Leita í fréttum mbl.is

Sjallaball

er nú boðað af glæsibrag með afslætti ef miðinn er keyptur strax.

Ekkert er betra en að drekka saman þær sprungur sem geta hafa myndast milli manna.

Vonandi fjölmenna allir þeir 5000 sem skrifuðu eða skrifuðu ekki undir beiðni til flokksforystunnar um atkvæðagreiðslu um 3. orkupakkann og drekki í sig hugsjónaeld um sjálfstæði,  lýðræði og skoðanafrelsi sem Sjálfstæðisflokkurinn er grundvallaður á síðan 1929.

Ég tel því miður að ég sé orðinn heldur gamall til þess að mæta á svona hóf eins og hann Skúli gamli á Móeiðarhvoli sem mér var sagt af Þráni Valdimarssyni orti víst svona við svipað tilefni:

"Ég held ég láti hófið bíða

og hugsi ekki um þetta skrall

ég er hættur að dansa, drekka og ....

djöfulinn á ég að gera á ball?"

Ólsarar voru sagðir mæta á böll í næsta plássi bara til að jafna um gúlana á þeim sem þeim líkaði miður við.Maður hefur heldur enga döngun né löngun  til slíks svo maður verður víst að vera afsakaður þess vegna líka.

En þetta verður án efa flott Sjallaball.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Kannski verður Bára ekki langt undan!!

Sigurður I B Guðmundsson, 7.9.2019 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband