8.5.2019 | 21:52
Mervyn King
lávarður sótti Háskólann heim á dögunum.
Hann var ákveðinn í máli um það að Evran hefði aldrei verið mögulegur sameiginlegur gjaldmiðill svo ólíkra ríkja sem hana upp tóku.
Svo segir í frétt í Mogga:
"King sagði að evrusmiðirnir hefðu sýnt algert skeytingarleysi og glannaskap því margir þeirra hefðu viðurkennt að evrusvæðið í þeirri mynd sem til var stofnað gæti aldrei staðist án verulegra og reglubundinna erfiðleika.
King sagði að gjaldmiðilssamstarf af þessu tagi hefði hvergi staðist til lengdar í mannkynssögunni án sameiginlegra ríkisfjármála.
Ýmsir evrusmiðir hefðu viðurkennt þetta en bættu því við að það væri ekkert vandamál því að í næstu fjármálakreppu myndu menn sjá að evran stæðist ekki án eins stórs ríkissjóðs og í þeirri kreppu myndu menn sannfærast um að stíga hið nauðsynlega skref til eins stórríkis.
Nú er hins vegar liðinn um áratugur frá því að evrukreppan hóf innreið sína og þrautseigir þýskir og fleiri andstæðingar frekari samvinnu í ríkisfjármálum hefðu herzt verulega í andstöðu sinni við sameiginleg ríkisfjármál.
Því væri ekki séð fyrir endann á evruvandanum."
Ennfremur sagði King lávarður að fyrr eða síðar yrði Þýskaland að viðurkenna að suðrænni þjóðirnar sem búa við lægra framleiðslustig myndu aldrei geta borgað skuldirnar til baka sem leiddu af bankahruninu þegar Icesave helltist fyrir okkur Íslendinga í framhaldi af því.
Bretar hurfu aldrei frá pundinu sínu sem sýndi sig að geta fallið eins og íslenska krónan. Gríska evran gat ekki fallið og því eru kenningar íslensku evruaðdáendanna hæpnar þegar kemur að þeirri spurningu, hver komi með Evrur til Íslands ef við kollsiglum okkur eins og svo oft áður hefur gerst.
Svo var kveðið í þá daga:
"Situr einn með sollið fés
Seðlabanka Jóhannes,
fellir gengið fyrsta des.
fer þá allt til helvítes."
Við fórum þess vegna aldrei alla leið til helvítes 2009 eða fyrr þar sem að við gátum prentað krónur sem við gætum ekki gert eftir að Evran hefði verið upptekin sem gjaldmiðill Íslands.
Þá ábyrgð er ekki líklegt að finna innan íslenskra verkalýðsfélaga sem gæti afstýrt slíkum viðburði með skynsemi.
En nú ríkir aðeins vopnahlé við sósíalista í svonefndum kjaramálum sem stjórnast af lögum frá því fyrir seinni heimsstyrjöld. Það geta því öll veður skollið á á Íslandi sem gera upptökur erlends gjaldmiðils útilokaða meðan leikreglur verða ekki nútímavæddar.
Það var happ að fá herra Mervyn King lávarð, fyrrum bankastjóra Englandsbanka, til landsins til þess að eiga orðastað við þá íslensku Evruspámenn sem hæst fara og ræða við þá um draumsýnir þeirra um stöðu Íslands í Útópiu þeirra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan hér á Íslandi var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.
Og verðbólgan hér var 84% árið 1983 þegar Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var fjármálaráðherra.
Grikkir og Írar hafa því engan áhuga á að leita í hans smiðju varðandi "sjálfstæði" smárra gjaldmiðla og 80% Íra eru ánægð með evruna.
Ef Írar og Grikkir vildu hins vegar segja sig úr Evrópusambandinu og hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn væru þeir löngu búnir að því.
Á evrusvæðinu búa um 337 milljónir manna, fleiri en í Bandaríkjunum.
Eistland fékk aðild að evrusvæðinu árið 2011, Lettland 2014 og Litháen 2015.
Og Króatía fékk aðild að Evrópusambandinu árið 2013.
3.7.2015:
Þrír fjórðu Grikkja vilja halda evrunni og einungis 15% telja drökmu vænlegri gjaldmiðil
Þorsteinn Briem, 9.5.2019 kl. 08:42
Gengi íslensku krónunnar hrundi þegar íslensku bankarnir og Seðlabanki Íslands urðu gjaldþrota haustið 2008 og Íslendingar í námi erlendis lentu þá í gríðarlegum erfiðleikum.
Evrópusambandsríki, til að mynda Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Pólland, lánuðu þá íslenska ríkinu stórfé og björguðu því frá gjaldþroti.
"19. nóvember 2008:
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.
Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda að mati ríkisstjórnarinnar.
Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna miðað við Seðlabankagengi."
"Fra norsk side har en lagt stor vekt på et tett nordisk samarbeid om støtte til Island. I forbindelse med IMF-styrets behandling av Islands stabiliseringsprogram 19. november 2008, gikk Norge derfor sammen med Danmark, Finland og Sverige om å love at de fire landene samlet ville gi et mellomlangsiktig lån på 2,5 mrd. USD."
Norska fjármálaráðuneytið 13. mars 2009
Þorsteinn Briem, 9.5.2019 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.