Leita í fréttum mbl.is

Fram nú allir í röð

er efni umfjöllunar Reykjavíkurbréfs um helstu baráttumál Sjálfstæðisflokksins í seinni tíð.

Einn kaflinn hljóðar svo:

...."Seinni afmælisgjöfin

Á sama tíma og flokkurinn engist út af ónýtum málatilbúnaði um orkupakka hefur hann óvænt stillt sér upp undir kjörorðinu „fram nú allir í röð“ fyrir aftan Svandísi Svavarsdóttur til að samþykkja að nú megi af nokkurri léttúð fremja fóstureyðingar þótt barn sé orðið 22 vikna gamalt í móðurkviði, sem er hið næsta því að geta lifað og þroskast eftir að hafa öðlast líf, án

Engin umræða, sem nær máli, hefur farið fram í flokknum um svo viðkvæmt mál. Það er ekki líklegt að flokksmenn taki almennt og því síður allir sem einn undir „fram nú allir í röð“ undir þessari leiðsögn.

Það eru til rök með og á móti flestum málum og einnig þessum, sem eru þó á meðal þeirra sem snerta tilfinningarnar mjög. Sumir sækja þá skýringu sem dugar þeim í heilaga ritningu. Fráleitt er að gera lítið úr því.

En horfast verður í augu við það að fyrir alllöngu ákvað löggjafinn með mjög afgerandi meirihluta að „mannalög“ ættu ein að gilda um þessi atriði og hefur sú orðið raunin og er áþekkt því sem gerist í flestum löndum sem við eigum helst samleið með. Því er trúarlega prinsippið að þessu leyti ekki til umræðu nú, þótt það hafi ríkulegt gildi fyrir mjög marga."...

Gömul ummæli sorgbitins manns,um að ógæfu Íslands yrði allt að vopni,  rifjast óvart upp fyrir manni þegar maður hugleiðir útbreiðslumál Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir.

En segir ekki líka hið fornkveðna að hver sé sinnar gæfu smiður? Er það nokkur annar en þingflokkurinn sem mótar gæfu og gengi Sjálfstæðisflokksins fremur en hin 90 ára gamla Sjálfstæðisstefnan?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann hreinsar sig sjálfur Halldór minn.

Í dag eigum við að gleðjast,því

Sjálfstæðisstefnan lifir, enda er yfirgnæfandi meirihluti landsmanna andvígur ESB OP3 pakkanum,

en það er bara spurningin um það hvort þingflokkurinn ætli að tæma svo flokkinn, að vart verði þar botnfylli að finna, stefni að eigin gjöreyðingarhreinsun.

En Sjálfstæðisstefnan lifir svo sannarlega.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.5.2019 kl. 12:15

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já, hún fer ekki svo glatt úr huga okkar gömlu kallanna

Halldór Jónsson, 11.5.2019 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband