Leita í fréttum mbl.is

Augljóst mál

að ég eigi að samþykkja það sem forysta Sjálfstæðisflokksins segir. ÞKRG segir að forystan eigi að leiða flokkinn.

Palli Vilhjálms ofurbloggari segir svo:

 

"....Rökstuðningur þeirra sem vilja samþykkja orkupakka 3 er í meginatriðum þessi:

1. það er hættulaust að samþykkja aðild að orkusambandi ESB, enda áhrif hans lítil.

2. við eigum að samþykkja 3. orkupakkann þar sem við höfum samþykkt pakka 1 og 2.

3. ef við samþykkjum ekki orkupakkann er aðild okkar að EES-samningnum í uppnámi.

Andstæðingar 3. orkupakkans segja á móti:

1. ESB tekur sér íhlutunarrétt í raforkumálum þeirra ríkja sem eiga aðild að orkusambandinu - sem Ísland yrði með samþykkt orkupakkans.

2. samþykkt orkupakka 1 og 2 var ekki loforð af hálfu Íslands að halda áfram á vegferð ESB i átt að miðstýringu orkumála.

3. engar heimildir eru fyrir því frá ESB að EES-samningurinn komist í uppnám þótt Ísland standi utan orkusambands ESB.

4. Ísland er ótengt raforkumarkaði ESB og því engin ástæða að taka upp ESB-reglur.

5. EES-samningurinn gerir ráð fyrir að EFTA-ríkin geti afþakkað lög og reglugerðir sem augljóst er að eigi ekki við um viðkomandi lönd. Ísland tekur t.d. ekki upp ESB-gerðir sem eiga við um skipaskurði og járnbrautalestir...."

Til viðbótar stendur í texta orkupakkans að tilgangur hans sé að koma á verslun með orku yfir landamæri í samræmi við stefnu ESB í orkumálum.

Svo hver getur þá verið á móti einhverjum sæstreng ef við bara græðum á honum?

Blasir þá ekki við að ég eigi að samþykkja það sem forystan leggur til?

Er það ekki alveg augljóst mál þegar meira að segja Björn Bjarnason er sammála V.G.,Pírötum, Samfylkingu, Þorgerði Katrínu og Þorsteini Pálssyni um það hversu sjálfsögð þessi samþykkt sé?

   

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Okkur er ætlað að gleypa við "kanínunum úr pípuhatti forystunnar."  Skil vel að það hlakki í Þorsteini Pálssyni vegna fíflagangsins, sem minnir reyndar mest á fíflagang Viðreisnar, Pírata, Samfylkingar og Vinstri Grænu kolabrennslunnar.  Svo hörmulega er komið fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins.

Okkur er ætlað að trúa hirðfíflum forystunnar.

Nei!

Minnust þá fremur þeirra orða sem Gunnar Rögnvaldsson vitnar í Davíð Oddsson um Icesave stuðningsliðið:

"Það hefur aldrei þurft kjark til að guggna og gefast upp"

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.5.2019 kl. 16:58

2 identicon

TOPP svar hjá Símoni Pétri frá Hákoti.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 4.5.2019 kl. 17:54

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Við höldum bara út á hinar eilífu veiðilendur Símon minn.Við eigum ekki hugsjónalega samleið með þessu gáfufólki sen nú stjórnar litla Sjálfstæðisflokknum sem áður var stór flokkur allra stétta þjóðarinnar.

Gulli, Áslaug Arna og ÞKRG eru bara ekki Ólafur Thors, Davíð Oddson eða Bjarni gamli Ben. 

Halldór Jónsson, 4.5.2019 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband