Leita í fréttum mbl.is

Verðlagið á Íslandi

hefur mér oft fundist að sé hér pí-sinnum hærra en í Florída almennt.

Einn vinur minn þar segist vera frekar farinn að panta vörur á Amazon heldur en að fara yfir götuna í stórmarkaðina þar. Varan  kemur daginn eftir og ekki dýrari heimsend.

Ég kaupi í vaxandi mæli mínar vörur til Íslands á Amazon. Ég myndi kaupa nýlenduvörur ef þeir væru ekki með tiktúrur gagnvart sendingum til Íslands, senda ekki English Muffins hingað sem dæmi.

Styrmir Gunnarsson veltir þessu fyrir sér:

"Það er ekki nýtt að verðlag sé hátt á Íslandi samanborið við önnur Evrópulönd. Í frétt í Morgunblaðinu í dag segir að það sé nú hæst.

Þannig hefur það verið á okkar dögum og kannski öldum saman.

Þar er ekki bara kaupmönnum um að kenna. Markaðurinn er örsmár og þess vegna er innkaupsverð tiltölulega hátt. Flutningskostnaður er töluverður og jafnframt er verulegur kostnaður fólginn í því að liggja hér með miklar birgðir, sem hreyfast hægt í sölu. Og samkeppni hefur verið lítil. Hin svonefndu "lögmál markaðarins" hafa tæpast virkað hér.

En veröldin er að breytast. Gleraugu hafa alltaf verið dýr hér. Nú er hægt að panta þau frá Hong Kong fyrir brot af því verði, sem á þeim er hér. Hið sama á við um skó, sem kosta brot af því, sem þeir kosta hér. Og þannig mætti lengi telja.

Netverzlun er að breyta miklu. Og ekki ósennilegt að verzlunum fari fækkandi vegna þess að með netverzlun byrja lögmál markaðarins að virka. Hvað verður um allt það húsnæði, sem lagt er undir verzlanir? 

Reyndar hafði Birgitta Jónsdóttir, fyrrum alþingismaður, orð á því í ræðu á útifundi á Austurvelli fyrir nokkrum vikum, að munur á framfærslukostnaði hér og annars staðar væri minni en ætla mætti við fyrstu sýn vegna þess að kostnaður við rafmagn og hita væri miklu lægri hér en hún hefur búið í mörgum löndum víða um heima."

Heimurinn og verslunin  er að breytast.Það er svo margt að gerast í heimsversluninni að hérlendis verður margt óþekkjanlegt innan tíðar eins og Styrmir bendir á.

Verðlagið á Íslandi líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Er það eðilegt að það sé sama verð t.d. í Bónus úti á landi og í Reykjavík? Auðvita ekki. Þessar stóru verslunarkeðjur hafa heljar tök á heilsölum. Ég seldi öllum þessum aðilunum á sínum tíma og veit hvernig þetta er. Í stuttu máli mundi verðlag á Íslandi lækka ef við hefðum ekki eina "keðju" sem var með yfir 50% af markaðanum en núna eitthvað minna. 

Sigurður I B Guðmundsson, 26.6.2019 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 3420142

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband