Leita í fréttum mbl.is

O3 verður frestað

til haustsins finnst mér líklegra en ekki.

Ég  held að Bjarni Benediktsson, þó einþykkur sé í besta lagi eins og ég , muni ekki fórna formennsku sinni og flokki  við það óvissuspil að keyra þetta mál i gegn með því offorsi sem nú við blasir að til þarf, eigi að sætta flokksmenn innbyrðis og sér í lagi hversu hlutfallslega lítilfjörlegt málið er miðað við mörg önnur meiri.

Mér finnst trúlegt , og í ljósi þess að Sigurður Ingi er farinn að sýna  einhver merki um efasemdir innan Framsóknar, að málinu verði frestað til hausts að minnsta kosti.

Þetta er eiginlega þannig mál, að það er varla þess virði til að Bjarni taki einhvern séns á því þegar nóg er af öðru til að taka.

Enda hefur maður tekið eftir því að hann lætur Gulla gelta fyrir flokkinn og þingmennina leysa niðrum sig hvern af öðrum fyrir höfuðkirkjum og játa sinnaskiptin grátandi og taka þannig skriftir stórar eins Sturla Sighvatsson forðum í Róm, en er sjálfur þögull sem Sfinxinn.

Annars er mér orðið slétt sama um þetta allt, sæstrengi eða ekki. Það er hugsanlega mögulegt að þjóðin græði meira á sæstreng en  miðað við núveranmdi söluverð.

Vetnisframleiðsluhugmyndir mínar vill hvort sem er enginn heyra né sjá, hvað þá að mengandi verksmiðjur rísi hér frekar en annarsstaðar.

Ég er víst orðinn of gamall og vitlaus til þess að vera að blanda mér í svona mál sem góða fólkið, Austurvallarkrakkarnir og NoBorders hefur meira vit á.

Einar S.Hálfdánarson sá ástæðu til að stappa stálinu i hann Óla Björn vegna bréfsins í Mogganum svofellt:

"Sæll Óli Björn

 

Ég sá að Dóri í Steypustöðinni, gamall og góður samstarfsfélagi minn er að spyrja þig út í Orkupakkann. „Viltu kannski útskýra kosti O3 fyrir mér Öli Björn?“

Ég ráðlegg þér að reyna ekkert slíkt. Dóri og fáeinir aðrir sem skrifa á síðuna hans vilja ekkert hafa með staðreyndir að gera. Ekki frekar en SDG og Gunnar á Klaustri.

Ég bað einn trúboðann, Bjarna Jónsson; um konkret tilvitnanir til vitnis um landsöluna. Þau reyndust (að sjálfsögðu) ekki vera fyrir hendi. Og ég er búinn að reyna, en Dóri er búinn að skrúfa fyrir skilningarvitin í þessu efni.

Við verðum bara að vona að honum Dóra elni ekki sóttin. Það gæti endað með ósköpum eins og hjá Styrmi sem endurskrifar núna gamlar lummur um sig úr Þjóðviljanum og snýr þeim upp á aðra. Eða endar Dóri sem kommi? – Svei mér þá!

 

Kv.

Einar"

 

Þannig að ég er víst búinn að mála mig út í eitthvað kommahorn hjá vitmönnunum þessa lands og Sjálfstæðisflokksforystunni og enginn á að taka mark á mér eða að vera að pexa við mig.Og Einar nær ekki að skilja Kollega Bjarna Jónsson, enda bara lögfræðingur og revisor þótt góður sé.

En ég held nú samt að O3 verði bara frestað fyrir friðinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Halldór, sjálfsgagnrýni er öll að hinu góða, eða þannig; "Ég er víst orðinn of gamall og vitlaus til þess að vera að blanda mér í svona mál sem góða fólkið, Austurvallarkrakkarnir og NoBorders hefur meira vit á.".

Þetta með aldurinn og vitleysuna er örugglega alveg rétt hjá þér yfir höfuð stórundarlegt að hámenntaður lögfræðingur sé að eyða á þig orðum.

En kannski gerir hann slíkt vegna þess að þú ert að blanda þér í mál sem átti að fara þegjandi í gegnum þjóðmálaumræðuna.  Og eitthvað segirðu sem pirrar, og er lesið.

Það er nefnilega oft með Grand old men að reynt er að þagga niður í þeim með því að hæðast að aldri þeirra og þá af þeim sem hafa ekki náð, og ná líklegast aldrei þeim status að á þá sé hlustað þegar þeir tjá sig um menn og mál. 

Fólk hlustar ekki vegna þess að það er endilega sammála eða ósammála, það hlustar vegna þess að eitthvað er sagt.  Á tungutaki sem það skilur.

En fólk sem svona reynir það verður yfirleitt bara smærra á eftir.  Því fólk vill fá að hafa sinn Grand old man í friði.

Og þú ert það hér á Moggablogginu, og verður það eins lengi og þú kýst.

Það er bara svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.4.2019 kl. 17:09

2 identicon

O3 sinnar eru komnir ofan í skotgrafirnar og rökin komin niður í Ef þú skilur þetta ekki þá skilurðu ekki neitt. Skilurðu það?

Grímur (IP-tala skráð) 25.4.2019 kl. 18:49

3 identicon

Mikið er þetta aumingjalegt væl í Einari S. Halfdánarsyni, froðuglamur í skoltum og titrandi í hnjánum að gjamma fyrir Óla Björn sem þorir ekki sjálfur að svara fyrir sig. 

Kemur svo Björn Bjarnason með svar fyrir ráðherrann Gulla "vin" sinn?  Annars er skelfilegt orðið að sjá baugana undir augum glóbalistans Gulla, þeir verða alltaf rauðþrútnari eftir því sem hann afneitar oftar og meira landsfundarályktunum eigin flokks.

Halldór, þú og Styrmir eru í þessum slag orðnir Grand Old Men, og það fyrir að standa fastir fyrir, hvað varðar grunngildi sjálfstæðismanna.

Slíkt pirrar vesalingana, vikapilta júrókratakomma forystunnar.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 25.4.2019 kl. 19:53

4 identicon

Annars vil ég segja það, að mér finnst það nú einum of kvikyndislegt af Einari S. Halfdánarsyni að kalla Óla Björn Öla Björn, þó fölan hafi ölið gjört hann forðum í miðri æsingu Harðar Torfasonar forðum daga, sbr. þegar hann skrifar:

"Ég sá að Dóri í Steypustöðinni, gamall og góður samstarfsfélagi minn, er að spyrja þig út í Orkupakkann.  "Viltu kannski útskýra kosti O3 fyrir mér Öli Björn?""

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 25.4.2019 kl. 20:21

5 identicon

Pistill þinn Halldór hét, eins og við lesendur þínir vitum vel,

"Viltu útskýra fyrir mér Óli Björn?"

Hvað veldur því að Einar S. Halfdánarson kýs að snúa út úr fyrirsögn pistils þíns og hæða um leið Óla Björn?  Það kalla ég verulega kvikyndislegt:

"Viltu kannski útskýra fyrir mér kosti O3

Öli Björn?"

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 25.4.2019 kl. 20:40

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Þó sð maður detti nú íða einstaka sinnum?

Halldór Jónsson, 25.4.2019 kl. 21:22

7 identicon

Segðu Halldór minn :-)  Ekki lasta ég Óla Björn fyrir það, síður en svo.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 25.4.2019 kl. 21:38

8 identicon

Sæll Halldór.

"Ómæt eru ómagaorðin," eins og þar stendur.

Öldrunarfasismi er þegar orðinn
vítækt vandamál á Íslandi og á því
þarf að taka.

Breski heimspekingurinn Bertrand Russel sagði
lífið þá fyrst byrja þá menn yrðu níræðir
og víst er um það að þér hefur með eftirminnilegum hætti
tekist að setja þitt mark á þessu umræðu
þar sem aðrir þegja þunnu hljóði, eru rökþrota,
hafa í frammi ótrúlegustu útúrsnúninga og þá helsta
að menn hafi ekki kynnt sér málin eða þeir ólæsir!

Seint hefði ég spurt þann Óla Björn nokkurs eftir
umræður í þinginu þegar eftirgjöfin til hrægammasjóðanna
rann í gegn með stuðningi allra þingflokka
nema Miðflokksins.

Í næstu kosningum er valið auðvelt!

Húsari. (IP-tala skráð) 25.4.2019 kl. 22:18

9 identicon

Vel er mælt Húsari. 

Já, minnumst Icesave og hvernig rolurnar guggnuðu þá -- fyrir Jóhönnu Sig. og Steingrími Joð.

Já, minnumst Icesave og að nú er það Icelink.

Baráttan gegn þriðja orkupakkanum

er barátta, stríð, fyrir sjálfstæði þjóðarinnar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 25.4.2019 kl. 22:49

10 identicon

Símon! "Eigi skal skuturinn eftir liggja,
ef allvel er róið í fyrirrúminu"! (Grettissaga)

Fyrst þú nefnir helferðarstjórnina:
Hvernig í dauðanum gat það gerst að leynd
skyldi samþykkt af Alþingi yfir skjölum frá hruni
í heil 110 ár.

Hvar eru Stundin og Kjarninn og allt þetta leaks batterí?

Á það kannski einungis við gagnvart þeim sem taldir eru
hægri sinnaðir?

Það ætti að vera forgangsmál að aflétta allri leynd
af skjölum þessum og mættu menn þar minnast
þeirra er luku göngu sinni í hruni þessu..

Húsari. (IP-tala skráð) 26.4.2019 kl. 11:05

11 identicon

Rétt Húsari.  Vitaskuld ætti það að vera forgangsmál að aflétta leyndinni af þeim skjölum.

Getur verið að vegtyllur Steingríms J. og Kötu nú, fyrir tilstuðlan forystu "Sjálfstæðisflokksins" í hinni "breiðu sáttastjórn" séu einmitt tilkomnar vegna þess að bæði forystan og þau Vg hjúin hafi sameiginlegan hag af leyndinni?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.4.2019 kl. 11:52

12 identicon

Símon! Í 15. sonnettu Shakespears er þetta vísuorð:

"Whereon the stars in secret influence comment."

Merking þessa er einmitt hvar fáeinir útvaldir
koma saman til að ákvarða um örlög annarra.

Slík leyndarhyggja er frekleg móðgun
gagnvart öllum þeim sem máttu líða vegna hrunsins
að ekki sé minnst þeirra sem enduðu sína göngu þar.

Húsari. (IP-tala skráð) 26.4.2019 kl. 12:05

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Gunnar Rögnvaldsson gerir eftirfarandi athugasem hjá þeim glögga  Ívari Pálssyni:

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði þetta um Orkupakka-3 málið á Alþingi í mars í fyrra:

"Hvað í ósköpunum liggur mönnum á að komast undir sameiginlega raforkustofnun Evrópu á okkar einangraða landi með okkar eigið raforkukerfi? Hvers vegna í ósköpunum hafa menn áhuga á því að komast undir boðvald þessara stofnana? [..] Eru það rök að þar sem Evrópusambandinu hefur þegar tekist að koma Íslandi undir einhverja samevrópska stofnun sé ástæða til að ganga lengra? [..] Hérna erum við með kristaltært dæmi um það, raforkumál Íslands eru ekki innri-markaðsmál."

Þannig að þessi Orkupakki-3 getur varla komið til greina af hálfu Sjálfstæðisflokksins (kennitala 5702691439).

Ekki nema ef vera skyldi að innan í Sjálfstæðisflokknum sé eins konar Watergate-flokksstjórn, falin kjósendum og landsfundarfulltrúum þeirra, með aðra kennitölu og annað heimilisfang. Getur það hugsast.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 26.4.2019 kl. 09:11

Mér finnst Bjarni formaður ekki vera alveg sannfærður þarna um ágæti ACER? Hefur hann ekki haldið sig nokkuð til hlés í þessum stælum öllum?

Það eru fleiri en Gunnar sem velta þessu fyrir sér

Halldór Jónsson, 26.4.2019 kl. 12:17

14 identicon

Það hlálegasta er, að núna er Gulli litli utanríkis (já, sá sem skipaði júrókratann Árna Pál sem kommisar Íslandsdeildarinnar í Brussel)

byrjaður að hóta í stíl hótana Gylfa Magnússonar á tímum helferðarstjórnarinnar um að við yrðum Kúba norðursins ef við samþykktum ekki Icesave, "alþjóðlega einangruð" segir júrókratinn Gulli litli, utanríkisráðherra forystu "Sjálfstæðisflokksins" að við verðum ef við samþykkjum ekki pakkann.

Hólímólíkrapp. Er þetta virkilega það skásta sem forysta flokkins getur boðið upp á?  Sé svo, segja allir sjálfstæðir menn:  Farðu í brusselskan rass og rófu.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.4.2019 kl. 12:44

15 identicon

Tvennt er nú í stöðunni:

- Þingmenn og ráðherrar flokksins hafna pakkanum

enda ber okkur sem eylandi, án landfræðilegra tengsla við ESB og ekki tengd orkukerfi ESB, ekki nokkur skylda til að innleiða pakkann.

- Þingmenn og ráðherrar flokksins samþykkja pakkann og fylgi flokksins hrynur gjörsamlega.  Ekkert heiðarlegt fólk kýs þá sem svíkja sín eigin samþykktu ályktanir og fyrirheit. 

Flóknara er þetta nú ekki.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.4.2019 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband