Leita í fréttum mbl.is

Nei, við viljum ekki borga

Ari Trausti.

Trúboðsgrein þín í Fréttablaðinu í dag hljóðar svo:

"Í orðræðunni um loftslagsmál og stjórnvöld heyrast orð eins og aðgerðaleysi og falleinkunn. Það eru orð sem ég tel að séu engum til gagns.

Ég ítreka að loftslagsmálin krefjast hlutlægni og gagnrýni sem er studd rökum og staðreyndum. Vissulega verður að gera betur en okkur hefur auðnast og þangað stefnum við öll. Langur listi aðgerða krefst aukinnar þátttöku, t.d. bæði sveitarfélaga og stjórnvalda.

Í nýjum loftslagslögum eru stjórnarráðið, ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki, auk sveitarfélaga, skylduð til að setja sér loftslagsstefnu, með rúmum tímamörkum og samvinnu.

Aukin þátttaka í andófi gegn loftslagsbreytingum á líka við um almennu fyrirtækin og hún færist vissulega í aukana núna. Innlegg félagasamtaka og almennings til andófsins eru á uppleið. Niðursveiflan í hagkerfinu má aftur á móti ekki hamla okkur. Við þurfum að verja þá fjármuni sem eru settir til þessa í ríkisfjármálum.

En það þarf líka að auka fjármagnið.

Kanna verður hvort ekki beri að setja á tímabundið flatt loftslagsgjald til hliðar við kolefnisgjaldið, sem hækkar hægt, annaðhvort á alla skattgreiðendur í landinu eða á notendur jarðefnaeldsneytis, t.d. flugfélög, útgerðir og flutningsfyrirtæki, á einkaaðila og ótal fyrirtæki.

Ég bendi á að 1.000 kr. frá 250.000 gjaldendum gefa okkur fjórðung úr milljarði, 250 millj. kr. á ári. Þannig að 2.000 kr. eða 3.000 kr. ársframlög, svo hóf lega sé orðað, varða okkur afar miklu. Afrakstrinum væri skipt á ríki, sveitarfélög og fleiri aðila en gengi ávallt beint til aðgerða.

Fyrirkomulagið væri fremur auðvelt að leysa. Nú, tíu árum áður en við eigum að standa við Parísarsamkomulagið, er kominn tími til að skoða svona jákvæða skattheimtu."(feitletranir í texta eru bloggarans).

Broslegt er að þú sem telur þig til vísindamanna skulir tala um gagnrýni sem er studd rökum og staðreyndum.

Þú neitar sjálfur allri gagnrýni á loftslagstrúarbrögðin sem skella skuldinni á útblástur manna á CO2 sem sé að fara með allt vistkerfi jarðar norður og niður. Þú skautar framhjá þeirri staðreynd að magn CO2 í andrúmslofti jarðar hefur ekki verið lægra í 600 milljón ár. Þú neitar þætti sólar í hitastigi jarðar vegna þess að þú trúir á hlýnun jarðar af mannavöldum án þess að skeyta hið minnsta um rök sem ganga þvert á þessar kenningar.

Sem dæmigerður vinstrisinni sem hefur þá lífssýn æðsta að skattleggja og eyða, dettur þér í hug að leggja á okkur skatt sem þú getir ráðstafað eftir dyntum þínum og trúbræðra þinna.

Loftslagstrúin eru ósönnuð vísindi sem fáar staðreyndir styðja. Þvert á móti bendir margt til að hlýnun jarðar eigi sér ýmsar aðrar orsakir en manngerðar. Hið raunverulega vandamál er að haldi mannfjölgunin stjórnlaust áfram ú 7.5 milljarði í 11 eins og horfir verður jörðinni lítt byggileg hvað sem þú streitist við að hemja útblástur nautgripa og þurrkaðs ræktunarlands.

Sem jarðvísindamaður mættirðu fræða okkur um það hversvegna Vatnajökull hét Klofajökull við landnám  og hvað olli  rómverska hlýskeiðinu?

Að Íslendingar eigi að leggja á sig píslir að þínum hætti þegar meirihluti mannkyns gerir nákvæmlega ekkert í þá veru að minnka útblástur sinn og mengun.

Nei við viljum ekki hlaupa á eftir skattheimtuhugmyndum þinum og og ykkar vinstrimanna með því að borga loftslagsgjald á okkar minnstu bræður til að hlaupa á eftir kenjum ykkar og trúboði um loftslagsvá ef þið ætlið ekkert að gera í hinni raunverulegu hættu sem stafar af offjölgun mannkyns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband