Leita í fréttum mbl.is

Hversvegna Birgir?

Ármannsson?

Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, ræddi sviptingar innan flokksins vegna orkupakkamálsins á Sprengisandi Bylgjunnar í gærmorgun, sunnudagsmorgun. Í frásögn Vísis.is af þeim umræðum segir m.a. svo:

"Atkvæði verða greidd um þriðja orkupakkann 2. september og Birgir segir þingmenn þurfa að fara vel yfir málið með sjálfstæðismönnum fyrir þann tíma.

Hversvegna Birgir Ármannsson liggur ykkur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins svona á að rústa Sjálfstæðisflokknum með því að berja O3 í gegn ofan í okkur?

Enginn ykkar hefur getað bent á neina tapaða kosti sem fylgja því fyrir Ísland að berja þetta í gegn um Þingið?

Af hverju liggur ykkur svona á að fremja pólitískt Hara-Kiri?Hvað eða hver er á bak við þessa stjórnvisku?

Þarf ekki flokkurinn að sækja sér atkvæði? Eða er hann hæfilega stór fyrir ykkur núna?

Ef enginn er kosturinn hversvegna þá ekki bara að slá þetta út af borðinu?

Þjóðin né flokkurinn vill þetta greinilega ekki.Svo hversvegna?

Lærðuð þið ekki regluna um kommusetninguna í enskum stíl  í gamla daga?

When in doubt, leave it out.

Hvað er að ykkur?

Hversvegna látið þið svona Birgir?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Það er enginn hætta á að hann svari þér þó svo að honum  yrði bent á þetta blog þitt. Dapurlegt en satt!

Sigurður I B Guðmundsson, 25.6.2019 kl. 17:39

2 identicon

Svaraðu nú Birgir. Það bíða margir eftir þessu svari og hafa beðið lengi.

Barði Ólafsson (IP-tala skráð) 25.6.2019 kl. 17:42

3 identicon

Verða hugsjónir ekki alltaf áttaviltar nálægt peningum

"33 millj­ón­ir evra, um 7% af heild­ar­fram­lög­um ráðsins"

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/06/25/greiddu_atkvaedi_med_fullri_adild_russa/

Grímur (IP-tala skráð) 25.6.2019 kl. 18:06

4 identicon

Sæll gamli skoðanabróðir

Ég skal svara fyrir Birgi. Það stafar nefnilega engin hætta af OP3 og við viljum endilega vera í EES. Svo einfalt er það. Við skulum svo spjalla prívat um andstöðuna. Hún er af misjöfnum toga, svo mikið er víst. En þeir sem vilja úr ESS eiga bara að segja unga fólkinu það, hreint og klárt. -

En ... deja vu ...

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2006/03/08/litid_saxast_a_maelendaskra_i_umraedu_um_vatnalog/

„Með aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið var tekin ákvörðun um að lögleiða í íslenskan rétt hluta af rétti Evrópusambandsins. Sem stendur er unnið að lögleiðingu vatnatilskipunar ESB frá 2000 (Water Framework Directive (2000/60/EC)) hér á landi “ sagði í grg. með frumvarpinu.

Ég kann á hinn bóginn ekki á þessar miklu hættur sem vatnalögin ku hafa valdið; a.m.k. er ekki búið að einkavæða vatnsveiturnar enn eins og spáð var að vofði yfir yrðu þau samþykkt.

EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 26.6.2019 kl. 08:23

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Einar

Þú færir ekki fram rök sem sannfæra mig þegar þú fullyrðir:

Ég skal svara fyrir Birgi. Það stafar nefnilega engin hætta af OP3 og við viljum endilega vera í EES. Svo einfalt er það. Við skulum svo spjalla prívat um andstöðuna. Hún er af misjöfnum toga, svo mikið er víst. En þeir sem vilja úr ESS eiga bara að segja unga fólkinu það, hreint og klárt. 

Ég er bara ósaamála þessu eins og flestum hrágleypingum hjá fullvalda þjóð.Ég hækka ekki afsláttinn á RP ef mig vantar að losna við HP.Mínir hagsmunir koma fyrst.

Halldór Jónsson, 26.6.2019 kl. 11:51

6 identicon

Gott og vel. Hverjar eru þá t.d. þrjár meginástæður þess að þú ert á móti OP3? Hver er áhættan?

EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 26.6.2019 kl. 14:02

7 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Skil ég það rétt hjá þér að ef við segjum nei við O3 þá verðum við rekin úr EES Einar? 

Sigurður I B Guðmundsson, 26.6.2019 kl. 14:18

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverju snýrðu sönnunarbyrðinni við yfir á mig Einar minn?

Þú vilt ekki tíunda nauðsynina á að samþykkja allt, hvað þá afleiðingarnar af hinu?

Halldór Jónsson, 26.6.2019 kl. 15:01

9 identicon

Sælir

Mín skoðun er sú að í fyrsta lagi þurfi haldbæra ástæðu til að hafna EES gerðum. Í öðru lagi eigi strax að hafa uppi mótbárur, ekki eftir 9 ára ferli. Slíkt kynni þó að vera afarkostur, hafi ríkisstjórn þrátt fyrir fram komnar mótbárur á þingi samþykkt slíka gerð.

Hvað OP3 varðar tel ég nr. 1 eiga við; engin haldbær ástæða til að hafna OP3.

EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 26.6.2019 kl. 16:25

10 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Vill einhver vera svo góður að svara mér?? Hvar er Birgir og hvar er Einar og allir hinir!!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 26.6.2019 kl. 18:44

11 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ætli lagið: Silenc is golden með The Tremelos sé í uppáhaldi hjá O3 sinnum!!

Sigurður I B Guðmundsson, 26.6.2019 kl. 21:44

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Engin haldbær ástæða. Enginn haldbær kostur heldur?

Halldór Jónsson, 26.6.2019 kl. 23:42

13 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þögnin er yfirþyrmandi!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 27.6.2019 kl. 15:49

14 identicon

Einhver öfl eru svo sterk og gráðug innan Sjálfstæðisflokksins,

að þeim er sama þó flokkurinn rústist. 

Þau öfl hafa keypt upp þingmenn flokksins.

Hvað óbreyttir sjálfstæðismenn ætla að gera við þær aðstæður

er nú þegar byrjað að koma í ljós.

Einhverjir munu einfaldlega láta vera að setja x við D,

bölva og bera harm sinn í hljóði.

Aðrir eru nú þegar byrjaðir að segja sig úr flokknum,

þar sem forystan situr sem fastast

og þegir í þunnu og uppkeyptu hljóði.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.6.2019 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband