Leita í fréttum mbl.is

Hátækni í vindorku

má sjá á 

https://www.youtube.com/watch?v=Oyli9AIkjnA

 

Á bak við beislun vindorkunnar er þvílík tækni að maður stendur agndofa.

Við Íslendingar höfum verið að fitla við smærri vindmyllur með ágætum árangri. En það er nokkuð ljóst af þessu myndbandi frá Siemens að vindmyllur eru núna orðnar að hátækniiðnaði sem taka verður alvarlega.

Spurning er hvort Íslendingar hafi einhverja yfirburði yfir önnur lönd þegar kemur að knýja vindmyllur og selja frá þeim orkuna?

Getur vindorkan keppt við nýtízku kjarnorkuver í framleiðslukostnaði? Raunverulega á hagkvæmnigrunni án tilfinningasemi um að kjarnorka sé bara fíbjakk sem við viljum ekki nálægt okkur fyrir nokkurn mun?

Víst er að vindmyllur eru svo truflandi að fáir vilja þurfa að hafa þær fyrir augunum.

Kjarnorkuver eru hinsvegar minna sláandi í útliti og trufla síður augun en auðvitað heldur frekar tilfinningar.Öryggi þeirra þarf þó ekki að vera útilokandi frá því að ræða þau sem raunverulega valkosti.

En hátæknivindmyllur eru orðnar staðreynd sem ekki verður framhjá litið ef menn sætta sig við að horfa á þær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síða Pauls Homewood. Hér um losun skaðlegra efna- Sulphur hexafluoride, eða SF6, í rafiðnaði

https://notalotofpeopleknowthat.wordpress.com/2019/09/14/green-energy-has-increased-emissions-of-the-most-powerful-greenhouse-gas/

E

Elló (IP-tala skráð) 15.9.2019 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband