16.8.2019 | 10:18
Rothögg?
Þegar ég var í boxinu í gamla daga vissi maður að það varð að forðast með öllum ráðum að fá uppercut undir hökuna sem er uppskrift að rothöggi. Þá voru flestir ekki svo þunnhöggvir að þeir rotuðu andstæðinginn með einu höggi á gagnaugað eins og Tyson lék sér að iðulega.
Orkupakkaumræðan hefur staðið yfir lengi. Öllum hefur yfirsést að inntak í orkustefnunni hefur legið fyrir síðan fyrir upphaf EES 1991.
Vilhjálmur Bjarnason, sem Bjarni Benediktsson rotaði út af Alþingi eftir síðasta prófkjör í Kraganum með því að eyðileggja það með höggi undir beltisstað, skrifar grein í Morgunblaðið í dag sem nálgast TKO á okkur andstæðinga O3.
Við getum aðeins reynt að dansa okkur út úr þessu meðan við jöfnum okkur og borið við fávisku og slæmt minni þegar Villi rifjar upp að inntakið hafi alltaf legið fyrir. Orkuviðskipti yfir landamæri voru alltaf stefnumiðið. Álversútflutningurinn er útflutningur á orku Íslands. Vara framleidd úr erlendu hráefni með íslenskri orku.
Grundvallarmunur á afstöðu okkar andstæðinganna núna er að við viljum ekki opna möguleika á að Evrópusambandið fari að rífa kjaft við okkur og heimta álver eða annað til sín af því að þeir fái orkuna frá okkur á sama verði og við og þar með missum við sérstöðuna til að leggja til íslenskt vinnuafl.
Villi dansar framhjá þessu í hringnum þegar við sláum þessi stöðvunarhögg á móti í bardaganum og við forðumst uppercut-in frá honum með því að segja fjandinn fjarri mér og gefum frat í alla þjónkun við Brusselvaldið sem okkur ekki hentar.
En Villi skrifar svo:
"Það er nýjung í íslenskri þjóðmálaumræðu að rætt sé um orkumál á þeim nótum að orkan sé tvinnuð íslensku þjóðerni og hinum hreina kynstofni sem Ísland byggir. Þá er einnig rifjuð upp sjálfstæðisbarátta íslensku þjóðarinnar, þar sem öllu sem útlenskt er skal hafnað. Þannig verður íslensk löggjöf ávallt betri en sú löggjöf sem byggir á erlendri hugmyndafræði. Það er í raun merkilegt að landsstjórn skuli byggjast á lýðræðishugmyndum því lýðræði var ekki fundið upp á Íslandi. Oft skortir nokkuð á að útfærsla á íslensku lýðræði byggi á frumhugmyndum lýðræðisins. Miklu fremur skal í íslensku lýðræði byggja á sérhagsmunum fremur en almannahagsmunum.
Orkustefna og orkusáttmáli
Það var ekki fyrr en á síðari hluta 20. aldar sem umfjöllun um orkustefnu hófst hér í landi. Hugmyndir um nýtingu á fallvötnum áttu undir högg að sækja í upphafi, en nýting jarðvarma til húshitunar þótti snemma alger snilli.
Um skeið var talið að raforkuframleiðsla með fallvatni yrði ekki samkeppnishæf við raforku framleidda með kjarnorku. Slík orka er ekki til umræðu að sinni. Í nóvember 1991, þ.e. fyrir aðild að EES, fjallaði þáverandi iðnaðarráðherra um orkusáttmála Evrópu. Ráðherra sagði innihald orkusáttmálans einkum vera: Meginmarkmiðin með fyrirhuguðu samstarfi eru: -
að tryggja öryggi í orkumálum,
- þróa orkuviðskipti, -
bæta orkudreifingu og -
ná sem mestu út úr orkulindum og fjárfestingum á því sviði jafnframt því sem tekið sé fullt tillit til umhverfisverndar.
Markmiðunum er ætlunin að ná með fjölþættu samstarfi: -
aðgangi að orkulindum, í samræmi við ákvæði sáttmálans, -
frjálsum viðskiptum með orku,
- samvinnu um fjárfestingar í orkumálum,
- tæknilegum stöðlum og öryggisreglum,
- rannsóknum,
tækniþróun,
- bættri orkunýtingu og verndun umhverfis,
- menntun og þjálfun.
Samstarf milli aðildarríkja að sáttmálanum verður fyrst og fremst milli fyrirtækja á grundvelli markaðsviðskipta.Hlutverk stjórnvalda verður aðallega að móta leikreglur til að svo megi verða.
Iðnaðarráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði ákveðið að taka þátt í undirbúningi að gerð orkusáttmála Evrópu.
Iðnaðarráðherra sagði að fyrst um sinn yrði óbeinn ávinningur fyrir Íslendinga af aðild að sáttmálanum. Með samstarfinu yrði greiðari aðgangur en ella að nýjungum í orkumálum.
Einnig má ætla að orkurannsóknir okkar gætu haft hag af aðildinni í formi rannsóknasamvinnu.
Þá má ætla að auðveldara yrði að afla íslenskum ráðgjöfum verkefna í aðildarríkjunum, t.d. á sviði jarðvarma í Austur-Evrópu.
Þegar til beins útflutnings kemur á orku frá Íslandi mun aðild að sáttmálanum styrkja stöðu Íslendinga.
Inntak orkusáttmála
Ekki verður séð að megininntak orkupakka Evrópsks efnahagssvæðis hafi breyst þrátt fyrir fjölgun pakka.
Í stuttu máli má segja orkustefnu EES byggjast á sjálfbærni, samkeppni, neytendavernd og að hvert ríki tryggi eigið orkuöryggi. Það verður því ekki lögð kvöð á eina þjóð að bjarga öðrum þjóðum um orku vegna vanrækslu þeirra. Ríki geti tengt orkumarkaði sína eftir atvikum og á grundvelli hagkvæmni og öryggis. Íslensk orkustefna og orkuframleiðsla byggist á sjálfbærri nýtingu fallvatna og jarðvarma. Ísland er með stærstu útflytjendum orku á EES-svæðinu. Sá orkuútflutningur liggur í framleiðslu á áli, en framleiðsla þess byggist á rafgreiningu á erlendu hráefni. Um 80% af raforkuframleiðslu hér á landi fara til framleiðslu á áli og kísilmálmi til útflutnings.
Náttúruleg einokun
Raforkuframleiðsla byggist á dýrum fjárfestingum og því eru aðgangshindranir að markaðnum miklar. Slíkt getur leitt til náttúrulegrar einokunar eða yfirburðastöðu. Það er eitt viðfangsefna orkustefnu að koma í veg fyrir að neytendur verði fyrir barðinu á einokuninni. Reynt er að markaðsvæða og vernda kaup neytenda á raforku til að koma í veg fyrir ofurhagnað orkuframleiðenda vegna einokunar eða yfirburðastöðu. Framleiðsla og sala á raforku var gefin frjáls með fyrri orkupökkum ESB og neytendur geta í dag valið af hverjum þeir kaupa sitt rafmagn.
Þá þarf einnig að tryggja að litlir framleiðendur rafmagns eigi aðgang að flutningsneti á jafnræðisgrundvelli, til að gefa þeim möguleika á dreifingu og sölu á afurð sinni í formi rafmagns. Flutningur og dreifing rafmagns er sérleyfisstarfsemi og lýtur sem slík ströngu opinberu eftirliti og verðstýringu. Með því að hvert land þarf að tryggja eigið orkuöryggi þarf fyrst að tryggja raforku til almennings og því næst til stórkaupenda samkvæmt sérstökum samningum.
Það sem afgangs er kann að fara á einhvers konar uppboðsmarkað. Orkustofnun og Samkeppniseftirliti ber að annast eftirlit með verðlagningu á raforku til almennings og það þarf að tryggja þessum stofnunum valdheimildir til að framfylgja ákvörðunum sínum. Það er nauðsynlegt að koma í veg fyrir ofurhagnað orkufyrirtækja vegna einokunar og yfirburðastöðu sinnar. Það er hluti af orkuöryggi einstakra ríkja.
Sæstrengur
Sæstrengur til flutnings raforku getur flutt raforku í báðar áttir, þ.e. til og frá Íslandi. Sagt er að Noregur flytji raforku út á háu verði á daginn, en safni í miðlunarlón á nóttunni og flytji inn raforku, sem framleidd er með vindorku á nóttunni.
Forsendur fyrir lagningu sæstrengs eru: Umframrafmagn Kaupandi rafmagns Fjármögnun, sem byggist á áhættumati Umhverfisþættir Samþykki Alþingis Allt tal um ímyndaðar skaðabætur á grundvelli missis hagnaðar er fásinna. Forstjóri Landsvirkjunar tíundaði það árið 1991 hver ábatinn yrði fyrir Landsvirkjun af útflutningi á umframorku Blönduvirkjunar. Sú umframorka hvarf með raforkusamningum til álframleiðslu. Finnbogi Jónsson, þá forstjóri Síldarvinnslunnar hf. og um skeið stjórnarmaður í Landsvirkjun, sagði í viðtali við Morgunblaðið sama ár: Hraða undirbúningi að raforkusölu um sæstreng til Evrópu og afskrifa strax álversdraumóra.
Álver reis í Fjarðabyggð nokkrum árum síðar og þeim fylgdu Norðfjarðargöng til Eskifjarðar og Reyðarfjarðar og aukið atvinnuöryggi og fjölbreytni í atvinnu. Almennt er það ekki farsæl stefna fyrir þjóðir að afsala sér góðu verði fyrir verðmætustu auðlindir sínar af ótta við að innanlandsverð á þeim hækki.
Íslendingar vilja þannig fá sem hæst verð fyrir fisk til útflutnings og verða því að sæta hækkun á verði innanlands; olíuþjóðir vilja að olíuverð sé hátt; og þannig mætti áfram telja. Fram hefur komið ítrekað í gögnum frá Landsvirkjun og öðrum á undanförnum árum að með sæstreng mun orkuverð til almennings og fyrirtækja ekki hækka. Annað er falsfréttir.
Hvað er ekki?
Það hefur verið sýnt fram á að samstarf í orkumálum er ekki afsal á fullveldi eða forræði á auðlindum. Engin kvöð er lögð á að einkavæða Landsvirkjun, sem er gullegg í eigu þjóðarinnar.
Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði það á fundi með sjálfstæðismönnum 10. ágúst síðastliðinn að það væri [orðin] hans skoðun að Landsvirkjun yrði áfram í ríkiseigu. Sú skoðun er trúlega orðin ríkjandi. Vandamálið með Landsvirkjun er að fyrirtækið er svo stórt að það þarf að hemja það. Með þriðja orkupakkanum er ekki lögð neins konar kvöð á að tryggja orkuöryggi annarra en íslensku þjóðarinnar.
Það verður aldrei lögð sú kvöð á íslenska þjóð að landið eyði hlutfallslegum yfirburðum sínum í raforkuframleiðslu til að tryggja afkomu annarra þjóða. Það er og verður hlutverk Alþingis að tryggja slíkt. Sú skoðun sem kom fram hjá landsbankastjóra fyrir áratugum að það ætti alls ekki að virkja meira, það ætti aðeins að hækka verð á rafmagni, því þá myndi fólk nota minna af rafmagni er ekki innihald nokkurs orkupakka.
Kvenhylli og lýðhylli
Það er hægt að eyða orku í tal með rangfærslum og útúrsnúningum í þingsal Alþingis til viðbótar við tal um kvenhylli á Klaustri. Það er tilraun til lýðhylli. Það hefur allt eðli falsfrétta. Kvenhyllin er falsfrétt. Afsal fullveldis er falsfrétt og krafa um sæstreng er falsfrétt. Lýðhylli er fallvölt. Skáldið sagði: Maður sem segir hvað hann hugsar er hlægilegur; að minnsta kosti í augum kvenmanns. Það á enn við"
Að vísu finnst mér Villi reyna að slá högg undir beltisstað þegar hann tekur upp hjá sjálfum sér orðin"sjálfbærni, samkeppni, neytendavernd og að hvert ríki tryggi eigið orkuöryggi, " sem einskonar viðbót við fimbulfambið í Jóni Sigurðssyni erkikrata þegar hann var að reyna að selja okkur hugmyndina um orkumarkaðinn, sem var ekki endilega skuldbindandi fyrir þjóðina alla á þessum tíma. Allavega fór þetta kratablaður fram hjá mér á þeim tíma.
En það breytir ekki því að við nánari athugun hafa engin þau rök komið fram sem sýna mér fram á kosti þess að samþykkja O3 í stað þess að vísa honum til föðurhúsanna sem skref í að losna úr banvænu faðmlagi við hið deyjandi Evrópusamband eins og Bretar eru að gera og snúa okkur frekar að vinum okkar þar og annarsstaðar í heiminum.
ESB er ekkert annað en tollabandalag 400 milljóna manna gegn 7 milljörðum íbúa heimsins með ónýta sameiginlega mynt og pólitískt getuleysi sem gerir það ósamkeppnisfært við stóru iðnaðarþjóðirnar.
Það er því kominn tími á ICEXIT, að við förum að reyna að losa tökin af ESB. Tími til kominn að hætta viðskiptastríði Gulla og ESB við Rússa, sem hafa alltaf verið vinir okkar og fengu Krímskagann með samningum og atkvæðagreiðslum en ekki innrás eins og Gulli og Bjössi halda fram.
Þetta stríð hefur skaðað okkur miklu meira en Þýzkaland sem eflir viðskipti við Rússa sem aldrei fyrr meðan við fíflin skerum okar tekjur niður í kjallara og spörkum í vinaþjóð okkar sem aldrei hefur sýnt okkur annað en vinskap og beinlínis bjargaði okkur þegar Bretar vildu klemma okkur í þorskastríðunum.
Gulli ætti frekar að bjóða Pútín hingað í vináttuheimsókn en henni Merkel sem ekkert hefur gott fyrir okkur gert.
Villi sló mig ekki rothögg í þessari lotu en þetta var vel boxað hjá honum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:53 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.