Leita í fréttum mbl.is

Fjarðarheiðargöng

eru loksins að komast á dagskrá og sjálfsögð gjaldtaka virðist vera að komast innfyrir dyrnar hjá Sigurði Inga.

Eftirfarandi stendur í Mogga:

"...Frá því að hringnum var lokað hefur vegakerfið batnað umtalsvert undanfarna áratugi. Mikið verk er þó óunnið sem brýnt er að hraða eins og kostur er. Umferð á vegum hefur aukist mjög hratt á síðustu árum en vegakerfið er víða við þolmörk vegna umferðar og ber þess merki.

Í stjórnarsáttmálanum var sammælst um stórsókn í samgöngumálum og verður um 120 milljörðum kr. varið úr ríkissjóði til framkvæmda á vegakerfinu á næstu fimm árum.

Þess fyrir utan hefur verið leitað allra leiða til að hraða vegaframkvæmdum enn frekar og mun ég leggja fram endurskoðaða fimm ára samgönguáætlun núna í haust á Alþingi.

Þar ber hæst stærri framkvæmdir sem mætti flýta, en verða gjaldskyldar að þeim loknum. Gert er ráð fyrir sérstakri jarðgangaáætlun og er miðað við að hafin verði hófleg gjaldtaka til þess að standa straum af kostnaði við rekstur og viðhald þeirra.

Þá er markmið að gera umferð á höfuðborgarsvæðinu skilvirkari og er ljóst að ríki og sveitarfélög geta ekki borið nema að hluta til fyrirhuguð samgöngumannvirki, umferðargjöld muni því renna til verkefnanna.

Næstu ár

Öryggi er sem fyrr leiðarljósið í öllum framkvæmdum og er stærsta verkefnið að auka öryggi í umferðinni. Markmið til lengri tíma er að stytta vegalengdir og tengja byggðir með bundnu slitlagi, sem er eðlilegt framhald eftir að hafa lokað hringnum.

Tilgangurinn er skýr; að efla atvinnusvæði og búsetu um land allt til að Ísland verði í fremstu röð með trausta og örugga innviði og öflug sveitarfélög"

Þar koma að því að ég varð ánægður með Sigurð Inga fyrir þessa framtíðarsýn um Fjarðarheiðargöng sem kosta skitna 34 milljarða en eru alveg nauðsynleg að gera sem fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í blogggreinum vinar míns Halldórs Jónssonar verkfr. hefur honum verið tíðrætt um áhugamál sitt, það er að að koma á vegsköttum. Ótrúlegt er að aukin skattheimta sé svo mikið áhugaefni  frá sjálfstæðismanni til margra áratuga.  Gömlu og góðu sjallarnir töluðu gjarnan um lækkun skatta og " Báknið burt."  Margt breytist og þar á meðal að sumir sjallarnir. Í dag eru sjallar farnir að biðja um nýja og hærri skatta, og stærra bákn t.d. í formi vegskatta. Margt skemmtilegt blogg hef ég lesið frá vini vorum Halldóri verkfr.. T.d. þegar hann hefur lýst því hvernig það er að líða um bandaríska vegi í eðal amerískum kagga og borga aðeins um 70 ísl. krónum fyrir bensín líterinn, á sama tíma og mörlandinn þarf að borga fjórfalt gjald fyrir líterinn. Gjald pr.líter sem að mestu leyti byggist upp á ofursköttum, Það getur ekki verið gamall sjalli sem um skattahækkanir skrifar nema að hann hafi gengið fram af björgum og verið fangaður af kommaliði, sem ávallt eru að væla um og biðja  um hærri og meiri skatta.

14/8  Sýnishorn úr dagsbloggi,  Halldórs 

"komast á dagskrá og sjálfsögð gjaldtaka virðist vera að komast innfyrir dyrnar hjá Sigurði Inga".

Eðvarð L.Árnason (IP-tala skráð) 14.8.2019 kl. 20:34

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Eflaust þykir mörgum eitt hundrað og tuttugu þúsund milljón krónur mikið. Það eru jú 120.000.000.000.- Eitt hundrað og tuttugu milljarðar! Þetta er galin upphæð!

 En ef grannt er skoðað, tókst Skúla Mogensen að sólunda þessari upphæð í algera þvælu, á innan við fjórum árum. Eftir þá endaleysu situr nákvæmlega ekki nokkur skapaður hlutur eftir í Íslensku samfélagi, annað en skömm hins opinbera og þeirra sem þar starfa. 

 Það er undarlegur fjandi hve milljarðar virðast skiptast frá því að vera hipp og kúl í uppgjörum flottra fyrirtækja og ekki svo mikið mál, yfir í það að vera svo erfiðir að varla sé eldra fólk á vetur setjandi, heldur best skotið í hausinn, til að spara milljón. Núllin hljóta að vera villt!

 Auðvitað á að bora og hefði átt að gera fyrir löngu síðan! Í aumkunnarverðri stöðu sinni klippir Singi á borðann og lofar því sem hann veit að hann mun aldrei standa við. Kata smælar framan í heiminn og býður fulltrúa fjórða ríkisins í heimsókn, meðan formaður Sjálfstæðisflokksins situr að launráðum með famelíunni, um það hvernig reka skuli Landsvirkjun, þá hún að endum verður þeirra, gangi op planið eftir.

 Borum, borum, borum!

 Bara ekki í nefið!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 15.8.2019 kl. 03:37

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Vinur minn Eddi lögga

Mér finnst það ekki vera hækkun á sköttum að þeir sem fara um jarðgöng eins og þú sem bjóst á Akranesi, borgi fyrir bununa en ég sem fer ekki göngin borgi þá lægri skatt en verið hefði ef engin veggjöld hefðu verið á lögð. Það er grunnhugsunin að þeir borgi sem noti en hinir ekki. Nú innheimtir Singi engin gjöld í Hvalfjarðargöngum sem ég skil ekki frekar en að ekki skuli vera borgað í Norfjarðar og héðinsfjarðar og Vestfjarðagönngum. Þarf ekki að halda þessum göngum við? Af hverju afnam Singi gjaldið. það kemur bara fram sem skortur seinna. Eins og þegar Bjarni Ben kaupir Geysi en  rukkar svo ekki gjald fyrir aðgang. ÞAð er alltaf sneisafullt í Kerinu og allir borga með glöðu geði.Af hverju ekki á Geysi?

Halldór Jónsson, 15.8.2019 kl. 14:44

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Nafni minn að sunnan, gaman að þú skulir enn nenna að skrifa. Af hverju talarðum um 120 milljarða þegar Singi talar um 64?

En auðvitað viltu bora eins og ég enda ertu alvöru maður. Sendu mér póst á halldorjonss@gmail.com og segðu mér hvað þú ert að bauka við þarna fyrir sunnanþ

Halldór Jónsson, 15.8.2019 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband