Leita í fréttum mbl.is

Reiknivél Tryggingastofnunar

er allgóð en vildi samt festast í fjármagnstekjum 100.000 kr. af ástæðum sem ég fann ekki.

Ég skellti mér í hana með fjóra tilbúna einstaklinga:

1, Vann svart alla ævi, borgaði aldrei neitt 
í lífeyrissjóði 
Aðeins Ellilífeyrir240185
frádregin staðgreiðsla-35203
Samtals ráðstöfunartekjur212902
  
2. Næsti maður vann alla ævi löglega 
  
Ellilífeyrir og 250000 lífeyrissjóður146855
frádreginn skattur-54248
persónuafsláttur54248
samtals frá TR146855
Greiðsla frá lífeyrissjóði250000
frádregin staðgreiðsla-92350
Samtals ráðstöfunartekjur 304505
  
3.maður vann löglega alla ævi 
  
  
Ellilífeyrir, 250.000 lífeyrissjóður  
og svo seldur sumarbústaður 
Ellilífeyrir101855
greiðslur frá lífeyrissjóði250000
frádreginn skattur-92350
Fjármagnstekjur100000
frádreginn  fjármagnstekjuskattur-22000
Samtals ráðstöfunartekjur337505
  
4.maður vann löglega alla ævi  
  
  
Ellilífeyrir, 400.000 lífeyrissjóður  
og svo seldur sumarbústaður 
Ellilífeyrir0
greiðslur frá lífeyrissjóði400000
frádreginn skattur-147760
Fjármagnstekjur100000
frádreginn  fjármagnstekjuskattur-22000
Samtals ráðstöfunartekjur330240

Athugið að allar greiðslur falla niður frá T.R. þegar aðrar tekjur fara yfir 500.000 og ráðstöfunartekjur minnka.

 

Þá sér maður hversu langt maður er kominn frá árdaga lífeyrissjóðanna, þegar manni var sagt að þetta væri kerfi sem ætti að bæta upp slaka elliaðstoð ríkisins.

Nú svarar Bjarni Benediktsson því að tryggingakerfið eigi fyrst og fremst að halda utan um þá sem ekkert annað hafa en strípaðan ellilífeyrinn. Sem getur verið af fleiri en einni ástæðu og misgeðslegum. Sumir eru þrælbein en aðrir hafa átt virkilega bágt. 

En aðalatriðið er að það dregur hratt úr aðstoð Tryggingakerfisins ef menn hafa sýnt einhverja fyrirhyggju og heiðarleika í lífinu, önglað saman einhverju til elliáranna og borgað heiðarlega í lífeyrissjóði.

Tökurnar tala sínu máli úr reiknivélinni frá T.R.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það styttist í að ég hætti að vinna. Ég geri ráð fyrir að vont muni bara versna þegar  stóru árgangarnir fara á eftirlaun.

Benedikt Halldórsson, 4.6.2019 kl. 21:16

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Halldór.

Menn geta velt sér upp úr tölum og fengið hvaða niðurstöðu sem þeim sýnist. Það er þó ekki málið.

Hitt skiptir öllu máli og yfirgnæfir allt annað röfl, en það er að þegar lífeyrissjóðir voru settir á stofn var sagt að þeir væri aukatrygging launamanns og ættu ekki að hafa nein áhrif á aðrar greiðslur, hvorki frá ríkinu né neinum öðrum tekjum.

Svona var þetta allt þar til hin "tæra vinstristjórn" tók hér völdin, vorið 2009. Eitt af fyrstu verkum þeirrar ríkisstjórnar var að skerða verulega greiðslur frá tryggingastofnun til elli og örorku greiðslna. Þetta mæltist vissulega illa fyrir og því var hluta skerðingarinnar skilað aftur, en með þeirri kvöð að allar greiðslur frá tryggingastofnun myndu skerðast um krónu á móti krónu, vegna annarra tekna, s.s. greiðslna úr lífeyrissjóð.

Þetta kallaði SJS "einstakar bætur" til þessara hópa, á Alþingi nú fyrir skemmstu!

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 5.6.2019 kl. 09:18

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Nú flytur Steingrímur sjeikspíríska sýningu í dramatík í ræðustól Alþingis til að hrósa Jóhönnu Sigurðardóttur sem besta félagsmálaráðherra sem uppi hefur verið., Jóhanna setti lögin um krónu á móti krónu skerðinguna sem forsætisráðherra  sem tóku gildi 1. januar 2010. Nú er það allt gleymt og Bjarni tekinn við að verja þetta í líf og blóð til að verja þá sem ekkert annað hafa en ellilifeyrinn. 

Halldór Jónsson, 5.6.2019 kl. 11:38

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Benedikt, líklega besnar það ekki.

Halldór Jónsson, 5.6.2019 kl. 11:38

5 identicon

"lífeyrissjóðir voru settir á stofn var sagt að þeir væri aukatrygging launamanns og ættu ekki að hafa nein áhrif á aðrar greiðslur,"

en eru greiðslunar frá TR ekki öryggisnet fyrir þá sem ekki hafa framfærslu annarsstaðar frá annað væru bara borgaralaun eða hvað?

Grímur (IP-tala skráð) 5.6.2019 kl. 11:56

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Af einhverjum ástæðum finnst mér það eðlilegast að allt vinnandi fólk greiði í lífeyrissjóð. Ég held reyndar að það sé skylda. Þeir sem af einhverjum ástæðum eiga ekki réttindi í lífeyrissjóði þurfa hins vegar að lifa á einhverju, og þá kemur ríkisvaldið til skjalanna.

Mér finnst ekki eðlilegt að fólk sem á næg lífeyrisréttindi eða arðbærar eignir sem skila góðum tekjum fái að auki tekjutryggingu úr ríkissjóði. Það þarf einfaldlega ekki á henni að halda, og það verður þá minna úr að spila fyrir hina, sem þurfa á henni að halda.

Umræðan um skerðinguna held ég að sé á villigötum. Annars vegar er talað fyrir skerðingu yfir línuna og hins vegar að hún sé engin. En er ekki réttast að skerðing vegna tekna komi aðeins til þegar tekjurnar eru komnar yfir ákveðin mörk? Þeir sem eru undir þeim mörkum geti aflað sér tekna og haldið tekjutryggingunni, en hjá hinum, sem komnir eru yfir mörkin, skerðist tekjutryggingin beint á móti umframtekjum. Væri það ekki sanngjarnast?

Þorsteinn Siglaugsson, 5.6.2019 kl. 19:44

7 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er hægt að horfa á þessi mál frá mörgum sjónarhornum,en ég hallast að túlkun Þorsteins Sigurlaugssonar á þessu.

það er spurning af hverju ríkið ætti að styðja fólk sem hefur ágætar tekjur af eignum sínum og lífeyrissjóðum.

En eins og Þorsteinn bendir á ,þyrftu skerðingarákvæðin að koma inn seinna.

Maður sem á lítinn lífeyrissjóð þarf ekki endilega að vera ónytjungur og svikari.

Ég er búinn að vinna 44 ár,fyrir utan þrjá vetur í skóla og stundum fyrir töluverðum tekjum. Ég á svo lítinn lífeyrissjóð að ég skammast mín fyrir að segja frá því. Hann nær ekki helmingi af lægstu tölunni sem Halldór notar til viðmiðunar.

Það er ekki af því ég sé svikari,enda hef ég aldrei unnið svarta vinnu. Þetta stafar af því að stjórnendur lífeyrissjóðsins míns voru afglapar og reyndu að ávaxta sjóðinn minn hjá getraunum.

Með öðrum orðum ,þeir keyftu Stoke City.

Gallinn við lífeyrissjóði er að þeir eru iðulega notaðir til að taka skellinn af einkafjárfestum. Þetta er ágætlega þekkt bæði hérlendis og erlendis. Þetta gæti verið skýringin á af hverju æðstu stjórnendur lífeyrissjóða verða of vellauðugir á skömmum tíma. Það er því dálítill hrottaskapur að neyða mann til að borga inn í slíka sjóði.

Borgþór Jónsson, 5.6.2019 kl. 22:42

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Já þú hefur lög að mæla Borgþór, þetta er skelfileg staðreynd sem þú átt ekki sök á.

Halldór Jónsson, 6.6.2019 kl. 03:03

9 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Halldór,

Þeir á Alþingi þarna ættu að gefa út glansbæklingar yfir allar þessar skerðingar. Allar þessar skerðingar er Alþingi kom á aldraða og öryrkja ætti Alþingi að gefa út í vönduðum og fallegum glansbæklingum. Það er betra að menn séu upplýstir um allar þessar skerðingar í boði Alþingis, heldur en að menn séu að fá þessar keðjuverkandi skerðingar svona í bakið aftur og aftur.
Nú og auk þess auðvelda svona bæklingar öllu starfsfólki í stjórnsýslunni með að veita og/eða leiðbeina fólki með allar upplýsingar.   

Í allri þessari norrænu samvinnu og í tengslum við Evrópusambandið, svo og í alla þessari samvinnu á Evrópska efnahagssvæðinu, þá er það mjög mikilvægt að til séu svona bæklingar á öðrum tungumálum, eins og t.d. á dönsku, norsku, þýsku, frönsku og ensku til að sýna líka innflytjendum og öðrum þjóðum hvernig við förum með aldraða og öryrkja, ekki satt? 
KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 6.6.2019 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband