Leita í fréttum mbl.is

Í Hafnarfirði hreyfast hlutirnir

sá ég í dag þegar ég fékk mér salíbunu á Hellurnar til að skoða mig um.

Þarna úir og grúir af iðnfyrirtækjum stórum og smáum. Það rifjaðist upp fyrir mér saga sem Kollege Guðmundur vinur minn Einarsson verkfræðingur sagði mér eitt sinn þegar hann tók á móti Japönum og vildi sýna þeim hvernig Íslendingar lifðu. Hann keyrði þá í ný hverfi og sýndi þeim það nýjasta í íslenskum blokkabyggingum.

En Japanirnir þráspurðu þegar þeir voru búnir að berja blokkirnar augum: "But where are the factories?"Þeir vildu vita á hverju fólkið lifði frekar en hvernig það byggi.

 

Það hefði verið gaman að fara með þá um Hafnarfjörð. Allt frá höfninni og út í Helluhraunin er gnægð byggingarlanda og þar eru aragrúi fyrirtækja og allt á fleygiferð.

Hafnarfjörður á sannarlega framtíðina fyrir sér og maður fær hérumbil komplex sem landluktur Kópavogsbúi.

Í Hafnarfirði hreyfast hlutirnir svo sannarlega og þar blómgast  "the Facories" sem Japanirnir spurðu hann Guðmund Einarsson um fyrir margt löngu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HAFNARFJÖRÐUR er bjartur,fallegur og vel skipulagður með gömlu byggðinni við sjávarsíðuna. Ökuferðin er ÖRUGG og friðsæl með ströndinni og á aðalgötum eru úrvals veitinga og kaffihús. Sama má segja um GARÐABÆ og KÓPAVOG með góðan bæjarrekstur.

Margir muna Verkfræðinginn Guðmund Einarsson,sem vann stórverk fyrir USA á Keflavíkurflugvelli, skrif hans í dagblöðum og ný-byggingar í húsasmíðum.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 3.8.2019 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband