30.4.2019 | 13:38
Það var líf fyrir EES
vekur Ómar Geirsson athygli á í sínu skrifi í dag.
Hann segir m.a.:
"Íslendingar menntuðu sig og ferðuðust milli landa fyrir EES samstarfið og stunduðu frjáls viðskipti, fáar þjóðir höfðu eins mikil utanríkisviðskipti en Íslendingar, fáar þjóðir áttu hlutfallslega fleiri námsmenn í erlendum háskólum hlutfallslega en við Íslendingar.
Og lífskjör þjóðarinnar á öllum mælikvörðum voru á við það besta sem gerðist í heiminum.
Svisslendingar sem er í EFTA en utan EES samstarfsins eru ekki að gera það síður en við Íslendingar á þeim tíma sem þjóðin hefur verið aðili að EES.
Sú þróun að losa um höft og hömlur var hafin áður en þjóðin gekk í EES og hefði örugglega haldið áfram því það er enginn eyland í heiminum.
Áslaug segir að gjaldeyrishöftin hafi horfið við aðildina að EES; " EES-samstarfið veitti okkur aðgang að innri markaði Evrópu og færði okkur úr gjaldeyrishöftum sem höfðu þá varað í rúm 60 ár.".
Gjaldeyrishöftin voru afleiðingin hjá þjóð sem bjó við einhæft atvinnulíf og þurfti að nota mikinn hluta af útflutningstekjum sínum við að byggja upp innviði og fjárfesta í atvinnutækjum því hér var byggt upp úr engu í allt.
Í dag standa fleiri stoðir undir gjaldeyrisöfluninni, sérstaklega vegur þar þungt uppbygging stóriðju sem var löngu hafin áður en landið gekk í EES og ferðamannaiðnaðurinn, og hvað sem sagt verður um hinn innri markað, þá blómstrar ferðamannaiðnaður á fleiri svæðum í heiminum.
En eins og játendur Stalínsátrúnaðarins sögðu; "þið vitið ekki", og gátu alveg haft rétt fyrir sér. Til dæmis var lítið um þungaiðnaði í Kongó eða Afganistan og í þeim samanburði komu Sovétríkin vel út.
En það var iðnaður í Rússlandi fyrir byltingu Kommúnistanna og það var líf á Íslandi fyrir EES. Það var ákaflega líklegt að þróun hafi átt sér stað í Rússlandi þrátt fyrir byltingu bolsévika og eitthvað grunar mig að áratuga uppbygging Íslands hefði haldið áfram þó þjóðin hefði ekki undirgengist regluverk ESB.
Maður veit svo sem ekki, en ein vísbending ætti að gefa manni hint, sólin hélt áfram að koma upp í Sovétríkjunum eftir daga Stalíns, og það er líf á þessu svæði eftir hrun kommúnismans."
Gjaldeyrishöftin voru mikið til farin fyrir EES. Frelsið var mikið til komið fyrir þann tíma að ég og mínir jafnaldrar voru aufúsugestir í Þýskalandi þótt við þyrftum "Aufenthaltserlaubnis" og yfirfærslu öðru hverju fyrir fasta búsetu.
Það er sjálfsagt auðveldara fyrir Samherja og slíka að flytja út eftir EES kom . En varð það ekki líka á kostnað sjávarútvegsviðskipta við USA þar sem við erum víst búnir að selja vörumerkið Icelandic til einhverra Asíubúa og Coldwater og Samaband eru svipur hjá sjón ef ekki horfin.
Við eigum ekki að blása þennan EES samning út úr öllu samhengi. ESB er tollabandalag gegn restinni af heiminum.
Það er hinsvegar viðskiptafrelsið sem Íslendingar hafa mest gagn af allt frá því að Jón Sigurðsson barðist fyrir því okkur til handa fyrir margt löngu. Ekki frelsi frá einhverju síbreytilegu regluverki sem Brussel setur heldur frelsi frá einangrun sem birtist í stórskaðandi refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna innlimunar Krímskagans sem er búið spil.Gulli utanríkis heldur þeim ótrauður áfram þótt tilgangslausar séu með öllu og Þjóðverjar séu löngu hættir þeim nema í orði en ekki á borði.
Áslaug Arna og fleiri eyrnablautir nýþingmenn þurfa að athuga hlutina í hinu stóra samhengi, ekki bara trúa á kennisetningar um ágæti EES sem þó sjálfsagt er að nýta meðan við höfum af því beinan hag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:06 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 3420142
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Einmitt. Gott innlegg.
Benedikt Halldórsson, 30.4.2019 kl. 15:17
Blessaður Halldór.
Ég er svo sem áhugamaður um að halda bloggi mínu lifandi fram yfir samþykkt Alþingis á orkupakka 3, því þá tel ég að gap myndist milli þjóðar og þings, sem þurfi að brúa, eða þingið gefi eftir.
Þess vegna fylgist ég með ykkur ofurbloggurum sem starfa að staðaldri, stundum þarf ég að gefa í, stundum má ég alveg slaka á. Eigum við ekki að segja að erindi mitt knýi mig áfram, og ég er nákvæmlega ekkert fyrir almenna þjóðmálaumræðu, líklegast vegna þess að ég hef svo fátt að segja.
En stundum segi ég eitthvað, og ég tók eftir því þegar ég tékkaði á IP tölunum að þú vitnaðir í bloggpistil dagsins, þó einhverjir hafi bæst við síðan út af sérviskunni einni saman.
Sem er í góðu, aldrei þessu vant var ég stilltur í rökfærslu minni, og orð mín standa svo sem alveg ein og sér.
En það breytir því ekki að ég er alltaf á vaktinni til að slást þegar einhver talar á móti því sem sagt er.
Viðbót þín er skynsamleg og vel orðuð, en mig langar samt að hnykkja á ákveðnu grundvallaratriði, sem ég hefði alveg getað sagt, en eins og þú veist Halldór, þá erum við alltaf líka að kljást við lengdina, það er hvenær hættum við að halda athygli.
Meðal annars þess vegna nýti ég athugasemdarkerfið til að fylla uppí, eða til koma öðru að sem ég tel að erindi eigi miðað við efni pistilsins.
Viðskiptafrelsi Halldór; "Það er hinsvegar viðskiptafrelsið sem Íslendingar hafa mest gagn af allt frá því að ..." varð til löngu fyrir okkar daga, og það var skýring á auðlegð þjóðarinnar á 15. og 16 öld, en þegar einokunin setti það í höft, þá hvarf auðlegð þjóðarinnar í kjölfarið.
Og þó frjálshyggjubörnin kunni ekki söguna, þá er það vitað að jafnvel fyrir bronsöld, þá áttum við á norðurhjaranum í blómlegum viðskiptum við Mið Evrópu og jafnvel Suður Evrópu.
Því þú þarft ekki miðstýrt regluverk, sama hvað kommarnir og Evrópusinnarnir reyna ljúga til um það, til að viðskipti blómstri.
Þú þarft frelsi og síðan vöru sem áhugi er á að skipti um eignarhald.
Hið raunverulega frelsi er engin þvingun, og ekkert regluverk.
Þetta hefði ég sagt í pistli mínum ef um það hefði verið rætt.
En ég tel að viðbót þín hefði virkilega bætt hann.
Hafðu þökk fyrir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.4.2019 kl. 17:08
Mig minnir nú að hagkerfi heimsins hafi byggst á vöruskiptum á þessum tíma og þar reyndust Rússarnir okkur bara vel og því sárnar mér mjög að við skulum vera að taka þátt í þessum arfavitlausu ESB viðskiptaþvingunum sem enginn veit hvernig hægt er að aflétta
Grímur (IP-tala skráð) 30.4.2019 kl. 19:43
Þessi EES samningur skreið hér upp á strendur við mikinn fögnuð krata og annarra hálfvita sem ekkert kunnu annað en að telja á sér puttanna, en engin færi voru gefin fyrir umræðu enda er það svo hjá Íslenskum stjórnvöldum af hvaða flokki sem nefnist að innleiðingar pósti frá ESB er hent ofaní skúffu þar sem hann liggur umræðulaus þar til að afgreiðslu dregur og þá er þetta ESB þvaður bara einfaldlega samþykkt því að engin í þinginu nennti að lesa þetta þvaður sér til gagns.
Það má því segja að allt það sem til Íslenskra stjórnvalda hefur borist frá ESB hafi verið samþykkt af einkæri leti og ræfildómi og þar með af ábyrgðarleysi. Þar með á að lækka laun allra þingmanna og ráðherra um þriðjung hið minnsta og vinda sér í það að segja upp EES samningnum. Það merkilega við þetta mál er að puttateljarinn taldi og taldi og komst að réttri niðurstöðu. Það þyrfti kannski að fá hann til að kenna Bjarna Ben , Gulla flækingi og hinum kerlingunum að telja á sér puttanna.
Hrólfur Þ Hraundal, 30.4.2019 kl. 20:35
Góður pistill kæri Halldór sem endranær. Ég tek undir þetta. Ég man þó ekki betur en að megnið af gjaldeyrishöftunum, ef ekki öll, hafi verið komið fyrir kattarnef af Matthíasi Á. Mathiesen í fjármálaráðherratíð hans án nokkurrar aðstoðar Efnahagsbandalags Evrópu sem þá hét.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.4.2019 kl. 23:42
ÞÖRF UMRÆÐA.
En ágæti Ómar Geirsson, þú mátt ekki hætta að blogga, þótt orkupakkamálið verði vonandi einhvern tímann frá með öllu.
Við þurfum á þér og þinni vakt að halda.
Jón Valur Jensson, 1.5.2019 kl. 00:29
"ÞAÐ VAR LÍF FYRIR EES",góð skrif eftir Ómar Geirsson. Sjálfur elska ég minninguna um einfaldara ÍSLAND þegar kennd var SAGA og Ástráður prestur kenndi BIBLÍUSÖGUR. Stundum fórum við í bílferðir til EDEN í Hveragerði.
Ísan var best,en Þorskurinn var seldur til útlanda. Við erum heimsþekkt fyrir bestan SJÁVARÚTVEG. SAUÐFJÁRRÆKT, GRÓÐURHÚS og ÚTIræktun frá ómenguðu ÍSLANDI.
VERJUM ÍSLAND og SÖGUNA um Norðurlöndin. Við erum "heimsfræg" og líka Vestanhafs. NATO nægir OKKUR VEL. SPÖRUM MILJARÐA í RÁPI á milli Evrópu landa, sem reyna að "ÚTRÝMA" okkur með góðri aðstoð einstaklinga og stjórnmálaflokka varðandi ESB vistina,ORKU og Loftslagsmál
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 1.5.2019 kl. 00:31
Tek undir mál Gísli Holgersson kl.00.31.
Hrólfur Þ Hraundal, 1.5.2019 kl. 07:36
Nei Jón Valur, ætli að nokkuð komi til þess, verður ekki EES samningurinn undir er þessi tilskipun fer í gegn?
En ég er tarnamaður, yfirleitt einna mála maður, hef ekki þessa elju sem þeir hafa Halldór og nafni minn Ragnarsson, auk margra annarra, að halda út daglega pistlum um málefni líðandi stundu.
En ósköp yrði ég ánægður ef þessu máli yrði frestað fram á haust og við gætum farið í sumarfrí.
Lóan er farinn að kalla og skipa manni út, bráðum verður fært út í Vaðlavík því það er svo lítill snjór í fjöllum, manni finnst alveg í góðu lagi að stjórnmálstéttin slíðri sverðin gagnvart landinu og haldi friðinn í sumar.
En líklegast er það óskhyggjan ein,.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.5.2019 kl. 09:27
ÞAKKA skoðun þína Hrólfur Þ.Hraundal. Holger P.CLAUSEN kaupm. var langafi minn fæddur í Ólafsvík. Hann bjó á Búðum og síðar í Stykkishólmi. Þeir seldu HÁKARLALÝSI til Kóngsins í Kaupmannahöfn til 30 ára til að lýsa Hallargarðinn, torg og stræti löngu fyrir daga EES.
VINÁTTA-SAMVINNA er miklu mikilvægara fyrir FÁMENNI ÍSLENDINGA en reglufargan ESB(tollabandalag)/EES og SCHENGEN,27 ólíkra þjóða. Stundum hljómar ÍSLAND eins og einn STÓR-Ríkisrekstur. Hvar eru smærri fyrirtækin?.
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 1.5.2019 kl. 18:09
Flottur pistill og það grátlegasta var þegar þeir eyðilögðu viðskiptin við Norður Ameríku í raun glæpsamlegt og mjög líklega öllum sjóðum stolið en málið var að skattalöggjöf BNA var á þann veg að þeir urðu að skilja ákveðna prósentu eftir í landinu. Mig minnir að það hafi verið um 20%. Hitti á þessum árum Þóri Gröndal en hann var fróður um þessa hluti. Ég er viss um að einhverjir hér þekkja þessa glæpsamlegu sögu.
Valdimar Samúelsson, 1.5.2019 kl. 19:22
þakka ykkur öllum fyrir ykkar framhaldshugleiðingar sem leiða mig áfram að þeim ströndum sen ég leita.
Ómar, þú kemur mér stundum á óvart með frjálslegri hugsun en ég hélt að þú hefðir daglega sem rótttækur vinstrimaður og lausari við hinar gömlu kennisetningar sósíalismans aem margir aðrir hafa sem með himinsskautum fara í mannkynsfrelsun eins og flokksmennirnir í hinum nýja flokki sósíalista í þætti fjögurrablaðaSmárans á Útvarpi Sögu í dag. Við erum furðulega oft meira sammála í grundvallaratriðum en ég skynjaði meðal þeirra sem þar töluðu.
Halldór Jónsson, 2.5.2019 kl. 01:29
Já Valdimar, Þórir Gröndal er mikill þulur um þessa sögu sem vert er að hlýða meira á.
Já Cachotes, þetta er rétt hjá þér.Matthías var mikill og merkur stjórnnmálamaður sem ekki má gleymast.
Halldór Jónsson, 2.5.2019 kl. 01:35
Ég er Hriflingur Halldór, sem þú reyndar dagsdaglega kallar kommatitt, og fyrir mig er það heiður að fá slíka umsögn frá mér eldri manni sem kann alveg tæpitunguna.
En þú veist að mentor minn var hlynntur borgarlegum kapítalisma og mikill talsmaður frjálsra viðskipta.
Hann vildi þau hins vegar á jafnréttisgrundvelli og því barðist hann fyrir samvinnufélögum meðal bænda, sem gátu þá skipt við borgarana, og verkalýðsfélög fyrir launafólk svo jafningjar semdu um kaup og kjör. Síðan áttu báðir þessir hópar að eiga bakland í stjórnmálum.
Og hann ekki bara vildi, hann framkvæmdi, hann skrifaði bæði stefnuskrá samvinnumanna og jafnaðarmanna, rithönd hans er á báðum skjölunum.
Ég held að Jónas hafi verið undir áhrifum bandarísku landsfeðranna sem töldu að frjálst samfélag þrifist best á jákvæðum átökum ólíkra hagsmuna, þar sem enginn einn hefði of mikil áhrif. Sú hugsun seinna meir fékk Tehodór Roosevelt til að setja lög um auðhringa og í framhaldi voru þeir stærstu knúðir til að leysa sig upp í smærri einingar.
Jónas var nefnilega ekki bara samvinnumaður, hann sá hlutina í miklu stærra samhengi. Seinna meir varð hann síðan ákafur andkommúnisti, líkt og ég róttæklingurinn varð 14 ára eftir að ég las þá ágætu bók Ég kaus frelsið, sem amma mín átti af einhverjum ástæðum.
Því þeir sem eru frjálsir eins og langfrændi minn Bjartur í Sumarhúsum, þeir eru ekki kommar, þó þeir geti vissulega verið kommatittir enda það allt önnur ella, og þeir eru ekki frjálshyggjumenn, því það er enginn munur á alræði öreiganna eða alræði auðsins.
Hvoru tveggja er alræði.
En það er grundvallarmunur á borgarlegum kapítalisma sem viðurkennir gildi kristinnar vestrænnar siðmenningar og ræningjakapítalisma frjálshyggjunnar sem viðurkennir engan sið.
Sá fyrri á rætur í þróun siðmenningarinnar, sá seinni í villidýrinu sem siðmenningin reynir að beisla svo mannkynið fái lifað og þróast, og lifað af.
En við erum sjálfsagt ekki sammála um þetta frekar en margt annað, en það er rétt Halldór, í vissum grundvallarmálum erum við alveg sammála.
En engu þjóðfélagi er hollt að allir séu sammála í öllu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.5.2019 kl. 08:54
"Því þeir sem eru frjálsir eins og langfrændi minn Bjartur í Sumarhúsum, þeir eru ekki kommar, þó þeir geti vissulega verið kommatittir enda það allt önnur ella, og þeir eru ekki frjálshyggjumenn, því það er enginn munur á alræði öreiganna eða alræði auðsins.
Hvoru tveggja er alræði.
En það er grundvallarmunur á borgarlegum kapítalisma sem viðurkennir gildi kristinnar vestrænnar siðmenningar og ræningjakapítalisma frjálshyggjunnar sem viðurkennir engan sið.
Sá fyrri á rætur í þróun siðmenningarinnar, sá seinni í villidýrinu sem siðmenningin reynir að beisla svo mannkynið fái lifað og þróast, og lifað af.
En við erum sjálfsagt ekki sammála um þetta frekar en margt annað, en það er rétt Halldór, í vissum grundvallarmálum erum við alveg sammála.
En engu þjóðfélagi er hollt að allir séu sammála í öllu.
Kveðja að austan."
Þakka þér fyrir þessa kynningu Ómar. Ég skil þig mun betur eftir þetta. Og viti menn, við erum sammála um margt mun meira en ég hélt áður.
Jónas var mikill hugsjónamaður en líklega skorti hann mannúð og mildi.Hann virtist ekki vita hvenær hann átti að hætta og slá af.Og því fór sem fór að hann einangraðist..
Til eru þeir sem álíta mig nasista pg rasista. Ég tel mig hinsvegar lausan við alla isma nema Trumpisma. Ég styð eintaklings frelsið sem endar þar sem það er að ganga á frelsi annarra einstklinga.
Ég las bókina The Law efir einhvern löngu dauðann fransmann,Frédéric Bastiat.. Hann segir að lögin noti skálkar til að skerða réttindi fólksins. Lögin eigi hinsvegar að tryggja réttlætið og ekkert annað.
Þessvegna styð ég ekki ofbeldi þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem birtist í kröfu um að við almennir flokksmenn beyggjum okkur undir þeirra dómgreind og samþykkjum O3.
Ég geri það ekki.
Halldór Jónsson, 3.5.2019 kl. 11:07
Takk Halldór, skemmtilegt spjall.
Langar aðeins að segja að ég held að greining þín á Jónasi sé rétt, það var einhver ofsi í honum sem hann gat ekki hamið, en það er aftur önnur ella.
Og þeir sem kalla þig eitthvað annað en þú ert, þeir eru bara ekki læsir, hvorki á texta og innihald og grípa þá til frasa sem eru þeim áunnir, en hafa í sjálfu sér engan skilning á innihald þeirra eða merkingu.
Þú ert eins og þú ert.
Gullmolinn okkar hér á Moggablogginu.
Megi guð og gæfa sjá til þess að við njótum þín sem lengst.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.5.2019 kl. 11:39
Þakk þér Ómar fyrir þetta ofmat á mér. En flestum finnst skjallið betra en ekki og takk fyrir.
Halldór Jónsson, 4.5.2019 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.