Leita í fréttum mbl.is

Keyrt í Kaliforníu

mátti sjá í Morgunblaðsmynd þaðan

Á myndinni sjást 10 borgandi akreinar auk gjaldfrjálsra hliðarreina og axlar, þar sem Borgarlína gæti best farið um.

Þetta er stórkostlegt mannvirki. Það sýnir hinsvegar hvaða samgöngumáta fólkið hefur valið sér. Það væri líklega til lítil að fara að þrengja þennan veg til að fá fólk ofan af því að eiga bíl og fara að hjóla. Enda vegalengdir miklar í stóru landi.

Kalifornía er hinsvegar að reyna að takmarka útblástur með frjálsum samningum við bílaframleiðendur sem er auðvitað mjög æskilegt. Hvort það er svo rétt ályktun hjá Morgunblaðinu að þetta sé gert til að koma höggi á Trump og tregðu hans við að hlaupa eftir heimsendaspámönnum í loftslagsmálum.

"Fjór­ir stór­ir bíla­fram­leiðend­ur til­kynntu í dag að þeir hefðu kom­ist að sam­komu­lagi við stjórn­völd í Kali­forn­íu­ríki um regl­ur varðandi eldsneyt­is­los­un og sniðganga með því til­raun­ir stjórn­ar Don­ald Trumps Banda­ríkja­for­seta til að svipta Kali­forn­íu­ríki rétt­in­um á að setja eig­in staðla.

Kali­forn­ía og fleiri ríki Banda­ríkj­anna hétu, eft­ir að Trump af­nam stefnu Banda­ríkj­anna í los­un­ar­mál­um, að fram­fylgja los­un­ar­stöðlum sem sett­ir voru í for­setatíð Barack Obama.

Reu­ters seg­ir bíla­fram­leiðend­ur hafa haft áhyggj­ur af að dóms­mál milli Kali­forn­íu og al­rík­is­yf­ir­valda um rétt rík­is­ins til að setja sína eig­in staðla tæki lang­an tíma.

Það eru Ford, Honda, Volkswagen og BMW sem sömdu við Kali­forn­íu „á laun“ að því er seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Kali­forn­íu­stjórn­ar sem kveður sam­komu­lagið veita 50 ríkja lausn sem hindri að bútasaum­ur reglu­gerða verði til í ríkj­um lands­ins."

Trump hefur ekki viljað gleypa loftslagsvísindin hrá þar sem vísindaleg rök vantar á mörgum sviðum.

En þessi mynd af því hvernig byggja má upp vegakerfi er afbragð.

kalifornia2

Ólíklega getur Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík dregið einhverjar ályktanir af því hvernig Kaliforníubúar leysa sín með samningum og skynsemi í stað gerræðisákvarðana um lokanir og þrengingar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband