Leita í fréttum mbl.is

Jónas Haralz

er ógleymanlegur mađur ţeim sem hlýddu á hans erindi um efnhagsmál á mörgum fundum sem haldnir voru á síđari áratugum síđustu aldar. 

Menn höfđu ţá sem nú oft áhyggjur af framtíđinni án ţess ađ nokkrum dytti í hug ađ Íslendingar ćttu ađ fara ađ leggja fyrir fé sitt til ađ eiga fyrir örđugleikum sem framtíđarkynslóđur kunni ađ koma sér í. Ég hefđi viljađ heyra Jónas fjalla um slíkar hugmyndir á samdráttartímum sem nú eru ađ renna upp. Ţegar menn eru ađ fjalla um ađ hćgja sé á hagkerfinu hćgt og rólega ţá gleyma menn ađ slíkri ţróun fylgir hröđun ţar sem gagnverkun krepputals hefur ţau áhrif ađ hver étur upp eftir öđrum ađ hér sé allt á hrađri leiđ til helvítis. 

Mér er minnistćtt ađ Jónas rćddi um kjarasamninga opinberra starfsmanna sem ţá ógnuđu efnahagsstöđugleikanum. Hann sagđi ađ opinberir starfsmenn yrđu alltaf óánćgđir međ kjör sín svo lengi sem ţeir eru opinberir starfsmenn. 

Hugsanlega hafa opinberir starfsmenn einhversstađar á leiđinni náđ ađ bćta kjör sín verulega, jafnvel á kostnađ ćviráđningarinnar gömlu, náđ  ađ bćta kjör sín verulega frá ţví ađ ţetta var. 

Ásgeir Jónsson seđlabankastjóri skrifar frábćra grein um Jónas í Morgunblađiđ í dag. Ţar sem margir lesa ekki Moggann ţá lćt ég greinina hér á síđuna ef einhver myndi bćta henni á sig:

"Jónas Haralz fćddist ári eftir fullveldiđ, 6. október 1919, og orđađi ţađ svo sjálfur ađ hann vćri jafngamall og Hćstiréttur. Hann lést 13. febrúar 2012 á 93. aldursári.

Ćvi hans spannađi ţví sögu sjálfstjórnar landsins sem er tímabil gríđarlegra framfara, en jafnframt öfga og óstöđugleika.

Foreldrar hans voru hugsjónafólk á hinu andlega sviđi. Fađir hans var Haraldur Níelsson, guđfrćđiprófessor og leiđandi spíritisti, en móđirin, Ađalbjörg Sigurđardóttir, var einn helsti forkólfur guđspeki hérlendis.

Jónas sjálfur hafđi einnig heitar hugsjónir – en öllu veraldlegri – ţar sem hann gerđist kommúnisti sem svo títt var um unga menn á krepputímanum. Og eins og einnig var títt um unga, róttćka menn varđ kommúnisminn til ţess ađ Jónas fékk áhuga á efnahagsmálum.

Hann hóf nám í efnaverkfrćđi í Stokkhólmi áriđ 1938 en venti sínu kvćđi í kross tveimur árum síđar og hóf nám í hagfrćđi. Ţó fór fyrir honum eins og mörgum róttćkum hagfrćđingnum ađ hann las sig frá kommúnismanum í náminu sjálfu.

Samt sem áđur skráđi hann sig í Sósíalistaflokkinn viđ heimkomu ađ námi loknu áriđ 1945 og tók sćti fyrir flokkinn í bankaráđi Landsbankans 1946. Ţađ sama ár var hann einnig í frambođi fyrir flokkinn í bćjarstjórnarkosningum í Reykjavík sem og í alţingiskosningum í Ţingeyjarsýslu. Frambođiđ nyrđra var sögulegt fyrir ţá sök ađ ţar atti hann kappi viđ sjálfan Jónas frá Hriflu er ţá bauđ sig fram í síđasta skipti.

Ţađ var ekki fyrr en eftir 1948 sem Jónas dró sig hćgt og hljótt út úr flokksstarfi sósíalista, ađ eigin sögn, eftir slćma reynslu af skipulagshyggju og eftir ađ yfirgangur Sovétmanna í A-Evrópu var orđinn ber.

Áriđ 1950 fluttist Jónas til Bandaríkjanna ţar sem hann hóf störf fyrir Alţjóđabankann og sinnti einkum verkefnum í Suđur-Ameríku. Ţađ var svo áriđ 1957 ađ Jónas var kallađur heim til ţess ađ gerast efnahagsráđgjafi fyrir nýstofnađa vinstristjórn undir forystu Hermanns Jónassonar. Fyrir Jónas var ţađ annađhvort ađ hrökkva eđa stökkva. Hann var 37 ára og gat vel hugsađ sér frekari frama ţar vestra. En svo fór ađ hann sneri aftur.

Hann eyddi síđan nćstu fjórum árum í ţađ ađ reikna bćtur og millifćrslur í gamla haftakerfinu ţar sem sífellt var veriđ ađ bjarga málum fyrir horn međ ýmsum neyđarráđstöfunum. Um umbćtur var ekki hćgt ađ rćđa.

Ţađ er hins vegar til marks um ţađ traust er Jónas naut ţvert á flokka, ađ hann varđ áfram helsti efnahagsráđgjafi ríkisstjórnarinnar eftir stjórnarskipti 1960 – ţegar hin sk. Viđreisn tók viđ.

Eftir áratugar starf međ viđreisnarstjórninni gekk Jónas í Sjálfstćđisflokkinn áriđ 1971 og varđ brátt valinn ţar til ýmissa trúnađarstarfa.

Hann gerđist ţá einnig mikilvirkur greinahöfundur og hélt fram sjónarmiđum frjáls markađar međ álíka rökfestu og hann hafđi skrifađ til stuđnings kommúnismanum á unga aldri.

Fyrir Jónas, eins og ţjóđina, var tuttugasta öldin hugmyndafrćđilegt ferđalag. Ţađ er líka góđ handfylli af íslenskum hagfrćđingum er gengu álíka langa leiđ frá vinstri til hćgri á starfsćvi sinni líkt og Jónas Haralz, en enginn ţeirra naut svo óskorađs trausts og trúnađar á báđum pólum eins og hann.

Lýsir ţađ meira en mörg orđ hćfileikum hans og mannkostum. Jónas orđađi ţađ sjálfur svo ađ ţeir sem skiptu um skođun vćru ţeir sem raunverulega skiptu máli ţar sem ţeir hefđu hugsađ málin til hlítar.

Eftir „hruniđ“ 2008 var Jónas oft spurđur ađ ţví hvađa lćrdóm hćgt vćri ađ draga af reynslu ţjóđarinnar af fyrri áföllum sem hćgt vćri ađ nýta gegn ađsteđjandi vanda. Hann lagđi ţá ávallt áherslu á eitt og ađeins eitt atriđi; ađ Ísland mćtti aldrei aftur grípa til hafta og einangrunarstefnu sem kreppulausnar, en ţađ var sú leiđ sem landsmenn völdu til ţess ađ bregđast viđ kreppunni miklu áriđ 1930 og leiddi ţá út á einstigi óstjórnar og skömmtunar eins og áđur er frá sagt.

Jónas sjálfur hafđi eytt drjúgum hluta af sinni starfsćvi í ţađ ađ reyna ađ halda gamla haftakerfinu gangandi og reyna ađ reikna skynsemi í eitthvađ sem var í eđli sínu óskynsamlegt. Jónas vann ávallt verk sín af samviskusemi og nákvćmni hvort sem hann var sammála eđa ósammála ţeim forsendum sem hann ţurfti ađ vinna eftir.

Listinn yfir trúnađarstörf hans fyrir opinbera ađila og félagasamtök er gríđarlega langur. Hann stóđ alltaf undir ţeirri ábyrgđ sem honum var falin. Og gott betur. Meira um vert er ţó ađ orđ hans höfđu ávallt vćgi.

Hann var alltaf rödd skynseminnar og á hann var ávallt hlustađ ţótt ekki vćri alltaf fariđ eftir ráđum hans. Áriđ 1969 varđ hann bankastjóri Landsbankans og stýrđi bankanum í gegnum tíma óđaverđbólgu og efnahagsóstjórnar nćstu ár á eftir.

Áriđ 1988 fékk hann sig svo lausan og sneri aftur til Bandaríkjanna, og starfađi fyrst fyrir Alţjóđabankann og síđan ađ sjálfstćđum verkefnum ţar ytra. Loks sneri Jónas aftur heim áriđ 1996, ţá 77 ára, en ekkert var honum meira fjarri en setjast í helgan stein. Hann fékk skrifstofuađstöđu á Hagfrćđistofnun og lét sannarlega til sín taka sem „emeritus“ viđ Háskólann.

Jónas var ţví áttrćđur ţegar ég kynntist honum – er ég kom heim frá námi áriđ 2000. Jónas hafđi sterka nánd og ákaflega yfirvegađ yfirbragđ. Hann talađi ávallt af bćđi öryggi og festu, og mjög skipulega. Hann hafđi einnig ađdáunarvert minni og var gangandi alfrćđiorđabók um sögu tuttugustu aldar. Ţađ var ógleymanlegt ađ hlusta á hann standa upp og flytja efnisríkar rćđur blađalaust og vitna sem sjónarvottur um persónur og atburđi langt aftur fyrir fćđingu flestra viđstaddra.

Ég minnist ţví međ mikilli ţökk margra samtala viđ Jónas Haralz um mál líđandi stundar sem og hagsögu tuttugustu aldar. Er hann – ađ öđrum ólöstuđum – sá hagfrćđingur íslenskur sem hvađ mest áhrif hefur haft á mig.

Eftir ađ ég hćtti störfum hjá Arion banka áriđ 2011 og hóf aftur starf viđ Háskólann settumst viđ Jónas aftur saman og ákváđum ađ skrifa bók um hagsögu tuttugustu aldar. Ég áleit ţađ skyldu mína ađ koma á prent ţeim mikilvćgu sögulegu heimildum er sátu í kolli hans, – en svo fór ţó ekki. Jónas lést áđur en viđ höfđum komiđ bókinni á rekspöl. Ţađ er – og verđur – alltaf mín eftirsjá ađ hafa ekki hafiđ verkiđ fyrr.

Međ Jónasi Haralz féll frá einn áhrifamesti og hćfasti hagfrćđingur Íslands á tuttugustu öld.

Ásgeir Jónsson hagfrćđingur. "

Ég er ţakklátur dr.Ásgeiri fyrir ađ minnast Jónasar, sem ég ţekkti ekkert persónulega, á ţennan verđuga hátt. En hvert orđ um "efnisríkar rćđur blađalaust og vitna sem sjónarvottur um persónur og atburđi langt aftur fyrir fćđingu flestra viđstaddra,"gleymast ekki ţeim sem á hlýddu.

Jónas og mig minnir dr.Gunnar Böđvarsson verkfrćđingur og gengu lengi saman á morgnana úr Kópavogi niđur í miđbć Reykjavíkur til starfa sinna og furđuđu margir sig á ţví uppátćki hjá mönnum sem áttu bíla. En ţá var ekki almennur skilningur á gildi hreyfingarinnar eins og nú er.

En lokaorđ Ásgeirs eru mjög sönn ađ mínu mati: "Međ Jónasi Haralz féll frá einn áhrifamesti og hćfasti hagfrćđingur Íslands á tuttugustu öld."

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband