22.4.2019 | 16:26
Gulli á valtaranum
valt upp á stein!
Svo segir Styrmir Gunnarsson í dag:
"Grein eftir Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, á vefritinu Kjarnanum í dag sætir tíðindum.
Segja má að með þeirri grein hafi Sigurður Ingi sett gult ljós á Orkupakka 3. Það er skref í rétta átt.
Sigurður Ingi segir:
"Þrátt fyrir álit fjölmargra lögspekinga þá hefur ekki náðst að sannfæra meirihluta þjóðarinnar um að nóg sé að gert með þeim fyrirvörum, sem kynntir hafa verið".
Sigurður Ingi lýsir umræðum um málið á þann veg að þær séu "hatrammar" en bætir því við að það sé "skiljanlegt" og því sé "mikilvægt að leitað sé sáttar og niðurstöðu, sem almenningur trúir og treystir að gæti hagsmuna þjóðarinnar í bráð og lengd."
Þetta er skynsamlega sagt.
Grein sinni lýkur Sigurður Ingi með þessum orðum:
"Ég tel mjög mikilvægt að í vinnu þingsins við orkupakka þrjú vinni allir þingmenn samkvæmt samvizku sinni að því að tryggja hagsmuni Íslands og gleymi ekki að hlusta eftir þeim röddum, sem hljóma utan þinghússins. Þeim tíma sem fer í að skapa sátt og einingu er ætíð vel varið."
Það fer ekki á milli mála hvað formaður Framsóknarflokksins, eins þriggja stjórnarflokka, er að segja. Hann er einfaldlega að benda á að fyrirvarar þeir, sem utanríkisráðherra hefur kynnt dugi ekki til vegna þeirrar andstöðu, sem er við málið utan þings.
Vonandi hlusta forystumenn hinna stjórnarflokkanna tveggja á Sigurð Inga."
Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa valtað slétt yfir allar mótbárur flokksmanna. Forysta sem þarf ekki á flokki að halda að baki sér er einbeitt í visku sinni að hætti gömlu kónganna sem sögðu :"Vi alene vider."
Sagt er að oft velti lítil þúfa þungu hlassi.
Sigurður Ingi getur hugsanlega orðið að stærri þúfu en einhverjir bjuggust við.
Sjálfstæðisvaltarinn greinilega bifast við og Gulli og félagar hossast.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Gott. Þessu ber að fagna. Batnandi mönnum er líka best að lifa. Nú er bara að vona, að þetta verði allt saman sett í þjóðaratkvæði, og þingið fáist til að samþykkja það.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2019 kl. 17:31
Nú liggur nokkuð vel á okkur Halldór minn,
aldrei hefðum við reyndar trúað því að það þyrfti formann Framsóknarflokksins til að kæta okkur.
En well, well, hvað segja nú formaður Sjálfstæðisflokksins, ljóskan og brúnettan og Gulli, Brynjar og Palli Magg, sem öll ætluðu að svíkja okkur?
Leggjast þau nú í eina sæng með Samfylkingunni, Viðreisn og Pírötum og hossast þar öll samfylkt og saman? Hvílík klámmynd sem það nú verður, allir berstrípaðir, nema Brynjar og Leví á sokkaleistunum?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.4.2019 kl. 18:02
Framsóknarmaddaman hefur kveðið sér hljóðs varðandi O3 og varla seinna að vænta. Býsna áhugavert, það sem formaðurinn segir og vonandi fylgja athafnir orðum hjá honum og hans flokki.
Undarleg er grafarþögn VG í umræðunni um O3. Ekki heyrst svo mikið sem hósti eða stuna frá þeim flokki. Hvorki formanninum né Þistilfjarðarkúvendingnum. Hvað veldur er ekki gott að segja og hálf undarlegt að opinmynntir fjölmiðlapésar skuli ekki ganga harðar eftir afstöðu flokksins og forystumanna hans. Við hverju er svosem að búsat af handónýtum fjölmiðlum, sem velta sér frekar upp úr kjaftasögum um appelsínuhúð á lærunum á Hollywoodstjörnum, en að fjalla um málefni sem varða þjóðarhag og framtíð afkomenda okkar.
Forysta og þinglið Sjálfstæðisflokksins veður áfram á súðum og ætlar að samþykkja valdaafsalið "af því bara". Búið að berja almenna þingmenn eins og hunda til hlýðni, svo varla er hægt að benda á einn einasta í þeirra röðum, sem bein hefur í nefinu og kýs samkvæmt stefnu flokksins og væntalega eigin sannfæringu. Laumukratarnir í forystu flokksins hafa séð til þess.
Verður fróðlegt að sjá framhaldið og hvort Kata "high five í Brussel drottning" stingi niður penna og geri grein fyrir afstöðu síns flokks í þessu valdaafsalsmáli, eða hvort taka á þögnina á þetta áfram og sjá bara til. Stóllin vermir jú svo andskoti feitt, ekki satt?
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 22.4.2019 kl. 18:12
Reyndar getum við líka sagt að Framsóknarmaddaman gerir sér nú loks grein fyrir að Simmi myndi hirða að mestu allt fylgi af maddömunni ef hún setti sig ekki í einhverjar siðlegar stellingar varðandi 3. orkupakkann og stæði stíf í lappirnar núna.
Undarlegt að svo skynugir hafa þingmenn og ráðherrar "Sjálfstæðisflokksins" ekki verið, þeir liggja flatir og tala tungum brusselskra júrókommakrata nómenklatúr hirðarinnar. Sjálfir hafa þeir engar skoðanir, en kannski þeir skilji þó, sem maddaman nú, að fylgið leiti annars í stórum stíl yfir til Miðflokks Simma.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.4.2019 kl. 20:18
Gen. McArthur sagði:An old soldier never dies, he just fades away. Þannig verður með ookkur gömlu Sjálfstæðsmennina Símon minn Pétur. Aldrei kjósum við Björn Leví, Þorgerði Katrínu eða Ingu Sæland
Halldór Jónsson, 22.4.2019 kl. 20:49
Tek heils hugar undir athugasemd þína Halldór.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.4.2019 kl. 20:58
Sæll Halldór jafnan - sem og þið önnur, gesta Verkfræðings !
Halldór: og þið önnur, athugasemda gjafanna (hjá Halldóri) !
Það er EKKI - 1 einasta orð, að marka gjálfur Sigurðar Inga Jóhannssonar, gott fólk !
I. Bifreiðagjöld: sem fyrirtæki og einstaklingar eiga inni hjá Ríkissjóði / síðan í ársbyrjun 1991, eru ENNÞÁ ógreidd, til baka, til okkar gjaldenda (áttu að vara einungis, til loka ársins 1990 - HIÐ ALLRA MESTA).
II. Þá - er brúarsmíðin við Laugardælur í Hraungerðishreppi EKKI HAFIN ENN, þrátt fyrir það öryggisgildi, sem hún gæfi, líkt nýju Þjórsárbrúnni (fyrir ofan Urriðafoss), til dæmis.
Gamla brúin um Selfoss: er orðin lúin mjög / enda orðin 74 ára gömul, og þanþol burðarvirkja hennar fer ört þverrandi.
III. Gjálfur Sigurðar Inga: og lagsfólks hans, með svo kölluð vegagjöld er ENN EITT Trúðs trompið, sem hann og Jón Gunnarsson:: einn helzti hlaupastarákur Sigurðar Inga spila á / sláandi úr og í, eftir því sem vindar blása, segir sína sögu, ekki síður.
IIII. Strandavegur (norður að Gjögri og nágrenni) - er enn í stíl Há- Miðalda (11. - 15. alda), að ekki sé talað um ástand vega og brúa og flugvallanna, víðsvegar um Norðurland.
V. Í Guðanna bænum gott fólk: ekki taka hið minnsta mark á fleipri þessa fífls ofan úr Hrunamannahreppi, megin áhugamál hans er og verður / að telja upp úr sínu prívat launaumslagi við hver mánaðamót:: skítt og laggó, með brýnar og bráð áliggjandi framkvæmdir í landinu, sem heyra undir ráðuneyti þessa ólukkunar flóns, gott fólk ! ! !
Með hinum beztu kveðjum - engu að síður, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.4.2019 kl. 21:00
Enn, sem oft áður, grunar mig að Óskar Helgi hafi heilmikið til síns máls um fleipur Framsóknarmaddömunnar úr Hrunamannahreppnum. Og að um lélegt trix sé að ræða, til að kaupa sér skammgóðan vermi hjá bændum, en að Singi sé í huga líkari Haraldi, fyrrv. bændaformanni, sem missti nýverið allt niðrum sig í játningagrein í Dimbilvikunni.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.4.2019 kl. 21:45
.... hárrétt ályktun: af þinni hálfu, í allan máta, Símon Pétur frá Hákoti.
Og - rétt hjá þér, einnig:: ekki EINLEIKIN, skyndileg sinnaskipti Haraldar Benediktssonar / svo, ekki sé fastar að orði kveðið !
Sjálfan: grunar mig mútu- þægni, spilandi þar inn í / væri það nokkuð meira, fremur en, hvernig Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon spígsporuðu eins og lóða Hundar í kringum Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og Brusselinga, á árunum 2009 - 2013 / áþekkt Bjarna bandítt Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, í kjölfar þeirra, Vorið 2013, og síðan ? ? ?
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.4.2019 kl. 21:57
Góð grein Mr Halldór. Bjarni hefir einkvað ruglast í ríminu Kannski þurfti hann meira aðhald já og styrk en þessir kallar eru svo mikið ÉG Ég ég. Krossum fingurna en það er að svik í tafli. það eitt er víst. Kannski landráð í vænd. Sá sem tilkynnir ekki landráð er samsekur.
Valdimar Samúelsson, 22.4.2019 kl. 22:11
.... Valdimar !
LANDRÁÐIN: eru nú þegar yfirstandandi.
Sjáum - vinnubrögð alþingis / stjórnarráðs og Seðlabanka t.d.- Á ÖLLUM SVIÐUM ! ! !
Lífeyrissjóða ÞJÓFA- bælin: hafa náð sefjunarmætti yfir þorra launþega og fyrirtækja landsins (með stigmögnun: svo kallaðra iðgjalda greiðzlna), að mér undanskildum, ég hefi ekki greitt krónu til þeirra Pestarbæla, síðan árið 2008 / og mun ekki gera, á meðan ég tóri, Valdimar minn.
Kann ekki að vera - að Lýðveldisstofnunin 1944, hafi verið samþykkt af full mikilli fljótfærni Dana, sem og gífurleg Marshall aðstoð Bandaríkjamanna í kjölfarið, sem gáfu manngerðum EITUR plöntum INNFÆDDUM þann byr í segl, sem er m.a. einn helzti orsakavaldur ástandsins í landinu í dag, Valdimar minn ?
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.4.2019 kl. 22:23
Í hverra umboði ? ætla eiginlega þingmenn að samþykkja það, sem algjör meirihluti þjóðarinnar er andvígur.
Þjóðin vill einungis fá að halda áfram yfirráðum yfir orkuauðindum sínum áfram og vill ekki erlend yfirráð yfir þeim.
Er það virkilega til of mikils mælst, að þingmenn virði meirihlutavilja þjóðarinnar?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.4.2019 kl. 00:15
Ég ítreka spurningu mína:
Í hverra umboði? Alla vega ekki þjóðarinnar.
Hvað gengur þingmönnum og ráðherrum til í svokölluðu lýðræðisríki að ganga í berhögg við meirihlutavilja þjóðarinnar?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.4.2019 kl. 00:21
Það sem Styrmir ágætur tekur sem gult ljós á þriðja orkupakkann frá Sigurði Inga er villu ljós sem Sigurður Ingi setur nú upp af hræðslu við kjósendur og Sigmund Davíð. Ég vek athygli á að allir þeir sem eru búnir að velta þessum orkupakka fyrir sér mánuðum saman og hafa ekki en komist að þeirri niðurstöðu að honum skuli hafnað, eru einfaldlega óhreinlyndir, eða heimskir, nema að verra búi að baki.
Flestir landsmen þurftu ekki að hugsa um þennan eitur pakka nema í svona 10 til 60 mínútur, því það er svo dagljóst að við getum aldrei haft annað en bölvun af þeirri andskotans eiturmarglittu sem í þessum pakka er.
Það er augljóst að margir ráðherrar og þingmenn ríkisstjórnarinnar ætluðu sem minnst að segja um þetta mál og kjósa svo þegjandi og hljóða laust þennan eitur pakka ESB án þess að hirða um vilja kjósenda og þar á meðal er þingflokkur Framsóknarflokksins, Þingflokkur VG, þó að aumkunar verðastur sé þingflokkur Sjálfstæðisflokksins.
Hrólfur Þ Hraundal, 23.4.2019 kl. 07:48
Þú kannt að kveða að Hrólfur:
"Það er augljóst að margir ráðherrar og þingmenn ríkisstjórnarinnar ætluðu sem minnst að segja um þetta mál og kjósa svo þegjandi og hljóða laust þennan eitur pakka ESB án þess að hirða um vilja kjósenda og þar á meðal er þingflokkur Framsóknarflokksins, Þingflokkur VG, þó að aumkunar verðastur sé þingflokkur Sjálfstæðisflokksins. "
Halldór Jónsson, 23.4.2019 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.