Leita í fréttum mbl.is

Er Þorgerði treystandi?

og þá fyrir hverju?

Við treystu henni fyrir varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum.

Hún sveik okkur og hunzaði lýðræðið. 

Nú segist hún vera handhafi traustsins?

Svo segir í Stundinni:

"Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir Sjálfstæðisflokkinn ekki geta borið ábyrgð á framkvæmd EES-samningsins lengur vegna innanflokksátaka. Ritstjórar Morgunblaðsins ýti undir sundrungu í flokknum þegar komi að þriðja orkupakkanum og flokkurinn sé nú klofinn.

Þetta kemur fram í grein Þorgerðar í Fréttablaðinu í dag. Í greininni segir hún ljóst að þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni samþykkja innleiðingu orkupakkans í ágúst, en ný tilefni verði fundin til þess að viðhalda átökunum um EES-samninginn í kjölfarið.

Segir Þorgerður að ritstjórar Morgunblaðsins, þeir Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen, hafi sérstaklega beitt sér gegn Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur ráðherra og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.

„Athyglisvert er að ritstjórarnir hafa kappkostað að lítillækka ritara og varaformann Sjálfstæðisflokksins sem hafa verið öflugir talsmenn innleiðingar og alþjóðasamstarfs,“ skrifar hún. „Þær eru sagðar svo óskýrar í hugsun, ungar og óreyndar að engum hefði á árum áður dottið í hug að fela slíku fólki trúnaðarstörf af þessu tagi.“

Þorgerður segir að Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sé í vandræðum og geti ekki friðað „afturhaldsöfl“ flokksins. „Þá spotta og hæða ritstjórarnir formann Sjálfstæðisflokksins með því að benda í sífellu á að hann hafi verið á móti málinu í byrjun en sé því nú fylgjandi – af óskiljanlegum ástæðum.“

„Hvaða mál verður tekið í gíslingu næst?“

Loks segir Þorgerður ólíklegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni aftur standast þrýsting baklandsins í hvaða máli sem það verður sem komi á eftir orkupakkamálinu.

„Á síðustu öld var Sjálfstæðisflokkurinn óumdeilanlega kjölfestan þegar kom að utanríkispólitík landsins,“ skrifar hún. „Þetta eru því einhver mestu málefnalegu hamskipti sem orðið hafa í einum stjórnmálaflokki.

Kjarni málsins er sá að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki og munu ekki á næstu árum hafa nægjanlegan stuðning í baklandinu til þess að geta borið ábyrgð í ríkisstjórn á framkvæmd EES-samningsins. Það sjá allir. Hvaða mál verður tekið í gíslingu næst?“

Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur treysta Sjálfstæðismenn seint aftur fyrir einu né neinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Er Þorgerði Katrínu treystandi? Svo spyr Jón Magnússon Hrl.:

Við vorum  ofboðslega rík fram eftir ári 2008. Þá fór fína fólkið með Þorbjörgu Katrínu Gunnarsdóttir ,sirkusstjóra dansins í kringum gullkálfinn, í skrúðgöngu til að fagna handboltalandsliði eftir að Þorgerður hafði flogið tvisvar til Peking í Kína með eiginmanni sínum millistjórnanda í Kaupþingi á kostnað skattgreiðenda til að horfa á tvo handboltaleiki. Það skipti ekki máli að hennar mati af því að við vorum svo rík. 

Halldór Jónsson, 5.7.2019 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband