Leita í fréttum mbl.is

Er einhver áætlun til?

um þann fjölda hælisleitenda  sem hingað munu koma í ár? Og næsta ár? Og hvar þeir eigi að búa á meðan mál þeirra eru athuguð?

Í grein Einars S. Hálfdánarsonar í Morgunblaðinu nýverið kom eftirfarandi fram:

"...Fyrstu tvo mánuði ársins sóttu 146 manns (svokallaðir hælisleitendur) um alþjóðlega vernd á Íslandi. Ef fram fer sem horfir verða það því nálægt þúsund manns sem hingað koma, flestir í heimildarleysi.

Þetta samsvarar því að meir en 14 þúsund hælisleitendur kæmu til Danmerkur á ári. En raunin er sú að til Danmerkur hafa „aðeins“ komið tvö til þrjú hundruð manns á mánuði síðan 2016 og eitthvað rúmlega þrjú þúsund manns allt árið 2018...."

"...Ofan í kaupið neita Danir að taka við kvótaflóttamönnum og hafa gert í mörg ár.  .."

"... Veit dómsmálaráðherrann ekki af vandanum? Er þá ekki ráð að kynna sér hvað nágrannaþjóðirnar hafa gert?.."

"..Nýjasta krafan er að geðveilum umsækjendum verði ekki vísað úr landi, en útveguð spítalavist..."

Mér fannst Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir aðspurð í Silfrinu ekki hafa mörg svör fram að færa um málefni hælisleitenda önnur en þau að vandinn væri mikill og margt þyrfti að skoða í hverju tilviki. Sjálfsagt allt rétt.

En sagði ekki Ása-Þór: "Á skal að ósi stemma." Og eigi missti hann þess sem hann kastaði til segir sagan.

Er byrjað á réttum enda hér á Íslandi?

Mér fannst að ekki væri von á hraðari afgreiðslu í þessu málaflokki á næstunni né það að unnið væri að því að fækka umsóknum hælisleitenda sem hingað koma.

Og sem N.B. koma hingað aðeins frá öðrum Evrópulöndum sem eiga að afgreiða mál þeirra en ekki við skv. Dyflinnarreglugerð.

Sem sagt við værum ekki að nálgast Dani og þeirra vinnubrögð.

Mér skilst að von sé á hópi kvótaflóttamanna innan tíðar ef hann er þá ekki bara kominn.

Er það okkar djúpríki sem er að stefna okkur í svipað ástand hér og einn í athugasemdum á þessu bloggi lýsti sporvagnsferð í Svíþjóð, að hann hefði ekki getað giskað á hvort hann væri í Tyrklandi eða Írak eða Afríku frekar en þarna í Svíþjóð?

Það hlýtur að vera eitthvað í okkar stjórnkerfi sem mótar stefnuna í hælisleitendamálum því enginn ráðherra málaflokksins virðist ráða við að breyta ástandinu með neinum afgerandi hætti.

Og hælisleitendur eru farnir að hafa í hótunum við okkar yfirvöld með auknum þunga og stuðningi góða fólksins.

Það virðist allavega bara ekki batna neitt sérstaklega  ástandið í málaflokknum í seinni tíð miðað við tölur Einars S..

Er einhver áætlun til um hver staðan verður í árslok eða síðar? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband