Leita í fréttum mbl.is

Hrólfur Þ. Hraundal

veltir upp spurningu á sínu bloggi sem ég hef heyrt margt fólk velta fyrir sér varðandi þennan Orkupakka3. 

Hrólfur spyr:

"4.2019 | 08:09

Væri nú ekki ærlegt að einhver úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins

 segði okkur þessu  almúgafólki sem höfum asnast til að kjósa þá og borgum þeim laun, hvað það er raunverulega sem þeir ágirnast svo að fá með þessum þriðja orkupakka, en er svo mikið leyndarmál að enn hefur engin af okkur þessum vesalingunum sem stöndum á gólfinu og bíðum skíringa fengið að heyra það.   

Eru þetta kannski  bara gæði handa sérstökum, eða er líklegt að einhver afgangur yrði eftir handa okkur vesölum?  Eða verða þessi svör kannski bara sett í salt og  geymd í hundrað ár, eru ekki fyrir því til dæmi?"

Hrólfur er greinilega ósáttur við skýringar flokkforystunnar. Sem bendir til þess að henni hafi mistekist að leiða óbreyttum flokksmönnum eins og honum og mér þetta fyrir sjónir eða hvað? 

Prófessorarnir Stefán og Friðrik telja verulegan vafa á friðsælu samlífi O3 og stjórnarskrárinnar. Betri leið hefði verið að láta reyna á greinar Orkupakkans í sameiginlegu nefndinni áður en farið væri með málið fyrir Alþingi og byrjað á að taka á sig dómstólaáhættu og öllu því rifrildi sem fylgt hefur. Ætli sé ekkert hægt að bakka með málið í þá veru svona til að lægja öldurnar með þennan sæstreng sem á sér marga fylgismenn N.B.?

Og þegar minnst er á sæstreng, hefur enginn athugað hvort væri hægt að blasa vetni í gegn um rör frá Íslandi til Evrópu í samkeppni við rafsæstreng? Bandamenn dældu öllu eldsneyti fyrir innrásina í Þýskaland um rör undir Ermasund án þess að Þjóðverjar hefðu hugmynd um það.

Vegalengdir eru að sönnu miklar yfir Atlantshafið frá Íslandi til Evrópu. Ef menn muna gömlu veðurskipin Alfa og Bravo þá getur maður spurt sig hvort hægt sé að stytta höfin með fljótandi punktum sem gætu samnýst sem veður-eða björgunarmiðstöðvar? Færeyjar, jafnvel Rockall geta líka verið millilendingar.

Kosti alþjóðlegrar samvinnu og frjálsrar verslunar meta allir mikils. En allir hafa sína einkahagsmuni líka og það er ekki bara einangrunarhyggja að spyrja slíks þegar fjórfrelsið ber á góma. Hvað er inni í þessu fyrir mig? Er það ekki einhver fyrsta spurning kjósandans á kjörstað? 

En finnst Hrólfi honum hafa verið svarað svo vel sé af flokksforystunni hans?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú hafa asnarnir loksins uppgötvað að þeir séu asnar. cool

Þorsteinn Briem, 9.5.2019 kl. 11:24

2 identicon

Ég og þjóðin ÖLL færir þér þakklæti kæri Hrólfur Þ.Hraundal um þarfar ábendingar um eigur almennings á SAMEIGINLEGRI ORKU frá ÍSLANDI. 97.5% ÍSLENDINGA fylgja þessum ÓSKUM. 

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 9.5.2019 kl. 12:34

3 identicon

Sæll Halldór - sem og aðrir gestir, þínir !

Halldór !

Hrólfi Hraundal Vélfræðingi: sem þér og all- mörgum annarra má þakka, sívökult augað fyrir þeim Terrorisma, sem Orkupakka liðið (nr. III.) er að reyna að klína upp á landsmenn, m.a.

Steini (Þorsteinn Briem) !

Eigum við ekki að spyrja að leikslokum - hverjir mestir séu asnarnir í þeim hildarleik sem fram undan er, gagnvart EFTA/EES/ESB þríeykinu, ágæti drengur ?

Ekki: varð hún svo beysin, EFTA aðildin á 7. áratug síðustu aldar, fremur en EES skækla togið, á þeim 10. hinnar sömu aldar, eins og dæmin hafa vottfest - allar götur síðan !

Niðurslag innlendrar Iðnaðarframleizlu margs konar + óteljandi boða og banna pakkar EES þvælunnar og Schengen, þar að auki, Steini minn.

Gísli Holgersson !

Þú stendur þig vel í ístaðinu: sem endranær, ágæti drengur.

Með beztu kveðjum sem oftar - af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.5.2019 kl. 14:44

4 identicon

ÞAKKA góða kveðju Óskar Helgi Helgason varðandi Landið OKKAR. Ert þú ættaður vestast úr Vík í Mýrdal? (Helgi Helgason). 

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 9.5.2019 kl. 16:35

5 identicon

Vandamálið við vetni er að það er svo erfitt að geyma það. Það smýgur í gagnum alla veggi, kúta og leiðslur. Því er hætt við að sé því blásið í gegnum rör til Evrópu þá komist aðeins lítill hluti þess alla leið. Mest af því verður eftir einhvers staðar úti í Atlanshafi.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 9.5.2019 kl. 17:36

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Hörður

viltu segja að ekki sé hægt að geyma vetni á kút?

Halldór Jónsson, 9.5.2019 kl. 17:53

7 identicon

Sælir - á ný !

Gísli Holgersson !

Nei: í föðurættir mestanpart, úr Rangárvalla- Skaftafells og Húnavatnssýslum, fyrst og fremst Rangárvallasýslu  / í móðurættir: úr Árness og Rangárvalla sýslum, og af Vestfjörðum, mestanpart.

Með sömu kveðjum - sem þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.5.2019 kl. 20:16

8 identicon

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varaform.Sjálfstæðisflokksins staðfesti í kvöldfréttum að meirihluti væri nú klár fyrir samþykkt ORKUPAKKA 3 inni á Alþingi, sem EKKI er lengur virt ALÞINGI, sem EKKI starfar í nafni FJÖLDANS. Þetta er dólgsgangur við meirihluta 90% ÍSLENDINGA, sem krefjast þjóðarkosningar um þetta stór mál.

FLESTIR ÍSLENDINGAR lýsa STRÝÐI gegn VISTINNI með getulausum ESB sinnum, sem ENGANVEGINN gagnast EVRÓPU og NORÐURLÖNDUM.

ÁFRAM seljum við ÍSLAND til erlendra auðkýfinga og erlendra "þjóða". ENGINN VILL LEIGJA,bara KAUPA Landið OKKAR.

Guðni Ágústsson "átti draum" um sölu GRÍMSEYJAR?.  

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 9.5.2019 kl. 20:17

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Hörður! Annað eins hafa nú tæknimenn leyst,sé það krefjandi og fáist borgað fyrir það.--- Hvert hefur velmegunin stýrt okkur? Nær meðvitundarlausum í sælu yfir lýðræðinu óttalausum í kosningum þó menn segðu "það er sama rassgatið undir þeim öllum"! Viðkvæði haft um ráðamenn,sem margir skörtuðu akademiskum titlum. Æ,gleymdi lyndis einkunn þeirra djúpinu? Já Steini þar vorum nokkur okkar asnar að halda að þyrfti að kryfja persónuleikana en ekki bara hlusta á það sem lákarnir kunnu utanbókar,fyrirgefðu Ómar minn orðbragðið!        

Helga Kristjánsdóttir, 9.5.2019 kl. 20:40

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Reyndar er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir RITARI Sjálfstæðisflokksins en það er annar stelpukjáni VARAFORMAÐUR en hún heitir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.  Báðar eru þær lögfræðingar.  Hvorug þeirra hefur nokkra einustu reynslu af hinu "raunverulega" lífi, báðar fóru beint í pólitík (ÞKRG, var um tíma aðstoðarmaður Ólafar Nordal, en það tel ég, að hafa ekki unnið við annað en pólitík).  Þetta sýnir ágætlega á hvaða vegferð Sjálfstæðisflokkurinn er og "trendið" er í þessa átt einnig hjá öðrum flokkum....

Jóhann Elíasson, 9.5.2019 kl. 20:42

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Halldór minn átti það að vera...

Helga Kristjánsdóttir, 9.5.2019 kl. 20:45

12 identicon

.... 

Gísli Holgersson: sem og aðrir þátttakendur umræðunnar hér, á hinni merku síðu Halldórs Verkfræðings !

Ég átti - tæplega 10 mínútna spjall við Björn Leví Gunnarrsson einn þingmanna Pírata í dag, hvar ég gat þess við hann, að næði III. Orkupakka óskapnaður EFTA/EES og ESB fram að ganga hér á landi, krefðist ég handtöku þeirra þingmanna, sem samþykktu / sem og Guðna Th. Jóhannessonar einnig, snérizt hann á sveif með þessu liði, með atbeina : Lögreglu - Tollheimtumanna (Tollgæzlu), líka sem og Landhelgisgæzlu, með eða án Borgaralegrar aðstoðar.

Svo viðamiklir hagsmunir eru í húfi: fyrir núlifandi kyn slóðir, sem og hinar ókomnu. 

Þetta er eitthvert mesta gjörræði við landsmenn - síðan undirskrift Árna Oddssonar fór fram, á Kópavogsfundinum árið 1662, þegar Friðriki III. Danakonungi voru svarnir Einveldis skilmálarnir, þar syðra.

ÓHH 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.5.2019 kl. 20:49

13 identicon

Halldór. 

Kúturinn hriplekur ekki, en þetta er víst vandamál með vetnið, það er erfitt að geyma það. Mér skilst að vetnisbílar eigi ekki framtíð fyrir sér, nema stórir bílar og trukkar sem fylltir eru á framleiðslustað vetnisins. 

Eftir á að hyggja, þá var Hindenburg loftfarið fyllt með vetni og það komst yfir Atlanshafið, það virðist hafa tollað í loftbelgnum á leiðinni. Eða höfðu þeir einhvern varakút með þjöppuðu vetni til þess að bæta í hann?

Ég veit það ekki.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 9.5.2019 kl. 20:51

14 Smámynd: Halldór Jónsson

Vantar okkur ekki meiri upplýsingar?

Halldór Jónsson, 9.5.2019 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband