Leita í fréttum mbl.is

Kommarnir á Kjarnanum

bíða með kjaftinn opinn eftir því að Lilja Alfreðsdóttir ráðherra í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum þar sem Óli Björn er innanborðs, fari að henda í þá ríkisþjósum til að "styðja við ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla" eins og mér heyrðist hún kalla það. 

Hvert erum við komin þegar menn geta hlaupið til að stofna einhver fyrirtæki í útgáfubransanum, gera 50 milljóna fallítt og geta svo sent ríkinu reikninginn með stuðningi Sjálfstæðisflokksins?

Ég hef gefið út blaðið Sám fóstra(www.samurfostri.is) í 4 ár. En aldrei hefur mér dottið í hug að það ævintýri sé svo þjóðhagslega nauðsynlegt eins og til dæmis WOW Air var sagt vera, að mig hafi dreymt um ríkisstyrk. Tapið yrði alfarið mitt.

Þar áður kom ég að útgáfu  blaðsins VOGAR  fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi í ein 17 ár held ég. Við böluðum mestan part með sjálboðastarfi og velvilja auglýsendanna og styrktaraðila flokksins.

Mér finnst að útgáfustarfsemi, hvaða nafni sem nefnist eigi að standa undir sér. Skuldir Kommanna á Kjarnanum, á  Fréttablaðinu og þeirra sem eiga  Morgunblaðið eiga að vera alfarið  eigendanna en ekki ríkisins.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sammála.

Páll Vilhjálmsson, 10.5.2019 kl. 15:14

2 Smámynd: Ívar Ottósson

Satt og rétt...

Ívar Ottósson, 10.5.2019 kl. 16:49

3 identicon

Þessi aumingjavæðing á völdum fjölmiðlum í boði ríkisstjórnar sem Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að, framkvæmd með vel skipulögðu ráni úr ríkissjóði um hábjartan dag er með miklum ólíkindum. Ætlar hinn gamli flokkur frelsis, frjálsrar hugsunar og frjálsrar samkeppni virkilega að styðja þetta ofan í fósturmorðin og Evrópuvæðingu orkuauðlinda okkar?

Ef fjölmiðlar bera sig ekki þá eiga þeir ekki tilverurétt. Fólk er mestanpart hætt að nenna að lesa blöð. Þau eru deyjandi útgáfuform um allan heim. Rekstrarmódel þeirra eru ónýt. Látum þau bara fara á hausinn ef verða vill. Það kemur einfaldlega annað í staðinn.

Hins vegar er svo löngu tímabært að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði, breyta því í ríkisstofnun með eina sjónvarpsrás og eina útvarpsrás og setja það á fjárlög. Stærstur partur af því liði sem vinnur þar í dag getur bara fundið sér önnur störf eða stofnað sína eigin fjölmiðla. Ef löngu trénað Ríkisútvarpið hyrfi með þessum hætti þá myndu þúsund fjólur vaxa í staðinn. Gróskan yrði yndisleg. 

Hermann Jónsson (IP-tala skráð) 10.5.2019 kl. 17:03

4 Smámynd: Sigurður Antonsson

Ritstjórnargreiðslur úr ríkissjóði minna á aðferðir Stasi. Kommúnistar í Austur Þýskalandi lögðu mikið upp úr því að hafa stjórn á öllum fjölmiðlum. Þeir sem höfðu aðrar skoðanir en voru valdhöfum þóknanlegar voru útilokaðir og einangraðir. Hvað er Framsóknarráðherrann að fela í drögum að frumvarpi. Af hverju má umræðan ekki vera á sama toga og um orkupakkann? Þar sem allt er uppi á yfirborðinu.

"Blöð" eða bylgjumiðlar verða áfram mikilvægir því þar birtast fjölmargar skoðanir. Það blað eða miðill sem er einna vinsælasta og mest lifandi á netinu er með skoðanir fjölmargra sem nefnast athugasemdir. Ríkið ætti ekki að vera leiðandi í skoðanamyndun eða nota skattfé til að flytja fréttir á netöld. Miklu nær væri að eyða fé skattgreiðanda í að efla aðgengi að netinu. 

Sigurður Antonsson, 10.5.2019 kl. 21:59

5 identicon

Sigurður Antonsson svarar þessu RÉTT kl.21:59.

Hér er ríkisstjórnin að kaupa sér "meðmæli og hundstryggð" við almenning og kjósendur varðandi STÓRMÁLIN,stærstu mál ÍSLANDS sögunnar eins og ORKUNA OKKAR, Landa og Bújarðir, Blávatnið og stærstu Veiðiár. Hvað um landhelgina?.

Hefur ÍSLENSKA ríkið efni á að KAUPA það LAND, sem BÚIÐ er að selja til ERLENDRA auðkýfinga og hugsanlega erlendum ÞJÓÐUM?.

Það væri gaman að sjá OPNU í mínu kæra MORGUNBLAÐI um eignir ERLENDRA á Landinu OKKAR. Hvort fari HROLLUR um 300 þúsund ÍSLENDINGA, er þeir sjá hvað eftir er. Þeir vilja KAUPA en ekki LEIGJA ÍSLAND?.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 11.5.2019 kl. 00:18

6 identicon

Gísli! Það var varað við þessum jarðarkaupum
og allar götur eftir Grímsstaðaævintýrið.
Á það var ekki hlustað en allflestir lýstu 
yfir andstyggð á þeim jarðarkaupum sem fylgdu
í kjölfarið.

Nú ættu flestir að sjá hvar fiskur lá undir steini
og hverjir eru hvað líklegastir til að þrýsta nú á
um "farsæla" niðurstöðu.

Húsari. (IP-tala skráð) 11.5.2019 kl. 01:00

7 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Góðir punktar. Góð umræða. Tek undir með Sigurði. .

"Ritstjórnargreiðslur úr ríkissjóði minna á aðferðir Stasi. Kommúnistar í Austur Þýskalandi lögðu mikið upp úr því að hafa stjórn á öllum fjölmiðlum. Þeir sem höfðu aðrar skoðanir en voru valdhöfum þóknanlegar voru útilokaðir og einangraðir."

Benedikt Halldórsson, 11.5.2019 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband