Leita í fréttum mbl.is

Losunargjöldin

sem Íslendingar eru að  leggja á sín  fyrirtæki eru all spaugileg í ljósi aðstæðna í heiminum. 

Tölur í grein Magnúsar Þórs Ásmundssonar forstjóra Norðuráls  vekja mann til umhugsunar.

Hann segir m.a.:

Það er ekki sjálfsagt að álver á Íslandi haldi samkeppnishæfni, ekki frekar en aðrar atvinnugreinar.

Það segir sína sögu að álframleiðsla í Evrópu hefur dregist saman um þriðjung frá árinu 2007 og má nefna að öll álframleiðsla hefur lagst af á Ítalíu sem áður framleiddi 3 milljónir tonna eða rúmlega þrisvar sinnum meira en Ísland,“

segir Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, í samtali við Markaðinn.

Hann ræðir stöðu og horfur í íslenskum áliðnaði á ársfundi Samáls, sem haldinn verður í Hörpu í fyrramálið undir yfirskriftinni Álið er hluti af lausninni. Þar verða meðal annars loftslagsmál í brennidepli og verðmætasköpun álframleiðslu í hálfa öld á Íslandi.

„Heildarmyndin er sú að áliðnaður er að vaxa á svæðum þar sem orkan er ódýrari en er því miður ekki framleidd með umhverfisvænum hætti. Ef Ísland ætlar að standast samanburð þurfum við að huga að samkeppnishæfni iðnaðarins.“

Á síðasta ári framleiddu Kínverjar um 56 prósent af því áli sem framleitt var í heiminum og er framleiðslan að mestu drifin af kolum.

Kínverjar hafa aldrei áður flutt jafn mikið út af áli og árið 2018, eða um 5,7 milljónir tonna, og hefur það meðal annars haft áhrif á þróun álverðs að sögn Magnúsar.

Í skýrslu OECD sem gefin var út í janúar kemur fram að álframleiðsla njóti umtalsverðra ríkisstyrkja eða ívilnana í mörgum samkeppnislöndum eins og Kína, Mið-Austurlöndum, Kanada og Noregi.

Þá nefnir Magnús að verð á losunarheimildum í ETS-kerfi Evrópusambandsins hafi margfaldast á tæpum tveimur árum og hækkað úr um það bil 6,50 evrum á hvert tonn árið 2017 og í um 25 evrur í dag.

Það sé áskorun fyrir álver á Íslandi að mæta þessum álögum, en álframleiðsla utan EES-svæðisins þurfi ekki að standa undir sambærilegum kostnaði, þrátt fyrir að orkumynstrið sé mun óhagstæðara og losunin því mun meiri.

Engin leið sé til að velta kostnaðinum út í verðið þar sem álverð ráðist á heimsmarkaði.

„Í samkeppnislöndum eins og Noregi er þessi kostnaður niðurgreiddur. Áliðnaður á Íslandi verður að hafa einhvers konar samkeppnisforskot vegna þess að kostnaður skiptir gríðarlega miklu máli í þessum geira.“ Spurður hvernig auka megi samkeppnishæfni íslensks áliðnaðar segir Magnús að álfyrirtækin þurfi að huga að nýsköpun í framleiðsluaðferðum en stjórnvöld að viðskiptaumhverfinu.

„Orkuverð og flutningur á raforku þarf að vera á samkeppnishæfu verði þannig að það sé aðlaðandi kostur að fjárfesta á Íslandi. Þróunin er í þá átt að allar rekstrareiningar verða stærri og hagkvæmari.

Álverin sem verið er að byggja í Kína og Miðausturlöndum eru umtalsvert stærri en álverin á Íslandi,“ segir Magnús og nefnir að þegar ÍSAL var stofnað fyrir 50 árum hafi framleiðslugeta þess fyrirtækis verið 33 þúsund tonn af áli á ári. Í dag væri þannig eining ekki samkeppnishæf.

„Til þess að standast samkeppni þurfum við að vaxa en þá þarf viðskiptaumhverfið að styðja við þá þróun, þannig að það sé góður kostur að fjárfesta á Íslandi.

Að öðrum kosti leitar sú fjárfesting annað. Orkuverð og orkuflutningar verða að vera samanburðarhæfir við það besta sem þekkist.“

Íslendingar framleiða þannig um eina milljón tonna af áli?

Hvað þurfa þau að borga í losunarheimildir íslensku álverin?

 

Það er vitað hvað Skúli Mogensen fékk miklar losunarheimildir gratís sem hann seldi með hundruð milljóna haganaði. Hver er samanburðurinn?

Hversvegna eru Íslendingar að leggja á sig þrautir þegar Kínverjar gera slíkt ekki. Indverjar ekki heldur.

Trump áttaði sig á grunnatriðum málsins og tekur ekki þátt í Parísarsamþykktunum. Hann er hinsvegar Forseti Bandaríkjanna en ekki Íslands.

Af hverju ver ríkisstjórn okkar ekki íslenska hagsmuni fyrr en hagsmuni ESB?

Álframleiðsla Ítalíu fór greinilega til Kína. Rafmagnið þar var framleitt með innfluttum orkugjöfum úr jarðefnaiðnaði líklega.

Hvað borga kínversk álver í losunargjöld? Hversvegna leggjum við gjöld á okkar áliðnað sem framleiðir  15 % af kolakyntum útflutningsálverum Kínverja? Greiða þau eitthvað.

Og skiptir það ekki máli í huga ríkisstjórnar Íslands að kínversku álverin  blása út minnst sexföldu magni af gróðurhúsalofti okkar íslensku vegna álútflutnings til viðbótar  því sem kolakyntu raforkuverin kínversku blása út og því áli sem Kínverjar nota innanlands?

Og verði íslensk vatnsorka komin á samkeppnismarkað Evrópu, því skyldu Ítalir ekki byggja frekar álver á Ítalíu heldur en á Íslandi. Skiptir það nokkru máli í EES og eftir orkupakkana alla  hvar orkan er notuð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það segir sig sjálft að ef íslenska (ódýra og umhverfisvæna?) orkan verður markaðsvara erlendis, þá leggst ýmis framleiðsla af hérlendis.  Flutningskostnaðurinn sér til þess. 
Eftir það verða hærri vinnulaun hér  frágangssök, fyrirtæki sem byggja frekar á vinnuaflskostnaði  en orkuverði eru þegar farin úr landi.  Daglegar fréttir af slíku í viðskiptablöðunum. Sem stendur leitar vinnuaflið til Íslands vegna hárra launa. Viðsnúningur verður þar líka. 

Kolbrún Hilmars, 8.5.2019 kl. 16:21

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Kolbrún, það er að öllum líkindum svo.

Halldór Jónsson, 8.5.2019 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband