Leita í fréttum mbl.is

Óli Björn á fundi

í Sjálfstæðisfélagi Kópavogs nú fyrir hádegið.

Mér hefur stundum fundist að Óli Björn væri nokkurskonar síðasti Móhíkaninn i flokknum.Síðasti gegnheili hugsjónamaðurinn sem þar væri að finna, maður sem nennir að prédika fagnaðarerindi hans af sannfæringu hægri mannsins og frjálslyndisins.

Óli Björn lýsti Sjálfstæðisflokknum sem regnhlífarsamtökum sem spönnuðu fyrir vítt svið. Svo mörg mismunandi sjónarmið væri að finna undir hans faldi sem hann hefði getað sameinað áður fyrr.

Flokkurinn spannaði yfir allt þjóðlífið og sætti svo mörg sjónarmið.Því miður væru um þessar mundir of margir sem hefðu fært sig út undan regnhlífinni og teldu sig ekki eiga samleið lengur sem speglaðist í 20 % fylgi flokksins. Þetta væri óásættanlegt.

En þetta væri okkur sjálfum að kenna. Okkur hefði mistekist að tala við fólkið og fá það til fylgis við okkur.

Samt hefðum við  náð fram ótrúlegum framförum í þjóðlífinu sem allir fyndu á eigin skinni.  Við hefðum bætt kjör allra þannig að kaupmáttur hefði aldrei verið meiri. Við hefðum bætt kjör eldri borgara 67 ára og eldri um 48 % á fáum árum. Samt kæmist þetta ekki í gegn til þeirra.

Við hefðum stóraukið framlög til heilbrigðismála en samt væri sífelld vandamál uppi og sífellt aukið við verkefnin, nú síðast með yfirtöku verkefna krabbameinsfélagsins. Heilbrigðisráðherrann hefði gífurleg völd og gæti breytt ótalmörgu án þess að spyrja Alþingi leyfis.

Tollar og vörugjöld hefðu verið afnumin í tíð Bjarna Benediktssonar  en fólkið virtist ekki skilja það til fulls né setja það í samband við Sjálfstæðisflokkinn sem vildi lækka álögur fremur en að hækka þær. 

Óli Björn sagðist sífellt spyrja sig hvort hann væri að standa sig í starfi sem  þingmaður.

Hann sagðist fúslega viðurkenna að hann sæi eftir ýmsu sem hann vildi ekki hafa gert eins og að samþykkja hærri ríkisframlög til stjórnmálaflokka. Hann hefði látið undan þrýstingi þeirra flokka sem hefðu meirihluta á Alþingi sem héldu því fram að stjórnmálaflokkar væru nauðsynlegir og þeir gætu ekki starfað án ríkisstyrkja þó að Sjálfstæðisflokkurinn hefði getað það á sínum tíma.Hann sagðist oft vera óánægður og nöldra. En maður næði engum árangri með því að sitja úti í horni og bara nöldra, maður yrði að berjast fyrir sínum skoðunum.

Hann væri alfarið á móti ríkisframlögum, til fjölmiðla þó að mismununin í garð RÚV væri óþolandi en sú stofnun fitnaði með ári hverju vegna almenns stuðnings landsmanna og Alþingismanna. Þar væri við ofurefli að etja.

Hann væri alfarið á móti því að úr Kvosinni í Reykjavík kæmi excelskjal sem fyrirskipaði sveitarfélögum undir þúsund íbúum að sameinast.

Fjörugar umræður urðu á fundinum og voru fundarmenn ekki sáttir við framgöngu flokksins í mörgum málum  svo sem gagnvart eldri borgurum.

Óli Björn lagði á það áherslu að almannatryggingakerfið væri tryggingakerfi til að halda undir þá sem væru hjálpar þurfi  en ekki réttindakerfi og því væru skerðingar nauðsynlegar.

Stöndugt fólk ætti ekki að krefjast þess að barnabörn þess væru að greiða þeim peninga sem aðrir þyrftu á að halda.

Jón Baldvin af flugvellinum lýsti því hvernig ríkið gerði sparifé og vexti  í banka upptækt og hvetti menn til að koma því frekar undan í bankahólf eða til útlanda.  Sömuleiðis hvernig sala á gömlum sumarbústað svipt fólk öllum ellilífeyri.

Óli Björn sagðist hafa lagt fram frumvarp til að bæta úr þessu með sumarbústaðina sem væri væntanlegt aftur í endurbættri mynd. Undirritaður hugsaði til þess að hann á gamalt flugskýli sem hann getur ekki selt af sömu ástæðum og mætti gjarnan falla undir það sama frumvarp sem samskonar vandamál og gamall sumarbústaður sem hefur stigið í verði vegna verðbólgu.

Gunnlaugur Snær sagði stjórnmálaflokka allstaðar eiga í erfiðleikum með að ná til fólks sem fyndi sér ekki samhljóm há þeim.

Fundarmenn virtust sammála um að að Sjálfstæðisflokkurinn ætti mikið starf fyrir höndum ef hann ætti að ná árangri í kosningunum 2021. Ragnar(?) markaðsmaður sagði okkur mistakast að koma verkum okkar til skila og tók dæmi af því að hann hefði rétt í þessu  keypt dekk undir bílinn sinn og fengið tíuþúsundkall í vasann í spöruðum tollum vegna ráðstafana flokksins í tollamálum.  Hann skildi þennan tíuþúsundkall alveg en ekki upplýsingatölur um milljarða almenna afslætti. Það vantaði að flokkurinn kæmi þessu til skila til hins almenna manns.

Þetta var góður fundur og Óli Björn náði vel til fundarmanna.

Það er morgunljóst að helsta vandamál flokksins eru PR-mál. Hann vantar sárlega PR-stjóra sem þarf að stjórna upplýsingagjöf og áróðri flokksins. Það er stutt til áramóta og það er það ár sem er næst á undan kosningaárinu. Á því ári verður flokkurinn að ná fram sínum málum sem fólk tekur eftir og koma þeim til skila. Það er ekki seinna en strax sem verður að fara að skipuleggja áróðurinn fyrir næstu kosningar. 

Það er helvíti hart að eiga einn glæsilegasta formann í sögu flokksins með alla nauðsynlega hæfileika sem er hinsvegar svo upptekinn í stjórnmálunum í þágu alþjóðar að hann gefur sér ekki tíma til að sinna áróðursmálunum.

Ég hefði viljað sjá formanninn og nýju stelpurnar og fleiri íhaldskurfa eins og Óla Björn reglulega á Hringbraut og N4 með massívan áróður að tala við fólkið.

Það verður eitthvað að gera ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að eiga sjans í kosningunum 2021 en ekki láta Sigmund Davíð halda áfram að hola hann að innan með allskyns yfirboðum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Halldór

Þessar fréttir af bókhaldsfundi flokksins sem skilur ekki að hann heitir Sjálfstæðisflokkur, fær mann til að stynja og hugsa að: þeir eru áfram alveg gersamlega clueless.

Við lifum á tímum þar sem bókhaldsforysta stjórnmálaflokka er álíka spennandi og bankamaður var 1972. Flokkurinn er með bókhaldara sem formann og þingmenn sem vita ekki hvað íhaldsmaður né íhaldsstefna er. Þeir eru að bryðja klakann sem þeir settu í frystinn handa sér fyrir hrunið sem þurrkaði út heimspekilegan grundvöll flokksins frá 1978-2019. Hann eru þeir því að bryðja einir í vakúmi, en sem þeir bara virðast ekki koma auga á. Þetta er álíka spennandi og að hlusta á þögn í grafhýsi.

Tímarnir núna og framundan snúast ekki um krónur, aura, landsframleiðslu, alþjóðaviðskipti eða tolla. Þeir snúast um þjóðina, ættina, fjölskylduna, þjóðarheimilið og að þjóðin stjórni því sjálf -en ekki Burssel og Brimarhólmur- hver fær að búa í landi hennar eða ekki, og að enginn megi selja undan henni fósturjörðina, jarðnæðið, götuna, heimilið, tunguna og menningu, né hrófla við fullveldi hennar og sjálfstæði. Bara ekki snerta það!

Þetta með krónur og aura og viðskipti er sjálfgefið og fyrir löngu innbyggt mál, og svipað því og að ætla að gera út á vatnssölu í heimi drukknaðs manns. Það sama gildir um viðskipti á milli landa. Þau hafa alltaf verið stunduð, árþúsundum saman, fyrir tíma og tilkomu bjánatímabils multilateral-ismans, sem er dauður. Steindauður

Svona morgunkorni úr bankabikkju mun enginn sakna þegar það hættir að koma út. Enda saknar enginn dauðra greiningardeilda í dag. Þær voru að langmestu leyti froða og plat.

Þessum flokki verður varla bjargað úr þessu. Það sé ég á frásögn þinni.

En ég þakka þér samt kærlega fyrir.

Það eru erfiðir tímar framundan. 50 ára hagsveiflu örgjörvans er að ljúka núna þessi árin. Þess vegna er þessi ólga, og hún er og mun fara mjög svo vaxandi. Enginn veit enn hvað tekur við og það gæti tekið langan tíma að ná upp momentum á ný.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 9.11.2019 kl. 16:21

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Gunnar,

Því miður eru ekki mörg tákn um breytta tíma hjá flokknum. En hvar er hjálpræðið að finna í pólitíkisnni? Er Sigmundur eina svarið? Ekki er beysið yfir að líta yfir svið Pírata eða grátkellinganna, hvað þá kvislíngaflokkanna sem geta ekki beðið eftir að afsala sjálfstæðinu til evruríkis hinna dauðu.

Halldór Jónsson, 9.11.2019 kl. 18:20

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hjálpræði

Frá og með 2008 hættu flestar þjóðir Vesturlanda að búa í hagkerfi. Þær fluttu. Þær fluttu sig yfir í þjóðfélagið.

Fyrir hrun bjuggu Íslendingar í hagkerfi.

Eftir hrun búa Íslendingar í þjóðfélagi.

Og þjóðfélag krefst þjóðar og þjóðarstefnu, en ekki alþjóðastefnu elíta (e. nationalism but not Inter-nationalism).

Sá sem fyrstur kemur til myllu fær. Hinir ekki.

Þetta hefur xD ekki fattað enn. Og mun sennilega aldrei fatta það, því þeir sem skildu þetta eru farnir. Þeir sem eru eftir í Valhöll núna eru eins og 55-65 ára fólkið sem heldur enn að það geti lifað lífinu eins og þegar maður var táningur á djamminu. Það er hallærislegt og álíka þeim sem koma enn til Skagen í DK á sumrin til að djamma, og fatta ekki enn að Sigtún og Klúbburinn er liðin tíð. Syni mínum ofbauð þetta lið þegar hann var að vinna þar. Kerlingar á brókinni, búnar að týna fötunum og karlarnir afvelta. Það drakk eins og karlmenn en varð fullt eins og kerlingar. Þetta fólk býr enn í hagkerfi (þvælu). Passar ekki við tímavél líkamans.

Það mun líða langur tími þar til íslenska þjóðin og flestar þjóðir vesturlanda flytja sig aftur yfir í hagkerfið. Laaangur tími.

Reykjavíkurbréfið í dag

[..] Tom Wat­son hef­ur verið helsti talsmaður „lýðræðisarms Verka­manna­flokks­ins“ og sagt er að hann hafi talið drjúg­an hluta þing­flokks­ins á að um­bera yrði harðsósí­al­ist­ann Jeremy Cor­byn og bíða hann hrein­lega af sér. Ekki löngu eft­ir að sprengju­frétt­in barst héldu tveir fyrr­ver­andi þing­menn Verka­manna­flokks­ins op­inn blaðamanna­fund þar sem þeir skoruðu á flokks­systkini sín að styðja for­sæt­is­ráðherr­ann Bor­is John­son í þess­um kosn­ing­um því að Jeremy Cor­byn væri, sem leiðtogi, verri en óhæf­ur. [..]

Viltu að ég segi þetta? - eða vilt þú segja þetta Halldór, - eða eigum við að bíða eftir því að summan af okkur öllum segi þjóðinni þetta fyrir okkur. 

En fyrst verð ég að segja mig úr flokknum áður en ég segði þetta. Það er því miður alveg að koma að því.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.11.2019 kl. 19:35

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Halldór- það er ekkert að marka Óla Kárason eftir að honum snérist hugur ásamt fleiri "sjálfstæðismönnum" í Orkupakkamálinu. Þegar forusta Sjálfstæðisflokksin er einhuga um "nánast landráð" og gefa eftir ákvörðunarvald til ESB í orkumálum íslendinga er ekki lengur hægt að styðja Sjálfstæðisflokkinn. ÞAð  verður að stokka upp og losa sig við forustuna og fá þjóðholla einstaklinga til að taka við.

Eggert Guðmundsson, 9.11.2019 kl. 20:34

5 Smámynd: Halldór Jónsson

 Gunnar minn góður og  líka Eggert

Ég var eitt sinn á fundi reiðra manna í Sjálfstæðishúsinu gamla. Það var mikill hiti í mönnum útaf einhverju sem ég man ekki lengur hvað var. Bjarni Ben og Jóhann Hafstein komu á fundinn þegar menn höfðu æst sig vel upp á brennivíni.Bjarni steig á svið og sagði að hann og Jóhann hefðu verið að ræða það sín á milli á leið á fundinn að það yrði líklega ekki tekið skemmtilega á þeim þar. Já, Bjarni sagðist vel skynja óænægjuna sem risi á móti þeim. "EN:" sagði hann:"Munið þið piltar að þótt við séu vondir, þá eru aðrir verri" Og menn drukku ágreininginn saman og margir urðu blindfullir þar á meðal ég og Bjarni..

Það er þetta með Regnhlífarsamtökin. Það eru margar skoðanir undir henni og sitt sýnist hverjum. En það leysir ekkert að sitja úti í horni og nöldra eins og Óli Björn sagði á fundinum.. Við verðum að láta skoðanir okkar í ljósi og ekki vera feimnir. Tala fyrir okkar máli. Það leysir ekkert að bara að nöldra hvað þá að segja sig úr flokknum sem er engu betra, Rífum kjaft og látum skoðanir okkar á forystunni í ljósi. Þá er vel mögulegt að við kmum einhverju til leiðar.

Halldór Jónsson, 10.11.2019 kl. 10:17

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð grein Halldór og ekki síður athugasemdirnar. Ég myndi leggja til að fyrst reynum við að vera ein þjóð en á meðan þjóðernishyggja er ólöglega þá verður að byrja á að lögleiða hana og hvetja þjóð til að virða sína þjóð í stað allt sem viðkemur alþjóða eða Globalismanum en verk þeirra í dag er að aðskilja þjóð og kirkju en þá er þessi þjóð búinn. Algjörlega búinn.   

Valdimar Samúelsson, 10.11.2019 kl. 18:00

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Þingmenn  Sjálfstæðisflokksins keppast við að viðurkenna mistök forystunnar í fylgishruni flokksins. Eiga þá almennir Sjálfstæðismenn bara að geispa og fyrirgefa, nafni sæll? Óli er engu betri en steingeld forystan. Hann kann að koma orðum sínum vel að hlutum, en hann kýs gegn stefnunni og þar með telst hann persona non grada. Þriðja orkupakkann vona ég að hann eigi jafn erfitt með að melta og meðreiðarsveinar hans. Megi hann og forysta Sjálfstæðisflokksins eiga erfiðar hægðir langt fram eftir öldinni.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 11.11.2019 kl. 04:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband