Leita í fréttum mbl.is

Afi minn Tryggvi Halldór

Skaptason yfirbókari Landsímans, einn af 3 fyrstu símriturum landsins, trúði á þrennt í heimi,

Guð almáttugan, Ólaf Thors og Sjálfstæðisflokkinn og það að svefninn væri besti læknirinn fyrir kránkan dótturson sinn. Ég sé hann enn fyrir mér brosmildan við rúmgaflinn minn segja þetta.

Hann sat í Fulltrúaráðinu í Reykjavík árum saman. Þegar kom að kosningum hlýddi hann brosmildur á mál manna og sagði svo gjarnan, "Ja alltaf er hann nú bestur Blái Borðinn". 

Hann hafði rétt fyrir sér með svefninn, Ólaf Thors og hugsanlega margt fleira sem við ræddum en sem ég hef ekki skilið til fulls.Hann  gekk við staf vegna gamals fótbrots. Samt fór hann með strætó að Lögbergi á rjúpnaskytterí og lét þá Moggann næst sér á brjóst til vindskjóls.Sá eins og köttur og veiddi vel.

Ólaf Thors hafði ég aldrei hitt fyrr en ég fór í ráðherrabústaðinn 1957 nýstúdent,í boði Hermanns Jónassonar forsætisráðherra sem stóð prúðbúinn í forstofunni og tók á móti gestum. Það hafði borið við að stúdentum væri boðið í glas þarna á 17 júní en nú var það ekki svo heldur mikið kaffiborð.

Þá varð hark mikið í  forstofunni og inn kom maðurinn sem allir þekktu með hárið út í allar áttir og harðan flibba.

Komið hingað allir stúdentar til mín í forstofuherbergið.Til hamingju með áfangann. Ég var held ég neðstur á stúdentsprófinu sagði hann svo en enginn var ánægðari en ég og hló stórkarlalega.

Nú er hann Hermann hérna og tímir ekki að gefa okkur brennivín.Við þurfum að losna við hann og þá höldum við gilli.    

Svo rauk hann fram til Hermanns og sagðist vera búinn að ná  öllum stúdentunum til sín og tilkynnti honum hvað biði hans með ógurlegum hlátrasköllum. Það gustaði svo sannarlega af þessum manni en Hermann tók þessu öllu með þeirri stillingu og virðuleika sem honum var tamt.

Ég skildi hann afa minn þarna mæta vel.Ólafur lét engan ósnortinn.

Eitt sinn hitti ég Unndór Jónsson, þann landsþekkta æringja og eftirhermu og vinnufélaga afa og skutlaði honum bæjarleið í jeppanum.  Þegar hann vissi hver ég var breyttist hann og byrjaði að skemmta mér með sögum af þeim saman.

Þetta orti ég um hann afa þinn sagði hann:

 

Brattgengur bumbuvaxinn

með brosið um allan skrokkinn, 

þín láglendisviska að vonum

vermir Sjálfstæðisflokkinn.

 

Og nú var afi sjálfur kominn í bílinn þar sem Unndór sat:

Helvítið þitt Unndór, ég skal drepa þig Ho Ho.

Þetta var ógleymanleg óvænt uppákoma og  minning um tvo góða menn.

Afi Halldór var heiðblár Sjálfstæðismaður alla tíð og fullveldissinni þó hann hefði sterkar rætur í danskri menningu og húmor,ættaður að austan og sonur Skapta Jósepssonar.

Hann heyrði ekki vel á efri árum. Eitt sinn kom pabbi minn til hans í stofuna og segir við hann: Halldór minn , heldurðu ekki að þú ættir að fá þér höreapparat svo þú fylgist betur með?

Jeg tror nu jeg hörer nok hvad jeg vil höre sagde þá sá gamli.

Í því kom amma Hedda  inn í stofuna og þurfti eitthvað að segja afa til. Þá kímdi sá gamli, kímdi og sagði lágt, Det hænder også at jeg tror jeg har hört nok. Svona gat danskættaður  húmor hans verið.

Hann gladdist ef hann sá glytta í pela. Þá sagði hann gjarnan: Já Hennesy, það er sko alvöru METALL!

Hann var hvers manns hugljúfi það ég vissi og það ljómar af honum í minningu minni. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þetta minnir mig á að pabbi, Lárus bróðir hans og Helgi Sæm. fóru yfirleitt einu sinni á ári til Eyrabakka til að hitta mann og annan eins og t.d. Tótu Gess. (en pabbi var fæddur í Húsinu). Afi var þar faktor (kaupfélasstjóri). Nokkrum sinnum fékk ég þann heiður að keyra þá. Þá var mikið grín og gaman og mikið ort og drukkið. 

Sigurður I B Guðmundsson, 25.6.2019 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband