Leita í fréttum mbl.is

Í fílabeinsturninum

er sagt að þeir sitji sem allt vita betur en aðrir.

Ef maður væri almennur flokksmaður í stjórnmálaflokki sem fengi svona gusu yfir sig frá grunnmúruðum grasrótarflokksmanni myndu ekki læðast að manni smá-áhyggjur?

Þegar Gunnar Rögnvaldsson skrifar svo frá Borgarfirði:

 

"Eftir stendur að engin rök nema "bara" standa með ríkisstjórninni í orkupakkamálinu. Bara hefur þó líka náð að breytast í fyrirvara sem eru varabarafarsi. Og umræður í eldhúsi urðu að umræðum í slökkvihúsi, þar sem enginn þorði að taka til máls, enda um ekkert að tala af hálfu ráðherraliðsins, nema bara.

Vesalingaveldið í Valhöll þumbast við á meðan allir vita að þar fer bara til vara.

Eftir stendur aðför ríkisstjórnarflokkanna að íslensku þjóðinni, eigum hennar og réttindum, sem ríkisstjórn þeirra reynir að gera að utanþingsmáli, með því að umbylta orkusúrefni þjóðarinnar í vörupakka handa óligörkum til að braska með, á hinum svo kallaða "innri-markaði" Evrópusambandsins, sem eftir 25 ára aðild Íslands að -gegnum EES- leggur enn tolla á íslenskar sjávarafurðir. Þar með liggja jafnvel sjálfar forsendur EES-samningsins í rúst.

Hve lengi menn halda að þeir geti setið á háum launum og skvett "bara" framan í íslensku þjóðina, fer eftir birgðum heimskunnar á baravaralager Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Bara-flokkanna þriggja sem allir sem einn voru á móti sjálfum sér eins og þeir eru orðnir núna; sem ókjörnir embættismenn ESB á Íslandi.

Miðflokkurinn einn stendur í lappirnar - og stendur fast."

Hefði maður ekki áhyggjur af neinu á neðri hæðunum í fílabeinsturninum?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

FRÁBÆRAR SKOÐANIR GUNNARS RÖGNVALDSSONAR frá BORGARFIRÐI varðandi STJÓRNMÁL á ÍSLANDI: STJÓRNMÁL SÝNAST EINKAMÁL FÁRRA Á ALÞINGI VARÐANDI SAMEIGN HEILLAR ÞJÓÐAR Á LÁÐI og LEGI, ÞAR MEÐ TALIN ORKAN,VIRKJANIR og BLÁVATNIÐ. MARGIR SPYRJA SÖMU SPURNINGA UM LANDSSÖLUNA TIL ERLENDRA AUÐKÝFINGA OG ÞJÓÐA. HVAÐ ER EFTIR AF ÍSLANDI - ÉG SPYR MORGUNBLAÐIÐ MITT?.

HVERNIG ERU STJÓRNMÁLAMENN VALDIR Í FLOKKA?. ERU ÞAÐ EFTIRHERMUR EÐA SKEMMTILEGIR FERÐAFÉLAGAR?. ÞAÐ KOSTAR MILJARÐA FYRIR FÁMENNI ÍSLENDINGA "LÁNLEYSIÐ" MEÐ ESB/EES OG SCHENGEN Í BRUSSEL AÐ VIÐBÆTTU HEIMSRUGLI VINSTRI FLOKKA Á HEIMSVÍSU. 

VIÐURKENNUM FRELSIÐ,FULLVELDIÐ OG VERA ÞJÓÐERNISSINNUÐ Í OFURFLOKKI Á ÍSLAND EFTIR NÆSTU ALÞINGISKOSNINGAR.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 9.6.2019 kl. 23:03

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það er eiginlega óhugsandi annað en einhver leiðtoga hinna þriggja stjórnarflokka kasti handklæðinu inn í hringinn og stöðvi djöfulegt ráðabruggið sem blasir nú við öllum.

Sá eða sú mun uppskera ríkulega og halda andlitinu eins og Kínverjar myndu segja, en hinir tveir munu bókstaflega missa alt.

Spurningin er einungis hvort það verður Bjarni, Katrín eða Sigurður sem velur að bjarga sér og sínum?

Jónatan Karlsson, 9.6.2019 kl. 23:24

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Jónatan, mér finnst merkilegt ef Bjarni geriri bara ekki neitt? Og mér finnst nú Sigurður ekki beinlínis tala í gátum? Katrín gerir nú varla nokkurn skapaðan hlut finnst mér. En þá á hún bágt.

Gísli, verður þú nokkuð búínn að gleyma öllu við næstu ksoningar?

Halldór Jónsson, 10.6.2019 kl. 07:17

4 identicon

Blessaður Halldór. Minn besti kostur er að "fyrirgefa". Það er stutt í næstu ALÞINGIS kosningar?. Þegar "græðgi og svik" eru sjánleg í fámennu Landinu OKKAR-gleymist EKKERT.

Góðvinur hringdi í mig varðandi úrsögn úr flokknum okkar. Þau tilheyra stórfjölskyldu. Þau eru varla eina "fólkið"?.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 10.6.2019 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband