Leita í fréttum mbl.is

Meira EEXIT

Sem vænta mátti af Birni Bjarnasyni er hann helfrosinn í þeirri trú sinni að EES samningurinn sé alfa og ómega allrar framtíðar Íslendinga.

Hann hefur auðvitað engin rök fyrir því að svo sé né því að það sé sérstök einangrunarhyggja að efast um þessa kennisetningu. Hvað þá að samningurinn sé umhverfismál eins og nú heyrist frá Viðreisn.

Björn Bjarnason skrifar svo í dag:

 "Með hliðsjón af klassískri stefnu Sjálfstæðisflokksins og baráttu hans fyrir að opna aðgang Íslendinga að alþjóðamörkuðum, losna við höft á gjaldeyri og verðlagi og auka svigrúm og réttindi borgaranna á öllum sviðum er hreint öfugmæli að grafa undan aðild Íslendinga að EES eins og gert hefur verið með áróðrinum gegn þriðja orkupakkanum."

Auðvitað er það stefna Sjálfstæðisflokksins að opna aðgang að mörkuðum. En það er ekki sama og að samþykkja að það sé bara ein leið að því markmiði.Hver segir að það leiði til gjaldeyrishafta eins og nú eru uppi á teningnum í Argentínu, að færa sig frá þessum EES samningi?. Viðskipti við þetta tollasvæði  eru góð og geta alveg gengið fyrir sig án þessa boðvalds yfir lífsháttum og hegðun Íslendinga í stóru og smáu. Hvað höfum við að gera við slíka skerðingar á fullveldi okkar? Treystum við okkar dómsvaldi eða framkvæmdavaldi meira en svo að við verðum að geta skotið malum til konungs eins og var á þjóðveldisöld.

EES svæðið er að skreppa saman um 15 % með útgöngu Breta. Hvernig geta Bretar hugsað sér að að kveðja þetta efnahagssvæði? Vagna þess að heimurinn er stærri fyrir utan það. Gildir það lögmál ekki líka fyrir Íslendinga sem eru eyþjóðeins og Bretar með eigin auðlindir?

Íslendingar þurf að losna úr faðmlagi EES samningsins sem er að færa okkur vandamál á hverjum degi og gera okkur lífið erfiðara og dýrara en það myndi verða með tvíhliða samningum við þetta 400 milljóna tollabandalag sem er í hagrænni afturför meðan afgangurinn af heiminum sækir fram til frjálsra viðskipta laus við þær framandi þvinganir sem þetta bandalag leggur á frjálsborið fólk eins og okkur.

Vörumst það að tyggja upp gagnrýnislaust eftir ráðamönnum að EES sé forsenda frelsis okkar í viðskiptum. Það er ekki svo. Heimurinn er miklu stærri en þetta litla svæði í Evrópu. 

Við þurfum að ræða EEXIT í alvöru útfrá þeim göllum sem samningnum hafa fylgt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Breska þingið hafnaði í þrígang skilmálunum frá Brussel

nú vilja þeir samþykkja lög sem gera BrExit háð því að það sé útgöngusamningur 0 skilmálar frá Brussel

Ég vona að Boris fari í kosningar því hvernig á venjulegur breti að samþykkja svona vitleysu og gera Cobry að forsætisráðherra

Grímur (IP-tala skráð) 3.9.2019 kl. 21:46

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég kann ekki neitt um breska þingið. En getur Corbyn pressað svona lög í gegn á engum ´tima? Er ekki hægt að filibustera það ala Miðflokkur Sigmundar?

Halldór Jónsson, 3.9.2019 kl. 22:03

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Hárrétt, kollega Halldór.  Heimurinn allur á að vera okkar viðskiptasvæði.  Viðskiptaviðræður BNA og ESB fóru út um þúfur m.a. vegna "Festung Europa"-tæknilegra viðskiptahindrana.  Þótt við séum ekki í tollabandalagi við ESB, erum við samt á Innri markaði ESB, og það gerir okkur erfiðara um vik um fríverzlunarsamninga.  Sjáum til, hvort Pence er með eitthvað í handraðanum fyrir okkur og vonum, að forsætisráðherra fari ekki út af sporinu í flugskýlinu í kvöld.

Bjarni Jónsson, 4.9.2019 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 111
  • Frá upphafi: 3420077

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband