Leita í fréttum mbl.is

Mikil er trú þín kona

"Gripið verður til viðamikilla aðgerða til að auka kolefnisbindingu og efla lífríkið hér á landi. Í því skyni á m.a. að tvöfalda umfang landgræðslu og skógræktar og auka endurheimt votlendis.

Ríkið mun vinna að fjölbreyttum verkefnum um allt land í samvinnu við bændur, félagasamtök o.fl. Lögð verður áhersla á vernd lífríkis og endurheimt vistkerfa ásamt mælanlegum loftslagsávinningi.

Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra í gær. „Með því að leggja stóraukna áherslu á kolefnisbindingu getum við um leið dregið verulega úr losun hér á landi og þarna getur Ísland markað sér ákveðna sérstöðu. Við erum ekki aðeins með það að markmiði að uppfylla Parísarsamkomulagið og ákvæði þess heldur líka að Ísland verði kolefnishlutlaust eigi síðar en 2040,“ sagði Katrín.

Hún benti á að Ísland væri í fararbroddi ásamt öðrum ríkjum sem settu sér það markmið að verða kolefnishlutlaus árið 2040. 2,1 milljarði króna verður varið í þessar aðgerðir næstu fjögur árin.

Þetta er annar af tveimur meginþáttum áætlunar ríkisstjórnarinnar í aðgerðum í loftslagsmálum. „Það sem við höfum verið að skoða hér á Íslandi bendir til þess að við getum dregið verulega úr magni kolefnis í loftinu með bindingu. Það er ástæðan fyrir því að við leggjum áherslu á rannsóknirnar meðfram þessu, að við getum sýnt fram á raunverulegan árangur,“ sagði Katrín.

Ný verkefni í undirbúningi

Lögð verður áhersla á að draga úr losun sem kemur frá landi. „Það felst meðal annars í því að moka ofan í skurði og endurheimta þar með votlendi. Það getur líka falist í því að ráðast í landgræðslu- og skógræktaraðgerðir á landi sem losar kolefni. Þannig sláum við tvær flugur í einu höggi; bæði aukum bindinguna og lokað verður fyrir losunina,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.

Fé verður sett í rannsóknir og vöktunarverkefni og verkefni sem eru þegar til eins og t.d. Hekluskóga og Bændur græða landið. „Við erum líka að búa til ný verkefni í líkingu við Hekluskógaverkefnið. Við ætlum að hjálpa náttúrunni að hjálpa sér sjálf, koma henni af stað,“ sagði Guðmundur. "

Koldíoxyd hefur ekki verið lægra í lofthjúpi jarðar í 600 milljón ár heldur en núna. Þetta fólk göslast áfram í milljarðabrennslu okkar skattfjár á grundvelli ósannaðra trúarkennisetninga um hamfarahlýnun jarðar af mannavöldum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já það verða gríðarleg átök við að koma lofttegund sem er 0,04 prósent af gufuhvolfinu undir rauðar hendur.

Hver heldur þú Halldór að nenni að hlusta á þessar þvælur um loftslagsmál og ímyndunarveiki tölfræðinga á launum hjá skattgreiðendum. Þetta er úthverf bankabóla og öll fjölmiðlun og geðhvarfapóltík stjórnmálamanna um hana er því í samræmi við það.

Þetta er kosningatapari þetta mál. Algjör þvæla á borð við það sem réði hér för frá 2002-2008. Lengra nær málið ekki. Þvæla.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 3.7.2019 kl. 10:31

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Að vanda segir þú sannleikann umbúðalaust  Gunnar Borgfirðingur. Og nýbúið að sanna að framræst land hefur verið gríðarlega oftalið, hugsanlega vegna styrkjasvindls, auk þess sem framræst land hættir mjög fljótt að gefa frá sér co2 

Halldór Jónsson, 3.7.2019 kl. 11:27

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nýbúið er að birta graf hér á síðunni, sem sýnir hraðasta vöxt co2 í andrúmsloftinu undanfarna áratugi, sem þekkst hefur í hundruð þúsunda ára. 

Ómar Ragnarsson, 3.7.2019 kl. 11:56

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Breytir engu um mína fullyrðingu.Hröðun er á örsmæðaraskala.

Halldór Jónsson, 3.7.2019 kl. 13:05

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já þetta er allt á sömu bókina lært Halldór.

Ef að Intel segir að i7 örgjörvinn sé 30 prósent hraðvirkari en i5, þá er hann það. Og fólk skilur það. 

En ef að læknir segir að líkurnar á því að fá hjartaáfall við það að taka íbúfen aukist um 20 prósent, þá þýðir það hins vegar ekki hið sama. Því ef að líkur persónu á að fá hjartaáfall eru 1 prósent áður en hún tekur ibúfen þá eru þær 1,2 prósent á eftir, miðað við til dæmis grjót sem aldrei fær hjartaáfall og hefur ekki hjarta. Og svo er það tíminn, því þessar líkur segja ekkert um það hverjar líkurnar eru á hverri klukkustund.

Líkurnar á að aukning um X í 0,04 prósentum af gufuhvolfinu muni þýða Y-breytingu á hitastigi jarðar, sem enginn veit hver er, né hver á að vera, þá er það heimsmet í þvælu og sértaklega vísindapólitískri þvælu.

Þetta er það sama og sagt var um seðlabanka frá og með 2001: að sjálfstæði þeirra myndi tryggja fjarveru áfalla. Það var þvæla eins og súper-strengjakenning kjarneðlisfræðinga jarðar var líka þvæla. Þeir hegðuðu sér eins og hagfræðingar. Enda bara menn, sem þurfa að hafa tekjur eins og aðrir, og margir þeirra með óhreint sakavottorð og krónískir lygarar og oftast án þess að vita af því sjálfir. Og oft barnaþroskaðir líka.

Enginn ætti að trúa þessu fólki sem heldur firrunni um loftslagsbreytingar af mannavöldum fram. Það fólk hefur ekki hugmynd um hvað það er að tala.

Kveðja aftur og enn betri núna (hlýrri).

Gunnar Rögnvaldsson, 3.7.2019 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband