörð um fullveldi landsins og yfirráð Íslendinga yfir þeim auðlindum sem hér er að finna.

Það á ekki síður við í þessu máli.

aslaugs@althingi.is"

 

Í Orkupakka 3 stendur svo:

"Aðildarríkin skulu vinna náið saman og

fjarlægja hindranir í vegi 

viðskipta

með raforku og jarðgas 

yfir landamæri  

í því skyni að ná fram markmiðum

Bandalagsins á sviði orku."

Hvar skyldi þeirra orsaka vera að leita sem gera það að verkum að ég get svo illa skilið samhengið skrifum þessa þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fleiri slíkra og textans í 3. orkupakkanum?

Eitthvað sem mér er gersamlega hulið.

Hlýt ég ekki greinilega að þurfa á endurhæfingu að halda hjá þessum mannvitsbrekkum flokksins eins og Áslaugu Örnu eða viðeigandi stofnunum þjóðfélagsins á heilbrigðissviði?.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haraldur Benediktsson er líka genginn í björg og trölla hendur í grein sem hann skrifar í Fréttablaðið í dag. Landvættirnir geta ekki einu sinni bjargað þessu vesalings fólki - því er ekki viðbjargandi.

Hermann Jónsson (IP-tala skráð) 18.4.2019 kl. 14:59

2 identicon

Þvílík della sem vellur upp úr Áslaugu.

Hvernig getur það verið stefna flokksins

að ganga gegn landsfundarályktun flokksins? 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 18.4.2019 kl. 16:30

3 identicon

Öll forystan, þingmenn og ráðherrar,

hefur selt sálu sína, og flokksins.

Þar með er traustið til þeirra horfið.

Þeir eru nú allir orðnir vargar í véum.

Af aurum eru þeir allr orðnir að apaköttum.

Ég ítreka fyrri spá mína varðandi næstu kosningar:

Max. 15% munu kjósa apakettina.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 18.4.2019 kl. 17:05

4 identicon

Fyrsta vörnin var að O3 hefði engin áhrif á Íslandi og enn hafa ekki komið fram nein skiljanleg rök fyrir því að samþykkja eitthvað á Alþingi sem skiptir Íslendinga engu máli

Grímur Kjartansson (IP-tala skráð) 18.4.2019 kl. 18:47

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það ætti ekki að velkjast fyrir blessuðu barninu að útskýra fyrir okkur gömlu hræjunum hvers vegna við eigum að samþykkja þetta, ef það skiptir engu máli. Rökin með þessum pakka hafa hvergi komið fram. Bara af því bara? Nei takk. Við sem eldri erum en tvævetur erum ekki alveg heiladauðir og hlustum einfaldlega ekki á svona helvítis kjaftæði frá hvítvínslepjandi humarætum.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 18.4.2019 kl. 19:07

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Halldór Jónsson, að vekja athygli á þessum trúgirnisskrifum Áslaugar Örnu eða til þægðar hennar foringjum Bjarna Be. og hinum rammhagsmunatengda Guðlaugi Þór. Og vel svararðu henni! Maður gæti haldið að þessir Orkupakkaþingmenn væru ólæsir!

Já, það er mjög hörmulegt að sá góði drengur Haraldur Benediktsson hefur látið sveigjast 180° frá landsfundi sínum í þessu orkupakkamáli. Grein hans í Fréttablaðinu í morgun birtist bæði á Visir.is og Frettabladid.is, og á báðum þeim vefslóðum á ég innleggþar (mismunandi) þar sem ég miðla betri þekkingu frá Bjarna verkfræðingi Jónssyni í grein hans sem nú hefur fengið 77 læk.

Og þakkir, aðrir sem hér rita.

Jón Valur Jensson, 18.4.2019 kl. 21:53

7 identicon

Sæll Halldór - sem og þið aðrir skrifarar og lesendur, hér: á síðu Verkfræðingsins víðkunna !

Löngum: hefur mér verið ljóst, að ekki þyrfti mikið til, að Humars- og Hvítvíns frömuðurinn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kysi að fylgja síbreytilegum vindáttunum, eftir því sem blésu - hverju sinni, í þessu máli, sem og víðar.

En - að Vestlendingurinn Haraldur Benediktsson skyldi láta glepjazt til Orkupakka aðdáunarinnar má þykja, að fremur sé stungin Tólgin, hvar Harald hefði nú frekar átt að telja til einhvers lágmarks stuðningsmann og samheldnis við félaga sína í Bændastéttinni, ekki hvað sízt Gróðurhúsa bænda, sem kæmu einna harðast niður yrði EES/ESB flímið ofaná, og starfsgrein þeirra biði stóran skaða af, og er nútildags, Rafmagnsverðið, sem að þeim snýr ærið, fyrir.

Ykkur öllum að segja: er ég ekki í minnsta vafa um, að ótölulegur fjöldi Mútufjár umslaga séu nú í umferð vegna þessa III. Orkupakka óskunda:: að minnsta kosti er ekki einleikin, umpólun skoðna all- magra, sem við hefðum frekar talið til andsæðinga þessarrar óráðssíu, sem EES/ESB unnendur ínnlendir fylgja nú fram, eins og enginn sé morgun dagurinn, piltar.

Engu að síður - með beztu kveðjum sem oftar, af Suðurlandi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.4.2019 kl. 23:19

8 identicon

Óskar Helgi talar mannamál, því hvað er það annað frá Haraldi, en rýtingsstunga í bak bænda að styðja þennan helvítisins pakka frá Brussel. 

Megi allur þessi flokkur sem ég fæddist inn í

ólst upp við og vann sjálfboðavinnu fyrir,

rotna nú sem þau illskunnar græðgisber

sem verða munu honum til hruns!

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.4.2019 kl. 00:53

9 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég get ekki lofað að ég myndi ekki skipta um skoðun gegn milljón dollara greiðslu inn á bankareikning minn í New York eða Shanghæ.

Hvað með ykkur?

Jónatan Karlsson, 19.4.2019 kl. 06:07

10 identicon

Ég hef verið fylgjandi Orkupakka 3 vegna þess að við skrifuðum undir EES samninginn en í gærkvöldi skipti ég snarlega um skoðun. Ástæðan var frétt morgunblaðsins um starfsmenn alríkislögreglunnar bandarísku sem er farið að yfirheyra fólk í Leifsstöð við brottför út úr landinu. Ef að svo er komið að við erum farin að selja viðskiptahagsmuni fyrir afskipti af íslenskum innanríkismálum þá er betra að rifta aðildinni að EES. Iceland AIR verður að gera það upp við sig hvort það hættir að fljúga til Bandaríkjanna og halda sig við Evrópu eða öfugt. Og sama gildir um EES. Ef að samningurinn felur í sér ísland þurfi að taka upp öll lög og reglugerðir Evrópusambandsins í skiptum fyrir viðskipti á efnahagssvæðinu þá er betra að leita viðskipta við önnur lönd. Það er svo að þó að þó að samkeppni sé oftast besta leiðin til að ná fram lægstu verðum og bestu þjónustu þá gildir það ekki á öllum sviðum í fákeppninni hér. Þar má nefna bankastarfsemi þar sem einkavæðingin leiddi landið næstum því í gjaldþrott fyrir tíu árum síðan. Einkavæðing á orkusölu mun að öllum líkindum ekki leiða til lægra verðs á markaðinum vegna smæðar hans. Það er kominn tími á að þjóðin standi í lappirnar. flokkarnir hafa sýnt það enn og sannað að þeir eru tilbúnir að snúast gegn þjóðinni og hagsmunum hennar svo ég hvet enn og aftur til sniðgöngu í næstu alþingiskosningum. Það er kominn tími til að þjóðin fá að kjósa menn í stað flokksmaskína eins og stjórnarskráin kveður reyndar á um. Ég fordæmi líka þegar ákveðnir flokkar nýta sér þetta mál til að afla vinsælda og atkvæða og breiða yfir hneykslismál. Og ég tel það ekki vera í takt að tala um íslenska hagsmuni verandi búinn að flytja fjármuni frá íslandi í erlent skattaskjól.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 19.4.2019 kl. 08:39

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mér finnst nú skömminni skárra að tveir flokkar heldur en enginn taki afstöðu með 80% þjóðarinnar í þessu algera nauðsynjamáli.

Ætla Framsóknarmenn að svíkja jafnvel heilt yfir línuna? Þvílíkir asnar ef þeir gera það, jafnvel Sig. Ingi í garðyrkjuhéraði!

Það fer að viðra fyrir nýja, þjóðholla hægri, mið- og vinstri breiðfylkingu breiðfylkingu sem mótvægi við svikaflokkana.

Jón Valur Jensson, 19.4.2019 kl. 09:53

12 Smámynd: Júlíus Valsson

Þjóðin þarf Alþingiskosningar og fullvekdisflokk, sem stendur með fullveldi og sjálfstæði íslensku þjóðsrinnar.

Stöndum þétt saman Íslendingar gegn erlendu valdi!

Júlíus Valsson, 19.4.2019 kl. 10:51

13 identicon

Það þarf engan andskotans einn flokk í viðbót Júlíus Valsson. Nú er bara mælirinn fullur og tími til að þessir stjórnmálaflokkar láti sig hverfa. Miðflokkurinn kemur mjög líklega til að eyðileggja alla samstöðu í þessu máli Jón Valur. Heldurðu virkilega að 80% þjóðarinnar sjái í gegnum fingur sér framkomu vesalinga sem stunda fyllerí í boði þjóðarinnar og níði niður fólk sem þeim líkar ekki við( Öryrkja, samkynhneigða og fólk annarrar skoðunar í þjóðmálum). það skiptir engu máli hvort það eru 70 eða 80 % sem standa saman í þessu máli. Þessi tíu prósent mega bara fara til helvítis fyrir mér.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 19.4.2019 kl. 12:12

14 Smámynd: Benedikt V. Warén

Jósef Smári.

Sé að þú sómir þér vel innan um Miflokksfólkið sem þú gagnrýnir, þú hikar ekki augnablik að drulla yfir 10% kjósenda Íslands.

Benedikt V. Warén, 19.4.2019 kl. 12:40

15 identicon

Brexit flokkur Farage nýstofnaður, mælist með 27% fylgi.  Gömlu valdaflokkarnir þar í frjálsu falli. Svo kannski er hugmynd Júlíusar Valssonar vitrænni en margur hyggur í fljótu bragði.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.4.2019 kl. 13:07

16 identicon

Sælir - á ný !

Símon Pétur frá Hákoti !

Þakka þér fyrir: drengilegar undirtektir, minnar málafylgju.

Jónatan Karlsson !

Þó svo - ÖLL veraldarinnar verðmæti væru í boði, mér til handa myndi ég ALDREI kasta hagsmunum komandi kynslóða fyrir róða, fyrir stundarkorns hagsmuni mína / svo mikils, met ég hugmyndafræði Kúómingtang hreyfingar gengins Herstjóra: Chiangs Kai- shek (1887 - 1975), austur á Taíwan (Lýðveldisins Kína), Jónatan minn.

Jósef Smári Ásmundsson !

Sinnaskipti þín: gagnvart Molbúa tröð Evrópusambandsins (EES og Orkupakka plágu þess: fyrr og síðar) eru einfaldlega LOFSVERÐ, ágæti drengur.

Sem og - verðug skothríð þín, á íslenzku Dauðyfla stjórnmála flokkana, ekki síður.

Jón Valur Jensson !

Í hverju: liggur ótrúlegur trúverðugleiki þinn, til hins drag úldna Framsóknarflokks rolumennisins Sigurðar Inga Jóhannssonar, virkilega ? ? ?

Eftir ALLT það - sem á undan er gengið ?

Þó svo: Sigurður Ingi búi í einum hluta hinnar miklu Garð yrkjuflóru Suðurlands Jón Valur, þá hefur Sigurður Ingi MUN MEIRI áhuga fyrir sí- gildnandi launa umslagi sjálfs síns, fremur en hagsmunum sinna sveitunga / hvað þá annarra landsmanna, Jón minn Valur ! ! !

Ég hugði þig - vita betur en svo, ágæti drengur.

Benedikt V. Warén, !

Láttu nú ekki: sem þú vitir ekki, um GEGNUMSÝRT óeðli Klám Klausturs Bars flokksins (undir felu heitinu Mið flokkurinn), Benedikt minn. 

       Álíka pestar- Gemlingar og hræsnarar þar á ferð, og Sigurðar Inga liðið Benedikt, ásamt þorra flokka ræsknanna hinna - að undanskildum Íslenzku þjóðfylkingunni og Frelsis flokknum, sem enn eru þó HREINIR sinna gjörninga, nú um stundir, a.m.k.

   Jú piltar: allir.

Píratarnir - eru VERULEGIR vonbrigða valdar, sé mið tekið af þeirra fyrri yfirlýsingum - gegnum sneitt !

Því miður.

Með þeim sömu kveðjum: sem öðrum og fyrri, að sjálfsögðu /    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.4.2019 kl. 13:11

17 identicon

.... Júlíus Valsson 

Ætlaðu alls ekki að gleyma þér: alþingis ómyndina, verðum við helzt að afmá / gömlu Rentukammer 16. og 17. aldanna, gætu jafnvel verið okkur notadrýgri, alþingi er - og hefur verið til STÓRRA TJÓNA gagnvart almanna hagsmunum, eins og mýmörg dæmi undirliggjandi skattheimtu og sí- vaxandi gjalda fárs sýna okkur - dægrin löng, Júlíus minn.

ÓHH 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.4.2019 kl. 13:16

18 identicon

NOTREDAME brann illa í Paris. Hún verður endurreist innan 5 ára?. Hvað um Landið OKKAR,sem rekið er af "óréttlæti" eins og orðað var.

KOSIÐ var um ORKUPAKKANN á SÖGU og ÞJÓÐIN var sammála 96%. ÁSLAUG ARNA má vera ÖRUGG með þennan HÓP ÍSLENDINGA, sem kjósa með ÍSLANDI en EKKI einkahagsmunum "smáfyrirtækja", sem vilja "yfirtaka" raforku ÍSLENDINGA.

ÍSLAND hefur verið selt til erlendra auðkýfinga. Er búið að selja VIGUR,FINNAFJÖRÐ og HJÖRLEIFSHÖFÐA?. ÍSLENDINGAR þola ILLA þær breytingar,sem eru orðnar á Landinu OKKAR á ÖLLUM sviðum. Er stjórnleysi á EYJUNNI OKKAR?.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 19.4.2019 kl. 14:34

19 identicon

Benedikt. Já er miðflokkingur í mér. Munurinn er kannski sá að ég drulla yfir þá opinberlega og fékk mér eiungis mjólkurglas áður en ég setti inn færsluna. Eiga þeir ekki bara skilið að fá til baka það sem þeir drulla yfir annað fólk? Kjósendurnir hljóta að vera sömu drullusokkarnir og siðferðið það sama.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 19.4.2019 kl. 15:25

20 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Jósef.  Haltu þig við kúamjólkina. Ég bíð ekki í orðaleppana í garð saklausra kjósenda með eitthvað sterkara í glasinu. Slettugangurinn hjá þér er svo ýktur eftir eitt mjókurglas, nema það sé mjólkuróþolið, sem tjúnar þig svona upp.

Benedikt V. Warén, 19.4.2019 kl. 18:12

21 identicon

Sá STJÓRNMÁLAFLOKKUR,sem bíður ÍSLAND í fyrsta sæti við næstu kosningar verður"OFURMFLOKKUR". ORKUMÁLIN/FOSSAR/BLÁVATNIÐ/ÓMENGAÐ ÍSLAND með ÓMENGUÐUM, ÓLYFJUÐUM VÖRUM BÆNDA Í SAUÐFJÁR-RÆKT,GRÓÐUR-HÚSA INNI og ÚTIRÆKTUN og glæsiframleiðslu SJÁVARÚTVEGS.

Við eigum sterkustu MENN og glæsilegar sterkar KONUR til að sýna. Heilsa og langlífi undirstrykar alla framleiðslu okkar OG ÆTTI AÐ VERA HEIMINUM LJÓS.

FOX news þarf að tala við heillandi HÆGRI MANNI um ÍSLAND og framleiðsluvörur ÍSLENDINGA að ógleymdu LÝSINU. Við höfnum ESB "vistmanni" til VERKSINS. Við óskum eftir LEIÐTOGA til verksins.

GLEÐILEGA PÁSKA FÉLAGAR. Heill og Hamingja fylgi ykkur.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 19.4.2019 kl. 19:55

22 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Mæli með mynd Benedikts af klifinu upp stóru mannvitsbrekkuna, Halldór. Hún er lágrétt.

Svo heljargóð og sönn.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 19.4.2019 kl. 21:26

23 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þetta er það fegursta sem ég hef heyrt frá Óskari og "þótt öll heimsins auðæfi"---osfrv. og veit hann segir satt,því hann lætur allt flakka. Ég hlýt að vera orðin úrvinda farin að tala um Óskar í 3.persónu og vandinn að klára dæmið! Gleðilega páska!

Helga Kristjánsdóttir, 20.4.2019 kl. 02:14

24 identicon

En þetta er allt honum Halldóri að kenna Benedikt. Ef þessi bliggsíða hans hefði ekki verið til staðar væri enginn skaði skeður og saklausir kjósendur hefðu ekki orðið fyrir neinu. Auk þess voru orð mín tekin úr samhengi.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 20.4.2019 kl. 09:05

25 identicon

Sæll Halldór.

Athyglisvert er að sjá
að meginrök þingmanna
sjálfstæðisflokksins virðast vera sú
að þeir muni aldrei ganga gegn eigin gildum,
ályktunum þingflokks hvað þá gegn fullveldi
eða sjálfstæði Íslands en það geri engum neitt
að samþykkja það sem engan tilgang hafi og þá
verði það Alþingis ef út af er breytt.

Gífurlegir fjárhagslegir hagsmunir eru að veði.

Neins staðar þekkist að það freisti ekki nokkurs
manns eftir að því hefur verið greidd gatan;
til þess eru refirnir skornir, er ekki svo?

Húsari. (IP-tala skráð) 20.4.2019 kl. 13:41

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér er firna-fróðlegt útvarpsviðtal við Jón Baldvin Hannibalsson (frá 8. þessa mánaðar) um þriðja orkupakkann: vefslóð á það með hljóðskrá þar: = http://utvarpsaga.is/mikilvaegt-ad-gaeta-thess-ad-audlindir-landsins-verdi-ekki-eign-gradugra-fjarfesta/ --- það slær út öll mótrök samanlagðra orkupakkasinna í Sjálfstæðisflokknum, þ.m.t. fyrirvarahjal Guðlaugs Þórs, Þórdísar Kolbrúnar, Áslaugar Örnu, Haraldar Benediktssonar, Brynjars Níelssonar, Birgis Ármannssonar og Páls Magnússonar.

Sjá og með því að smella á þetta: 

Mikilvægt að gæta þess að auðlindir landsins verði ekki eign gráðugra fjárfesta

Jón Valur Jensson, 20.4.2019 kl. 14:37

27 identicon

Veteran 3D street painter, Julian Beever made a surprise late appearance in December 2011 with his

Húsari. (IP-tala skráð) 20.4.2019 kl. 14:42

28 identicon

Komið þið sæl - enn, sem fyrr !

Nafna mín Kristjánsdóttir (20. Apríl kl. 02:14) !

Þakka þér fyrir: sem oftar. 

Við munum verða samherjar í mörgum mála - þó við séum ekki samstíga, á öllum sviðum.

Enda: þarf þess ekkert svo sem heldur, fornvinkona góð.

Jón Valur (kl. 14:37) !

Jón Baldvin Hannibalsson: ætti nú að hafa vit á því, að halda kjapti - ef hann þá kynni það, bölvaður.

Ertu búinn að gleyma Jón Valur - plotti Jóns Baldvins / Davíðs Oddssonar og Vigdísar Finnbogadóttur gagnvart landsmönnum, árin 1992 - 1994, þegar þau voru að bralla SAMAN EES samsuðuna:: okkur öðrum samlöndum þeirra, til höfuðs ? ? ?

Það er nýlunda fyrir mér a.m.k. Jón Valur: sé minni þínu tekið að hraka svo, að þú munir ekki liðlega aldar fjórðungs gamla atburðarás, og meðhöndlan áðurnefnds lagsfólks, sem í dag sverja af sér allan óþokkaskap fyrri ára / eins: og þau Jón Baldvin / Davíð og Vigdís hafa verið einkar lunkin við, ásamt mis- snobbuðum viðhlægjendum þeirra, sem áhangednum.

Svei attan ALLA tíð - lágkúrulegum lítilmennum, eins og títt nefndum Jóni Baldvin Hannibalssyni, sem og öðrum ámóta honum, Jón minn Valur ! ! !

Með sömu kveðjum: engu að síður - sem öðrum og fyrri /    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2019 kl. 15:05

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

 Menn geta öðlazt meiri reynslu og skilning og bætt sitt ráð, Óskar minn Helgi.

Jón Valur Jensson, 20.4.2019 kl. 16:12

30 identicon

.... 

Jón Valur !

Aldrei: myndi ég fyrirgefa þessu fólki persónulega, þeirra illvirki á X. áratug síðustu aldar, þau hafa aukinheldur ekki sýnt hinn minnsta vott iðrunar né eftirsjár, sinna gjörða.

Nógsamlegt ætti okkur að þykja: ömurleika Sturlunga 12. og 13. alda, með aðkomu Gissurar Þorvaldssonar á þeirri 13., en hátterni Jóns Baldvins / Davíðs og Vigdísar gaf Engeyingunum og attaníossum þeirra FRÍU SPILIN, sem leiddu einmitt:: m.a. til atburðanna 2003 - 2008, með hverjum brotlendingin Haustið 2008 varð, sem mjög seint og illa verður þeim bætt sem harðast komu niður - og ALDREI skyldu lúalegheit þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar (2009 - 2013) fyrnazt þar, né þeirra svívirðilega framkoma, einnig ! ! !

ÓHH      

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2019 kl. 16:32

31 identicon

Stundum er ég ekki viss í einhverjum málum. Oftast vegna þess að mér finnst þau frekar léttvæg og hef því ekki fyrir því að kynna mér frumgögnin. Læt mér nægja að lesa það sem aðrir eru að segja.

En þá þarf ég að meta hvort þeir sem tjá sig tali af þekkingu eða hvort þeir eru eins og ég. Bloggsíður eins of þessa mætti nota sem mælikvarða. Hér má sjá gáfnafar og ástæður þess hóps sem tekur eina afstöðu. Og það segir manni töluvert ef hópurinn sem eina skoðun hefur virðast flestir vera algerir hálfvitar.

En gallinn við svona bloggsíður er að erfitt er að meta hvort eingöngu hálfvitar hafi vissa skoðun eða hvort fylgjendur bloggarans séu aðallega hálfvitar. Hafa einhverjir vitibornir menn þessa skoðun eða er hún bundin við hálfvita eins og hingað sækja?

Mestar líkur eru á því að með því að taka aðra afstöðu en hálfvitarnir, þó maður viti ekkert um málið, þá sé maður að taka rétta afstöðu.

Vagn (IP-tala skráð) 21.4.2019 kl. 03:34

32 Smámynd: Halldór Jónsson

Vagn,

Mig hefur lengi grunað að ég gæti verið hálfviti.

Sér í lagi þegar ég les skrif þingmanna Sjálfstæðisflokksins num 3. orkupakkann sem ég les bara svona:

Í Orkupakka 3 stendur svo:

"Aðildarríkin skulu vinna náið saman og

fjarlægja hindranir í vegi 

viðskipta

með raforku og jarðgas 

yfir landamæri  

í því skyni að ná fram markmiðum

Bandalagsins á sviði orku."

Þetta á ég að skilja svo að engin viðskipti  yfir landamæri með orku yfir landamæri séu fyrirhuguð á vakt Sjálfstæðisflokksins. 

Hlýt ég ekki bara að vera hálfviti?

Halldór Jónsson, 22.4.2019 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband