Leita í fréttum mbl.is

Á almenningur ekki neitt?

í  hagnaðinum af Bláa Lóninu?

Kemur ekki vatnið frá almenningi? Skapaði Grímur Sæmundsen Hitaveitu Suðurnesja?

"Hagnaður Bláa lónsins hf. árið 2018 eftir skatta nam rúmlega 3,7 milljörðum króna og var veltan 17,4 milljarðar króna. Þá var eiginfjárhlutfall félagsins 56%. Hluthafar fá greiddan út arð sem nemur 4,2 milljörðum króna, að því er fram kemur í ársskýrslu félagsins.

Hagnaður Bláa lónsins fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) nam 5,6 milljörðum króna. Eignir Bláa lónsins eru skráðar rúmar 22 milljarðar króna og var handbært fé frá rekstri 5,2 milljarðar."

Bláa Lónið er þjóðarstolt. En var það ekki almenningur sem lagði grundvöllinn? Á hann ekkert skilið?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Fær ríkið ekki skatta af hagnaði og af launagreiðslum og sveitarfélagið útsvar og fasteignaskatt. Það hlítur að vera dágóð upphæð

Eggert Guðmundsson, 2.7.2019 kl. 17:49

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Fyrirtækið borgar væntanlega SKATTA af þessu öllu

sem að renna í sameiginlega sjóði?

Jón Þórhallsson, 2.7.2019 kl. 18:12

3 identicon

Almenningur menntaði allt það fólk sem starfar hjá fyrirtækjum landsins, enginn greiðir fyrir það. Almenningur borgaði fyrir alla vegi í landinu, enginn greiðir fyrir notkun á þeim. Ísland er land þitt en ekki greiða bændur fyrir afnotin. Almenningur reisti sjúkrahúsin og þarf að taka á sig megnið af rekstrarkostnaðinum. Almenningur vinnur heiðarlega fyrir sínum launum og þarf svo að halda uppi gagnslausum gamlingjum sem ekkert gera annað en heimta meira.

Auðlindagjöld á öll fyrirtæki, kílómetragjald á alla bíla, beitargjald á allan búfénað, fullt gjald fyrir veitta heilbrigðisþjónustu og gamlingjarnir geta séð um sig sjálfir.

Það er margt óréttlætið þegar maður telur sig eiga eitthvað sem hvergi er skráð og ekki vera skuldbundinn öðrum þjóðfélagsþegnum.

Vagn (IP-tala skráð) 2.7.2019 kl. 19:36

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sagan af litlu gulu hænunni á einkar vel við um þá sem byggðu þetta merka fyrirtæki upp með því að gera affallið frá Svartsengi að vinsælasta ferðamannastað landsins.

Þorsteinn Siglaugsson, 2.7.2019 kl. 20:19

5 identicon

Takk fyrir þínar þörfu og góðu spurningar Halldór í þessum pistli.

Græðgi Gríms er á pari við Engeyingana.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 2.7.2019 kl. 23:59

6 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Fjármálakerfið bjó til kreppu 2008, og hirt það sem hægt var af Bæjarfélögunum, heimilunum og atvinnurekstrinum.

slóð

Kreppufléttan, endurtekið

Þá misstu Bæjarfélögin tökin á fyrirtækjunum sínum, og þá Bláa lóninu.

Nú virðist stefnt á orkulindirnar, og reyndar allt sem hægt er að gera sér mat úr.

Það þótti með eindæmum þegar norðurljósin voru seld í Englandi á sínum tíma, og hristu menn hausinn yfir heimskunni.

Nú borgum við rafmagnsreikning, með kjarnorku, kolaorku, olíuorku og gasorku, allt í plati, en víxlararnir græða á öllu saman.

Þarna virðist stefnan vera: SPILUM á fíflin, við höfum þau í fjósinu.

Mikið gaman.

slóð

Alltaf þegar til er flókið kerfi eins og orkumarkað urinn þá á fólk eftir að pota í það og sjá hvað virkar. Ég lifði samkvæmt þessu: Ef maður stjórnaði ekki markaðnum með brögðum, þegar maður hafði aðgang að vélabrögðum, þá var öskrað á mann.“

17.4.2019 | 09:29

Egilsstaðir, 03.07.2019  Jónas Gunnlaugsson

Víxlararnir seldu hæstbjóðanda

Jónas Gunnlaugsson, 3.7.2019 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband