Leita í fréttum mbl.is

Heimsókn Pence

var þjóðinni til sóma að mestu leyti.

Sérlega fannst mér Katrin Jakobsdóttir standa sig vel í að taka á móti varaforsetanum. Vel klædd og glæsileg og flugmælsk á enska tungu var hún þjóðinni til sóma við þetta tækifæri.

Móttakan í Höfða var glæsileg í heildina litið.

Eina stílbrotið var þegar umferðarsérfræðingurinn hjólríðandi úr Borgarstjórninni stillti sér upp með prúðbúnum varaforseta Bandaríkjanna, flakandi í hálsinn eins og venjuleg íslensk tötrughypja og niðuráviðsnobbari sem opinberaði fákunnáttu sína í almennum mannasiðum og uppeldisleysi með þessum hætti.

Ég virkilega fyrirvarð mig fyrir hönd þjóðarinnar yfir dónaskap Borgarfulltrúans við þetta tækifæri sem auglýsti greindarskort sinn með þessum hætti. Ekki var mikil prýði að honum þennan dag né heldur hinum kommatittunum á Austurvelli með Báru Klaustursnjósnara Halldórsdóttur í broddi fylkingar undir kynvillufánanum sem þetta fólk heldur líklega að trufli Mike Pence eitthvað sérstaklega umfram Angelu Merkel.

Gulli utanríkis flutti sitt mál mjög vel og ekki var nein skömm að honum né að forsetanum Guðna Th.. Flestir aðrir viðstaddir, utan Borgarstjórnarinnar,  lögðu sitt af mörkum til að halda uppi reisn landsins og kunnáttu í almennum mannasiðum. 

Skipulag allt var greinilega með vel útfærðum hætti. 

Þessi heimsókn Mike Pence varaforseta  Bandaríkjanna varð okkur Íslendingum í heildina tekið til sóma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Halldór, 

Hvenær rennur upp sá dagur er þú ferð að sjá í gegnum allt þetta stríð gegn hryðjuverkum (e. War on terror) og/eða stríð ofan á frið og blóð fyrir olíu, þú? Ertu ekki búinn að sjá og/eða heyra eitthvað um öll þessi false flag- hryðjuverk með "network of moles"?  

Image may contain: 1 person, meme and text

KV. 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 4.9.2019 kl. 21:39

2 identicon

Allar þínar ábendingar Halldór eru réttar varðandi komu Mike Pens varaforseta USA til ÍSLANDS. KATRIN,Guðlaugur og öll móttakan tókst með ágætum. Vandi Borgarstjórans varðandi bindið,slifsið eða reiðhjó virðist "fylgja" kommunistum.

DAGUR hefði slegið í gegn með rautt slifsi eða bindi. MIKE PENS og skoðanir hans voru óaðfinnanlegar við Landið OKKAR. USA hefur aldrei valdið okkur vandamálum!. Eitthvað annað en "óvarin" ESB lönd,sem nú "týna tölunni" á næstu vikum.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 4.9.2019 kl. 22:29

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hefði bjálfinn Bergþóruson hjólað á fund nasistans Merkel, Noregskonungs, Danadrottningar, forseta Kína, eða annara þjóðarleiðtoga, með fráhneppt niður á bringu og lubbann út í loftið? Trauðla. Þvílíkt skoffín! Ræðum það ekki meir.

 Hefði forsetafrúin borið hinsegin armband í einhverri annari athöfn, en í dag, eða bóndi hennar komið upp um sjálfan sig sem pólitískan viðreisnarleiksopp þeirra sem komu honum til valda, með sínum aulabröndurum og klaufalegum upphafsorðum við móttöku varaforseta Bandaríkjanna? Hélt forseti Íslands virkilega að hann væri aftökusveitin, þá Pence tók í hönd hans? Sjaldan hef ég skammast mín eins mikið fyrir forseta Íslands.

 Skipulag og framganga þeirra sem tryggja áttu hnökralausa heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Íslands, var til fyrirmyndar. Ávallt má búast við einhverjum mótmælum þeirra sem andsnúnir eru skoðunum gestsins, en að þeir sem opinberlega taka á móti honum hagi sér eins og fífl, gleymist ekki þegar gesturinn kemur til síns heima. Afleiðingar fíflagangsins kunna ekki að koma í ljós á morgun, en á sjö klukkustundum tókst nánast allri móttökunefndinni að drulla upp á bak, sem gestgjafar.

 Góð hugmynd um fríverslunarsamning gæti verið í hættu, vegna fíflagangs borgarstjórans í Reykjavík og óræðum skilaboðum forsetahjónanna, leynt og ljóst. Menn skulu hafa það í huga og muna.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 5.9.2019 kl. 00:30

4 identicon

En svo er nauðsynlegt að standa vörð um landið okkar með því að hafna öllum umleitunum um herstöð. Förum ekki að bæta því við ofaná orkupakkann.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 5.9.2019 kl. 06:55

5 Smámynd: Halldór Jónsson

"El­iza Reid, for­setafrú Íslands, tók á móti Mike Pence vara­for­seta Banda­ríkj­anna og vara­for­setafrúnni Kar­en Pence í Höfða í dag íklædd hvítri buxna­dragt.

Regn­boga­litt arm­band sem for­setafrú­in bar á fund­in­um hef­ur þegar vakið at­hygli, en mögu­lega fól hvíta dragt­in ekki minni skila­boð í sér. Hvíti lit­ur­inn á sér nefni­lega sögu sem lit­ur vald­efl­ing­ar kvenna allt frá tím­um súf­fra­gett­anna og nú síðast hafa þing­kon­ur banda­ríska demó­krata­flokks­ins skartað hvítu á völd­um stund­um í þing­inu.  

Chicago Tri­bu­ne gerði hvíta litn­um skil er Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti flutti setn­ing­ar­ræðu þings­ins í fe­brú­ar á þessu ári. Þá skildi litarmun­ur­inn kyn­in að. Karl­arn­ir klædd­ust svört­um jakka­föt­um en kon­urn­ar í full­trúa­deild þings­ins klædd­ust hvítu og drógu þannig upp mynd sam­heldni um leið og þær vottuðu súf­fra­gett­un­um virðingu sína og glödd­ust yfir eig­in af­rek­um."

Armbandinu var greinilega stefnt gegn Varaforsetanum sem kristnum manni. Ég var bara ekki búinn að fatta þetta en þetta er gróf móðgun við hann og þjóðinni til skammar alveg eins og Brgarstjórinn varð.

Halldór Jónsson, 5.9.2019 kl. 10:24

6 identicon

"Armbandinu var greinilega stefnt gegn Varaforsetanum sem kristnum manni ". Alls ekki ,Halldór. Það er ekki kristilegt á neinn hátt að hafna samkynhneigðu fólki. Samkvæmt bíblíu kristinna manna ( Nýja- testamenti) eru allir jafnir fyrir guði.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 5.9.2019 kl. 16:11

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvar var armbandið þegar forsetahjónin heilsuðu Merkel?

Halldór Jónsson, 5.9.2019 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 3420080

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband