Leita í fréttum mbl.is

Ljósin á Dettifossi

-Örlagasaga, er nafn á bók sem ég var að ljúka við að lesa.

Höfundurinn, Davíð Logi Sigurðsson skrifar örlagasögu afa síns Davíðs Gíslasonar stýrimanns og skipstjóra og óblíðum æviraunum hans og baráttu á meistaralegan hátt.

Davíð Logi er sannarlega rithöfundur með mikla hæfileika við ritun þessarar þungu örlagasögu, hérlendis og erlendis,af   íslensku alþýðufólki í fátækt og heilsuleysi fyrri tíma á Íslandi og þeirrar heimildaöflunar sem býr að baki þessu frábæra verki. Þetta er bók sem vart á sinn líka að allri gerð.

Þessi bók lætur engan ósnortinn sem les.Svo lifandi er frásögnin  og gusturinn af hrammi örlaganna sem slær þá sem síst skyldi né við því mega, er slíkur að maður prísar sig sælan fyrir eigin heppni í lífinu.

Tvímælalaust er bókin, "Ljósin á Dettifossi", bók sem mæla má með við hvern sem vill kynna sér staðreyndir um líf fólksins á fyrri öld tveggja heimsstríða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 3420142

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband