Leita í fréttum mbl.is

Otto Heinrich Warburg

var þýskur vísindamaður 1883-1970. Kenningar hans um eðli krabbameins eru heimsþekktar.

18.000  vísindagreinar um kenningar hans um orsakir krabbameins hafa verið birtar á síðustu árum og ritun slíkra og rannsóknir halda stöðugt áfram.

Dr Warburg var tilnefndur til Nóbelsverðlauna 47 sinnum alls og hefur enginn komist þar í hálfkvisti.

En kenning hans er í stuttu máli þannig:

"Krabbamein,framar öllum öðrum sjúkdómum, hefur óteljandi undirliggjandi ástæður.En, jafnvel fyrir krabbamein, þá er en aðalorsök meinsins,í fáum orðum samantekið,útskipti á súrefnisöndun  heilbrigðra líkamsfruma fyrir gerjun á sykri. 

— Otto H. Warburg,"
 
Svona í gríni: Líkamsfrumur virðast fara að brugga einskonar landa í stað þess að anda að sér heilbrigðu súrefni.
 
Svo mikið er víst að kenning dr.Warburgs veldur mönnum stöðugum heilabrotum.
 
Er hún rétt?
 
Þúsundir vísindamanna halda að svo sé.
 
Hún er ekki röng því að hann eyddi krabbameinum í tilraunum með því að að breyta öndunarskilyrðum líkamsfruma dýra. 
 
En frá kenningu að framkvæmd lækninga er annar handleggur og því eru stöðugar rannsóknir á kenningum hans í gangi um allan heim.
 
Það er ástæða til þess að hvetja fólk til að fræðast um þennan merka, en þó mörgum ókunna, vísindamann. https://en.wikipedia.org/wiki/Otto_Heinrich_Warburg.
 
Dr. Otto Heinrich Warburg átti ótrúlegt lífshlaup að baki þegar hann andaðist ógiftur og barnlaus 83 ára gamall árið 1970.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband