4.7.2019 | 15:19
Heimssýn taki af skarið.
á afgerandi hátt.
Hefji baráttu fyrir sjálfstæðu og óháðu Íslandi sem er ekki að kaupa sér viðskiptahagsmuni, bæði rétt metna og ofmetna, með réttindaafsali fullvalda ríkis.
Hefur verið sýnt fram á það með óyggjandi rökum að EES hafi fært okkur einhverja ótvíræða kosti umfram þá sem sem við hefðum ekki getað fengið með tvíhliða samningum eins og núna hljóta að vera framundan gagnvart Stóra-Bretlandi eftir Brexit?
Hvað í þessari greinargerð Heimssýnar á ekki við í EES-málinu eins og í afstöðunni gagnvart inngöngu í ESB?:
1. Fullveldisframsal
Með aðild að ESB færist vald yfir veigamiklum þáttum fullveldis okkar til Brussel. Dæmi: 1) yfirráðin yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu; 2) rétturinn til að gera fiskveiðisamninga við önnur ríki; 3) rétturinn til að gera viðskiptasamninga við önnur ríki; 4) rétturinn til að afnema tolla eða leggja á tolla; 5) æðsta dómsvald til ESB-dómstólsins o.s.frv. ESB-aðild er þess eðlis að hún útheimtir breytingu á stjórnarskrá Íslands í grundvallaratriðum. Það væru mikil afglöp gagnvart komandi kynslóðum ef við afsöluðum fullveldisréttindum þjóðarinnar í hendur öðru ríki eða ríkjasambandi. Ákvörðun um ESB-aðild má því ekki taka út frá skammtímasjónarmiðum, svo sem aðsteðjandi kreppu eða vandamálum tengdum gengi krónunnar, heldur verður að horfa áratugi fram í tímann og minnast þess að einmitt í krafti sjálfstæðis bætti þjóðin lífskjör sín frá því að vera ein fátækasta þjóð Evrópu og til að verða ein sú ríkasta.
2. Nýtt stórríki
Seinustu sex áratugi hefur ESB þróast hratt og fengið öll helstu einkenni nýs stórríkis sem stjórnað er af forseta og ríkisstjórn, þingi og æðsta dómstól og hefur sameiginlega utanríkisstefnu og fiskveiðilögsögu, landamæraeftirlit, stjórnarskrá, fána og þjóðsöng og stefnir að einum gjaldmiðli. Ekkert bendir til þess að þessi þróun sé á enda runnin. Meginmarkmiðið með framsali aðildarríkjanna á mikilvægustu þáttum fullveldis síns til miðstjórnarvaldsins í Brussel er að byggja upp nýtt risaveldi sem þjónar innri þörfum Sambandsins, þ.e. þeirra hagsmuna og viðmiða sem þar eru ríkjandi. Réttarstaða aðildarríkjanna verður hliðstæð fylkjunum í Bandaríkjum Ameríku sem hafa sjálfstjórn í vissum málaflokkum en búa við skert sjálfstæði og sterkt alríkisvald.
3. Völd litlu ríkjanna fara minnkandi
Völd lítilla ríkja í ESB fara smám saman minnkandi en völd hinna stóru vaxandi. Stefnt er að
meirihlutaákvörðunum í stórauknum mæli með hliðsjón af íbúafjölda aðildarríkjanna. Ísland fengi 3 atkvæði af 350 í ráðherraráðum, þar sem mikilvægustu ákvarðanir eru teknar, og 5 atkvæði af 750 á ESB-þinginu. Sjálfstæð rödd Íslands myndi að mestu þagna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Því fámennara og áhrifaminna sem aðildarríki eru þeim mun meiri er skerðing sjálfstæðisins og hvergi yrði sú skerðing jafn tilfinnanleg og hér, m.a. vegna þess hve sjávarútvegur vegur þungt í efnahagslífi okkar og orkuauðlindirnar eru miklar og vannýttar. Hætt er við að Ísland verði eins og hreppur á jaðri risaríkis þegar fram líða stundir.
4. Samþjöppun valds í ESB
Í ESB hefur mikið vald færst til embættismanna í Brussel og til ráðherra sem taka veigamestu ákvarðanir. Þingið hefur fyrst og fremst staðfestingar- og eftirlitsvald. Almennir þegnar í aðildarlöndunum hafa því lítil áhrif á þróun mála og afar dræm kosningaþátttaka til þings ESB sýnir hve framandi og fjarlægt Brusselvaldið er þeim. Lýðræðishallinn í ESB er ein og sér næg ástæða til að hafna ESB-aðild. Valddreifing er tímans kall en sívaxandi valdasamþjöppun í miðstýrðum stofnunum ESB sem að litlu leyti lúta eftirlitsvaldi kjósenda er tilræði við þróun lýðræðis í Evrópu. Á Íslandi geta kjósendur fellt ríkisstjórn sem þeim líkar ekki við en í ESB hefðu þeir engin áhrif á hverjir yrðu hinir nýju yfirboðarar landsmanna.
5. Valdamiðstöðin er fjarlæg
Fjarlægð Íslands frá valdamiðstöðvum ESB og þekkingarleysi embættismanna þar á íslenskum aðstæðum minnir okkur á hve fráleitt er að Íslandi sé stjórnað úr 2000 km fjarlægð. Hætt er við að brýnar ákvarðanir sem varða okkur Íslendinga miklu velkist oft lengi í kerfinu í Brussel og það gæti orðið okkur til mikils skaða, t.d. í sjávarútvegsmálum og á öðrum sviðum auðlindanýtingar. Margar ESB-reglur henta Íslendingum alls ekki vegna smæðar íslensks samfélags og ólíkra aðstæðna í fámennu landi. Skemmst er að minnast ESB/EES-reglnanna um bankakerfið og ábyrgð íslenskra skattgreiðenda á glórulausum rekstri einkabanka á erlendri grund. Það reyndist baneitrað regluverk fyrir smáþjóð eins og Íslendinga. Við þurfum að geta sniðið okkur stakk eftir vexti og valið það sem okkur hæfir best.
6. Atvinnuleysið er eitt helsta einkenni ESB
Stórfellt atvinnuleysi er eitt helsta einkenni á atvinnulífi ESB og fylgifiskur aðildar vegna þess hve vinnumarkaður í ESB er þunglamalegur og hefur lítinn sveigjanleika. Atvinnuleysið sem skollið hefur á hér á landi hefur verið daglegt brauð í mörgum ESB-ríkjum undanfarna áratugi. Einnig hafa mikilvægir þættir vinnuréttar flust frá aðildarríkjum til ESB upp á síðkastið samkvæmt dómum ESB-dómstólsins.
7. Óhagkvæmt myntsvæði fyrir Ísland
Óhagræðið af sameiginlegri vaxta- og peningastefnu á evrusvæðinu þrátt fyrir mismunandi
efnahagsaðstæður í aðildarlöndum ýtir enn frekar undir atvinnuleysi í jaðarríkjunum. Ýmislegt bendir til þess að ESB sé í raun ekki hagkvæmt myntsvæði, hvað þá að svæðið sé hagvkæmt myntsvæði fyrir Ísland. Án þeirrar aðlögunar sem fæst í gegnum gengi krónunnar er víst að Íslendingar yrðu mun lengur að ganga í gegnum hagsveiflur, ekki hvað síst jafn miklar og við nú búum við. Auk þess mun líða langur tími, jafnvel áratugur þar til við uppfyllum Maastrichtskilyrðin og gætum tekið upp evru, ekki síst vegna mikillar skuldsetningar ríkissjóðs eftir að ESB þvingaði okkur til að samþykkja ICESAVE kostnaðinn.
8. Úrslitavald yfir auðlindum
Það er grundvallarregla hjá ESB að stofnanir þess hafa úrslitavald um varðveislu lífríkis sjávarauðlinda í samræmi við sameiginlegu fiskveiðistefnuna. Allt tal um að Íslendingar geti fengið varanlega undanþágu frá þessari meginreglu er ábyrgðarlaus áróður. Mörg aðildarríki hafa sótt það fast en ekkert þeirra fengið annað en tímabundna aðlögun. Lögsaga Íslendinga yfir auðlindum sjávar umhverfis landið er sjö sinnum stærri en landið sjálft. ESB fengi úrslitavald um hámarksafla sem leyfður yrði, veiðitegundir, veiðisvæði og veiðitíma. Reglum um hlutfallslegan stöðugleika (hliðsjón af veiðireynslu) getur meirihluti ráðherraráðsins breytt þegar henta þykir og er það einmitt nú til umræðu. Rétti komandi kynslóða til fiskimiðanna yrði stefnt í mikla hættu. ESB er að breytast mjög hratt og sú þróun stöðvast ekki þó að Ísland gangi inn. Líklegt er talið að reglur um sjávar- og orkuauðlindir eigi eftir að breytast.
9. Hernaðarveldi í uppsiglingu
Í Lissabonsáttmálanum, sem verður ígildi stjórnarskrár ESB, eru heimildir fyrir Evrópusambandsher. ESB gerir ráð fyrir að í framtíðinni þurfi Sambandið að efla hernaðarmátt sinn og áskilnaður er í grein 42. í Sambandssáttmálanum (The Treaty on European Union, TEU) að stofnaður verði her til að gæta hagsmuna ESB, bæði í Evrópu og annars staðar.
10. Kvótalaust sjávarþorp?
ESB-aðild útheimtir að opnað sé fyrir fjárfestingu erlendra fyrirtækja í sjávarútvegi. Íslensk útgerð er mjög skuldum vafin og í erfiðu árferði gætu veiðiheimildir auðveldlega safnast á hendur erlendra auðfélaga og arðurinn (virðisaukinn) þannig flust úr landi. Ísland gæti því breyst í kvótalaust sjávarþorp, eins og nýlega var bent á.
11. Samningsrétturinn glatast
Um þriðjungur af verðmæti sjávaraflans fæst úr svonefndum deilistofnum sem flakka úr einni lögsögu í aðra. Hingað til höfum við Íslendingar haft samningsrétt við önnur ríki, svo og ESB, um veiðar úr þessum stofnum. Við ESB-aðild myndum við framselja það vald til yfirstjórnar ESB. Nýjar tegundir bætast við lífríkið í lögsögu Íslendinga með hækkandi hitastigi sjávar, t.d. nú seinast makríll. Ef við hefðum afhent ráðamönnum ESB samningsréttinn og hlýtt boðum þeirra og bönnum væri nær ekkert veitt hér af þessum tegundum, t.d. kolmunna sem skilað hefur tugmilljarða króna virði í þjóðarbúið á hverju ári.
12. Þungt högg fyrir landbúnaðinn
Íslenskur landbúnaður veitir okkur öryggi í fæðuframleiðslu af miklum gæðum auk þess sem hann styrkir jöfnuð okkar í viðskiptum við aðrar þjóðir og heldur uppi atvinnu og byggð í landinu. ESB-aðild yrði þungt högg fyrir landbúnaðinn sem sviptur yrði tollvernd. Samdráttur í búvöruframleiðslu myndi valda auknu atvinnuleysi víðs vegar um land í sveitum og þéttbýli sem byggir afkomu sína á framleiðslu landbúnaðarafurða. Eftir hrun fjármálalífsins er nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að spara gjaldeyri og draga úr atvinnuleysi í stað þess að auka innflutning á kostnað innlendrar framleiðslu og hækka heildargreiðslu til atvinnuleysisbóta."
Hvað er það í þessu sem veldur ofsafengnum viðbrögðum EES trúarsinna eins og á RÚV og Birni Bjarnasyni og skoðanabræðrum hans í EES-söfnuðinum.
Er ekki kominn tími til að samtök eins og Heimssýn taki hlutlæga afstöðu til kosta og galla EES-málsins eins og ESB aðildarinnar og taki ekki öllu sem stórasannleika um ágæti EES?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Þetta er mjög góð samantekt frá Heimssýnarmönnum.
Ég tek líka undir orð þín, Halldór, í næstsíðustu klausunni ("Hvað er það ... EES-söfnuðinum").
Ég er sammála þér (ólíkt Miðflokknum og sennilega flestum eða öllum flokkum á Alþingi) að EES-samningurinn er um margt okkur til mikils baga og óhagræðis, og sjálfur efast ég um meintan gróða af honum, þegar allt er saman reiknað, enda hefur sitthvað komið fram síðasta misserið um verulegt fjárhagstap af honum. Hvorki kæra Bretar né Svisslendingar sig um EES-samninginn, og ekki báðu Grænlendingar um hann, þegar þeir gengu úr Evrópusambandinu!
Jón Valur Jensson, 4.7.2019 kl. 15:37
Þetta er mjög góð samantekt hjá þér Halldór og tímabært að EES samningurinn verði skoðaður af einhverri alvöru. Það er með mjög einföldum rökum hægt að sýna fram á að þessi samningur hefur STÓRSKAÐAÐ okkur hin síðari ár. Ég hef Verið að lesa bækur, sem fjalla um upphaf og sögu ESB, mér fannst svo margt koma þar fram að ég fór út í það að skrifa heilmikla grein um þetta (ég er búinn með um það bil 60-70% af þessu). Ég reikna með að þegar þetta er búið verði þetta 8-9 blaðsíður. Eins og ég sagði áðan þá er þarna margt sem kemur mjög á óvart, svo ekki sé nú meira sagt.
Jóhann Elíasson, 4.7.2019 kl. 16:57
Hún þyngist stöðugt undiralda ættjarðarsinna og er við það að brotna og flæða yfir Esb-gervikerfið eftir að því tókst að freista "Braveheart" og leiða í æðsta(s)trumps embætti álfunnar,eða þannig les ég þennan pólitíska óhugnað. Hér eruð þið þrír öflugir og tími kominn til að sameinast í björgun lands okkar.
Gott hjá þér Jóhann að taka saman staðreyndir sem sanna skaðsemi þessa EES samnings.Það er kominn tími til að halda þing í júlí og sameina kraftana.
Helga Kristjánsdóttir, 5.7.2019 kl. 03:11
VIÐ GÁTUM EKKI SKAMMLAUST HALDIÐ UPPÁ 100ÁRA FULLVELDIÐ 2018 Á Á ÞINGVÖLLUM, SEM KOSTAÐI UM 80MILJÓNIR OG ENGIN MÆTTI. SJÁLFSTÆÐI OKKAR ER AÐ HVERFA MEÐ AUMLEIKA STJÓRNAR XD,XB OG VG,SEM BÖRÐUST MÓTI INNGÖNGU Í ESB EN HAFA NÚ SVIKIÐ ALLT OG KJÓSA NÚ REGLUFARGAN ESB YFIR ALLA SAMEIGN ÍSLENDINGA Á LÁÐ OG LEGI - FRÁ FJÖRU TIL FJALLA OG ALLA ORKU OG KUNNÁTTU OKKAR TIL VIRKJANA ERLENDIS.
VIÐ GÆTUM FYLLT ÖLL SUÐURNESIN MEÐ GRÓÐURHÚSUM INNI OG ÚTI RÆKTUN - FISKIRÆKT OG ALLT FRÁ BÆNDUM FRÁ ÓMENGUÐU ÍSLANDI OG ÓMENGAÐRI OG ÓLYFJAÐRI MATARFRAMLEIÐSLU FYRIR ALHEIM. LANGLÍFI,GÓÐ HEILSA OG LÍKAMLEGUR STYRKUR ER HEIMSÞEKKT. SÝNUM AFREKSFÓLKIÐ Á ÍSLANDI MEÐ AFURÐUM OKKAR OG ÞAR MEÐ UNDIRSTRYKAÐ, AÐ VIÐ GETUM BEST SJÁLFIR FJÖLGAÐ OKKUR.
FLJÚGUM AFURÐUM OKKAR FRÁ KEFLAVÍKURFLUGVELLI MEÐ FRAKT FLUGVÉLUM Í NORÐURLJÓSA LITUM TIL STÓRBORGA EVRÓPU OG USA. ENGIN GLEYMIR BLÁVATNINU OG HEITAVATNINU OG ORKUNNI-OKKAR. VIÐ ERUM AÐEINS 2-6 TÍMA FRÁ BESTU VIÐSKIPTAVINUM OKKAR.
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 5.7.2019 kl. 22:33
Takk Halldór, fyrir þess afbragðsgóðu samantekt.
Hún gleður. Mér er hins vegar að verða það raun að lesa dag eftir dag raðrunu heiftarpistla Björns Bjarnasonar gegn norsku systurfélagi Heimssýnar, Nei til EU.
En í dag keyrir þó endanlega um þverbak þegar hann leggst svo lágt að hæða elsta núlifandi Íslendinginn, konu sem má ekki vamm sitt vita og er algjörlega á móti innleiðingu 3. orkupakkans.
Lægra er ekki hægt að leggjast í yfirlæti og hroka, en Björn Engeyingur Bjarnason gerir í dag.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.7.2019 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.