Leita í fréttum mbl.is

Ómar

okkar Ragnarsson bloggar svo fallega í dag:

 

"...norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð..." orti Hulda í hinu undurfagra ljóði við enn betra lag snillingsins Emils Thoroddsens. 

Einar Benediktsson, það djúpspaka skáld, gerði sér grein fyrir ´margþættu gildi norðurljósanna og hlaut bágt fyrir að vera langt á undan sinni samtíð. 

Aðdráttarafl Íslands fyrir ferðafólk felst ekki aðeins í því að landið býr yfir einstæðum náttúruverðmætum sem stærsta þurrlendið á lengsta fjallgarði jarðar, Atlantshafshryggnum, heldur eru norðurljósin toppurinn yfir i-ið, rúsínan í pylsuendanum, því að þau banka í undur geimsins á þann hátt að landið "hættir að vera jarðneskt, heldur öðlast hlutdeild í himninum" svo að vitnað sé í orð Nóbelskáldsins, sem hann notaði um íslenska heiðjökulinn. 

Í slíkri sýn og slíkri upplifun getur jökullinn verið millistig eða þrep á tengingunni milli Íslands og alheimsins og boðið upp á upplifun, sem er bæði andleg næring og nauðsynlegt atriði í þessari tengingu.  


1Smámynd: Halldór Jónsson

 

N-Atlantshafshryggurinn er eldfjallakeðja sem spýr upp CO2 áreiðanlega talsvert meira en Katla litla sem spýr 20.000 tonnum af CO2 á sólarhring hverjum að því að Magnús Tumi segir. Hefurðu nokkrar áhyggjur af þessu Ómar minn?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frétta,Flugmaðurinn og Skáldið Ómar Ragnarsson fær bestu þakkir frá ÍSLENDINGUM fyrir "fréttirnar" á Landinu öllu.

Lára dóttir Ómars og Ómar sjálfur sýndu Landið okkar frábærlega með aðstoð dróna og tóku viðtöl við fólk víða á Landinu "fagra". Myndatakan var frábær og nýtískuleg, sem undirstrikar "NO SALE" til erlendra auðkýfinga - ALDREI.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 8.10.2019 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband