Leita í fréttum mbl.is

Einfaldar spurningar

setur Þorbjörn Guðjónsson fram til ráðamanna um 3.Orkupakkann:

"Spurningar til þriggja ráðamanna (KJ, BB, SIJ):

1) Ef ekki eru uppi áform um útflutning á raforku og þá nauðsynlega lagningu sæstrengs til meginlands Evrópu hvað rekur okkur þá til að samþykkja orkupakka þrjú?

2) Haft er á orði að útflutningur raforku mundi leiða til hækkunar á verði raforku til heimabrúks almenns iðnaðar, húshitunar á köldum svæðum og gróðurhúsareksturs. Sé svo af hverju ættum við að kalla slíkt yfir okkur?

3) Viljum við afskipti útlendinga af verðlagningu orku til notenda á Íslandi? Af hverju ættu útlendingar að geta hlutast til um verðlagningu á Íslandi með skírskotun til raforkuverðs erlendis, þ.e. á grundvelli svokallaðrar verðmismununar (price discrimination)?

4) Spurningin er sú hvort við viljum erlent vald yfir eigin auðlindum, nýtingu þeirra og verðlagningu. Knýr kviksyndi erlendra laga og reglugerðafargans mestu um afgreiðslu þessa máls? Erum við ofurseld einhverju erlendu regluverki án tillits til þjóðarhags? Skiptir laga-/reglugerðafargan frá útlöndum orðið höfuðmáli og allt annað minna máli?

5) Nú er það svo eða ætti að vera svo að stjórnarflokkarnir hafi undir höndum ábatagreiningu (cost benefit analysis) um umrætt mál. Einhverjir hafa kynnt sér slíkar greiningar en flestir ekki.

Sú skylda hvílir á ríkisstjórninni að hún birti Íslendingum ábatagreiningu á skiljanlegu og greinargóðu máli þannig að öllum sé ljóst hvað málið snýst um og leiði til að það sé tækt til afgreiðslu á einn eða annan veg. Niðurstaðan yrði þá öllum skiljanleg og stjórnvöldum fært að afgreiða málið af skiljanlegum ástæðum og í sátt við almenning í landinu.

Sem sagt forðumst allt leynimakk og leggjum spilin á borðið."

Hversvegna leggur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins frekar í þá vegferð að reyta af flokknum leifarnar af hans gamla og góða fylgi heldur en að svara þessu grundvallarspurningum?

Hverskonar stjórnmálamenn eru þetta sem ekki geta svarað einföldum spurningum?

Þurfum við ekki forystufólk sem getur svarað einföldum spurningum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

EINFALDAR SPURNINGAR ÞORBJARNAR GUÐJÓNSSONAR varðandi 3ja ORKUPAKKANN (KJ,BB og SIS) sem eru ÍSLENDINGUM NAUÐSINLEGAR til fróðleiks. 

Merkilegt að Ríkisstjórnin hefur bakland Samfylkingar og Viðreisnar og þekktra einstaklinga, sem EKKI fylgja tengslum við "logandi" ESB lönd.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 5.7.2019 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420652

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband