10.5.2019 | 10:40
Katrín og Konráð
frá Viðskiptaráði tiltaka 10 punkta í sögu þjóðarinnar sem verðir eru þess að velta fyrir sér í síbylju kvartana og kveinstafa sem sérhagsmunafélög syngja daginn út og daginn inn.
" 1. Lífskjör á Íslandi hafa á flesta mælikvarða batnað á undanförnum árum og áratugum. Til að mynda er landsframleiðsla á mann um 18-falt meiri en hún var fyrir 100 árum síðan.
2. Vextir á Íslandi hafa sjaldan verið lægri og ef horft er á vexti á fjármálamarkaði hafa þeir aldrei verið lægri. Seðlabanki Íslands er í dauðafæri til að lækka vexti enn frekar og koma þeim þannig í samkeppnishæft horf.
3. Útflutningur Íslands hefur margfaldast síðustu áratugi og þar á meðal aukist um um 269% á árunum 25 frá inngöngu í EES, samanborið við 131% árin 25 á undan.
4. Á sama tíma, eða frá 1994, hefur kaupmáttur landsmanna aukist um 86% og hefur aldrei verið meiri.
5. Jafnvel þó að spádómar svartsýnisradda verði ofan á er staða Íslands til að takast á við efnahagslega erfiðleika sterkari en nokkru sinni fyrr. Enn er hér viðskiptaafgangur og Ísland er hreinn lánveitandi við útlönd.
6. Skuldastaða er almennt hófleg og sögulega lítil, hvort sem horft er á atvinnulífið, heimili eða hið opinbera sem eykur getuna til að takast á við áföll.
7. Lágmarkslaun á Íslandi voru meðal þeirra hæstu í heiminum áður en lífskjarasamningarnir voru samþykktir.
8. Þrátt fyrir áföll svo sem loðnubrest og samdrátt í ferðaþjónustu var atvinnuleysi í mars einungis 2,9%.
9. Ferðamönnum í apríl fækkaði aðeins um 6 prósentustigum meira en spá Isavia gerði ráð fyrir, þrátt fyrir fall Wow air.
10. Ísland er í 2. sæti af 146 á lista yfir félagslegar framfarir, mælikvarða sem ...endurspeglar hæfni samfélags til að mæta grunnþörfum borgaranna, stuðla að og viðhalda lífsgæðum þeirra og skapa hverjum tækifæri til betra lífs.
Íslendingum er hollt að staldra við og rifja upp þennan árangur sem náðst hefur á síðustu áratugum.
Síbylja kveinstafa einstakra hópa mega ekki byrgja fólki almenna sýn.
Lífskjör allra hafa stórbatnað á undaförnum áratugum og viðskiptaumhverfið hefur stórbatnað.
Ég man glöggt hvernig var að reka viðskipti í peningaleysinu frá 1950 og langleiðina til aldamóta. Allt gekk á víxlum og slætti og keðjuverkanir voru daglegt brauð. A. gat ekki borgað og víxillinn féll. Bankinn dró víxilinn út af launareikningnum kortéri fyrir útborgun hjá B. sem hafði lánað A. og hann gat ekki borgað út kaupið þann daginn, launþeginn átti ekki fyrir mat og gat ekki borgað kaupmanninum vikuúttektina, A. var þar með stopp, B líka, börnin sultu og allt var í klessu í viðskiptaheiminum og einkalífinu.
Menn þræluðu samt myrkranna á milli við að byggja yfir sig og fluttu inn í hurðarlaust.Hvergi lán að fá nema með kunningsskap. Vaskur hjá Norðmann, rör hjá Ísleifi, steypa á víxli. Svona var ástandið í byggingariðnaðinum. Stöðugur bardagi á síðustu krónunum, allt á yfirdrætti og í skuldum. Basl og stress frá morgni til kvölds og hnútur í maganum þegar gjalddagar nálguðust og menn deyfðu sumir með helgarbrennivíninu.
Núna eru aðrir tímar. Sparnaður almennings í peningum er að vísu fyrir bí með lækkandi vöxtum. Mér finnst vanta tilfinnanlega verðtryggða hlaupareikninga þar sem fólk getur geymt launin sín frá mánuði til mánaðar þó vaxtalaust væri í stað þess að heimta áralanga bindingu eins og nú er. Er ekki mögulegt að finna upp einhverskonar leið til slíks með gulrótum eða pipar?
Það er þarft að líta yfir farinn veg og telja blessanir sínar í stað bölvanirnar. Þetta allt hefur náðst með íslensku krónunni. Hefði það náðst betur með Evrunni? Sumir halda því fram. En Grikklandsleiðin og Icesave benda nú varla í þá áttina.
Lífskjarasamningarnir voru kraftaverk í mínum augum og mér finnast þeir benda til þess að við séum að byrja á því að hugsa örlítið áður en við rjúkum upp til handa og fóta í byltingar og bardaga og mála skrattann á alla sálarveggi sína.
Katrín og Konráð eiga þakkir skildar fyrir þessa samantekt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419715
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.