28.11.2019 | 09:47
Ég verð hugsi
þegar Andrés Ingi gengur úr kommeríiinu. Hverju hyggst hann ná fram?
Ómar Geirsson, sem verður nú seint sakaður um hægrimennsku, hugleiðir svo í sama tilefni:
"Það er aur í frjálshyggjunni, hún er hagtrú, sem játar Mammon æðsta guða, og hún er hugmyndafræði þeirra sem vilja gefa auðnum veiðileyfi á almenning.Afmennska hann, breyta honum úr manneskju í kostnað.Bein afleiðing er óhófleg auðsöfnun Örfárra þar til því markmiði er náð að örfá þúsund eiga megnið að auðævum heimsins, nokkrar tugir milljóna lifa síðan góðu lífi að þjóna hinum Örfáum, restin lepur mismikinn dauða úr skel.
Það er langt síðan, á þriðja áratug að auðurinn samlagaði stjórnmál vestrænna ríkja, gjörspillingin hélt innreið sína á þann hátt að í reynd ganga jafnt hefðbundnir borgaraflokkar sem og hefðbundnir jafnaðarmannaflokkar erinda frjálshyggjunnar þó í orði sé öðru haldið fram.
Lokahnykkurinn varð síðan ljós eftir fjármálahrunið 2008 þegar flokkarnir vinstra megin við jafnaðarmenn gengu harðast fram jafnt í níðingshætti gagnvart almenningi sem og hagsmunagæslu fyrir auðmagnið.
Allt þetta var ljóst þegar Andrés hinn ungi bauð sig fram í prófkjöri VinstriGrænna, og jafnvel næmustu njósnatæki Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna hafa ekki numið annað en hann væri sáttur við þessi umskipti, að hann vissi og gerði sér grein fyrir hverjum í raun VG þjónar líkt og systurflokkarnir á Norðurlöndum gera.
Allt hið meinta andóf með tilvísun í róttækni, hugsjónir eða stefnu flokksins er því ekkert annað en sá egóismi sem heitir frami og völd Andrésar Inga Jónssonar.
Eitthvað sem Mammon guð kann vel að meta.
Auðsöfnun Örfárra er samfélagsleg meinsemd sem ógnar velferð og velmegun fjöldans.
Slítur í sundur þá sátt sem borgarstéttin náði við verkalýðinn á fyrri hluta 20. aldar, sátt sem batt enda á samfélagsátök liðinna alda.Og eðlilega snýst fjöldinn til varnar.Sem kallar á kostnað og útgjöld til að tryggja óbreytt kerfi.
Ruglandi og bullandi dagsins í dag er ekki sjálfsprottið fyrirbrigði.
Það er enginn svona gefinn frá náttúrunnar hendi líkt og ætla mætti út frá hinni botnlausu heimsku sem tröllríður umræðu múgæsingarinnar.
Ruglið og bullandi er fjármagnaður, markmiðið er að hindra að fólk nái að sameinast um kröfuna um réttlátt og sanngjarnt samfélag.Um mannúðina og mennskuna.
Nái að sameinast í afli sem brýtur skurðgoðið Mammon af stalli.
Auðnum er nákvæmlega sama hver stjórnar á meðan Mammon er þjónað.
Á meðan kerfinu er ekki ógnað, á meðan hið frjálsa flæði er æðra lögum guðs og manna.
Þegar fjöldinn er reiður þá skiptir miklu að bjóða uppá valkost sem breytir fólki í múg.
Sem hægt er að stjórna með ruglanda og bullanda.Eitthvað sem við upplifum svo sterkt á Íslandi í dag.O g slíkan valkost þarf að manna.
Píratarnir eru góðir til síns brúks.
Framboð rebellanna í verkalýðshreyfingunni um breytingar á forsendum frjálshyggjunnar er annað dæmi þar um. Eftir stendur fólkið sem þykist hafa hugsjónir.
Fólkið, sem sveik ekki þegar mestu manngerðar hörmungar í nútíma vestrænni sögu gengu yfir almenning. Fólkið sem þolir eiginlega allt nema samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.Það er rekald í dag.Svona óplægður akur sem má sá í.Þess virði að fjárfesta í.
Eitthvað fyrir unga menn á uppleið.
Sem eiga sjálfan sig sem sína einu hugsjón.
Vantar bakhjarl svo akurinn sé þeirra.Útgjöld, kostnaður.Hégómi, metnaður.Fjárfesting sem klikkar ekki.
Auðurinn veit sínu viti.
Það ógnar honum ekkert í dag.
Kveðja að austan."
Ómar virðist trúa því að fjármagnið sé undirrót alls ills þegar félagshyggjuöflin stjórna því ekki.Samt þekkja þeir á Neskaupsstað að ekkert hreyfist nema fé komi til. Það er bara hver á heldur.
Hverju mun Andrés ungi koma til leiðar? Mun hann geta fengið Bjarna Ben til liðs við sín baráttumál?
Til hvers eru flokkar? Eru þeir ekki til að reyna að ná samstöðu með sér andlega skyldum? Mér hefur nú veist það all-erfitt á stundum og ekki hvað minnst síðasta ár á 90m ára afmáli flokksins míns. Aumingja Andrés ungi. Mikið hlýtur honum aða hafa liðið illa? Það er að segja ef þetta er ekki leiksýning í eiginhagsmunaskyni. Ferð án fyrirheits.
Veltir enginn fyrir sér hver verði sporin sem Píratahreyfingin muni skilja eftir sig í stjórnmálum. Fyrirspurnafjöldinn og opnugreinarnar í Mogga frá Leví? Svívirðingarnar frá Sunnu?
Já, ég verð stundum hugsi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Elsku besti Halldór minn.
Reyndar er ég að hæðast að því af hverju Andrés Ingi yfirgaf VG núna, en ekki þegar flokkurinn stóð fyrir mestu manngerðum hörmungum í vestrænni sögu á friðartímum.
En ég er reyndar að skrifa fyrir annan lesandahóp en þú enda ég Hriflungur en þú borgarlegt íhald.
Hins vegar þykir mér það sorglegt á hvaða forsendum þú ert að hnýta í mig, þegar þú leggur að jöfnu helstefnu frjálshyggjunnar og auðsöfnun hinna Örfáu við kapítal og borgarlegan kapítalisma.
Það er eins og þú vitir ekki út hvað uppreisn Trumps gengur, og hvaða öfl það eru sem fjármagna aðförina gegn honum.
Hans vanhelgi snýst ekkert um ólík sjónarmið varðandi loftslag, nýtingu gas og olíulinda, eða hvort kallinn sé hallur undir rasisma líkt og innflytjenda stefna hans er talin bera vitni um.
Það er tvennt sem Trump gerði sem auðurinn, og þar með stjórntæki hans sem kennt er við frjálshyggju og global, fyrirgefur ekki, hann réðst á hið frjálsa flæði fjármagns án skattlagningar í skattaskjól, og með stefnu sinnu að gera USA great again, réðst hann gegn þrælahaldinu sem kennt er við global. .
Vissulega tókst frjálshyggjunni að samlaga ykkur íhaldsmenn, þið voruð svo miklir einfeldningar að trúa að frelsi hinna ofurríku að ræna ykkur hina, væri frelsi ykkar allra.
En þið leiðið samt uppreisnina gegn henni í dag.
Ekki vinstrið, ekki góða fólkið.
Þú ert Trumpisti Halldór, þar með ertu ekki frjálshyggjumaður.
Að lokum þetta Halldór, það var nýlendustefnan, arðránið í gegnum ranga gengisskráningu sem gekk af Síldarvinnslunni dauðri, þó sama fyrirtæki sé rekið undir henni nafni, en í eigu Samherja.
Það var ekki til fjármagn í bænum til að endurfjármagna hana, en þess í stað leitað eftir samstarfi við unga kraftmikla menn, sem komu með fjármagn, og í dag er Síldarvinnslan öflugt fyrirtæki sem skapar mikinn arð í þjóðarbúið, sem og velmegun í nærsamfélagið.
Eignarhlut Norðfirðinga fór ekki í sumarhús í Flórída, eða hlutafjárbrask í Kauphöllinni, fyrir eignarhlut bæjarins var veglegur grunnskóli byggður, og Samvinnufélag útgerðarmanna skilar árlega tugum milljónum inní samfélagið með því að styrkja allskonar góð málefni.
Ef ég nenni, sem ég nenni ekki Halldór, þá get ég talið upp fyrir þig á annan tug stórra fyrirtækja í einkaeigu sem fóru á hausinn, eða eigendur þess kusu að selja þegar reksturinn var ekki lengur sjálfbær.
Neskaupstaður lifði af Halldór, vegna samvinnu við kapítalistana.
Óþarfi að tala það niður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.11.2019 kl. 15:10
Góði Ómar, ég er ekki viljandi aðhnýta í þig. Mér finnst undur gaman af því hversu þú getur komið mér á óvart með víðsýnum skkilningi á eðli athafnalífsins. Þú hefur drukkið þetta í þig hjá gömlu kommunum Lúlla og Bjarna, þeir nefnilega skildu meira en þeir viðurkenndu stundum upphátt og Lúlli sveiflaði gleraugunum þá ótt og títt til skilningsauka.Neskaupstaður lifði af , vegna samvinnu við kapítalistana segirðu réttilega. Og líklega eru mvið báðir ósköp pragmatískir og frekar lausnamiðaðir heldur en kennimenn hvor í sínu horni.
Trump er það líka. En það hatrið og fýlan sem knýr demmana áfram, þeir geta bara ekki viðurkennt að Hillary hafi tapað fyrir venjulegu fólki ekki úr the effete bunch of effete smobs eins og Spiro Agnew orðaði það.
Halldór Jónsson, 28.11.2019 kl. 17:26
ekki úr the effete bunch of intellectual snobs eins og Spiro Agnew orðaði það átti það víst að vera
Halldór Jónsson, 28.11.2019 kl. 17:27
Allt má vel vera Halldór, en þessi fullyrðing þín er röng; "Ómar virðist trúa því að fjármagnið sé undirrót alls ills þegar félagshyggjuöflin stjórna því ekki".
Og þú veist betur.
Á síðustu og verstu tímum þá eru fáir í bloggheimum sem hafa komið borgarlegu íhaldi eins oft til varnar og ég. Og í ljósi þess að ég er ekki íhald, heldur Hriflungur, og rætur mínar eru vinstra megin við miðju, þá ætti að meta það því þín megin eru fáir sem hafa kjark og dug til að verja kjarna hins borgaralega þjóðfélags.
Vissulega hatast ég út í frjálshyggjuna, enda siðaður maður, en þar er ég í góðum félagsskap, til dæmis hér á Íslandi má nefna Ólaf Thors og Bjarna Ben eldri.
Þeir voru kapítalistar, en virtu sið, gengust við samfélagslegri ábyrgð, voru það sem seinna meir var kallað kristilegt íhald.
Og líkt og samherjar þeirra í Þýskalandi eftirstríðsáranna, eða Bretlandi fyrirstríðs áranna, þá gengu þeir af hinum siðlausa liberisma dauðum, og innlimuðu leifarnar af honum í Sjálfstæðisflokkinn.
Ég er ágætlega lesinn í hagfræði Halldór, en fyrst og síðast hef ég í fjölda ára spáð í forsendur samfélagsins sem fóstrar okkur báða, sem og og börn okkar og barnabörn (sem ég kem vonandi til með að eiga), það er hugmyndafræði þess og siðfræði.
Og ég játa að þær pælingar hafa fengið mig til að meta grundvöll ykkar íhaldsmanna, þann borgaralega sem og hinn kristilega, það er þá síðfræði sem kristin trú mótaði Vesturlönd og í kjarna þau norm sem við teljum sjálfsögð í dag.
En ég er náttúrulega radikal, en það breytir því samt ekki að ég virði hugmyndafræðilegan grundvöll ykkar íhaldsmanna.
Hefur ekkert með það að gera að eftir því sem ég kynnist fleiri íhaldsmönnum, þá er ég að tala um gegnheilt íhald, að þá betur líkar mér við persónuleika þeirra og lífsviðhorf.
Frjálshyggjan er samt óeðli Halldór, hún er hinn boðaði, og hefur verið boðuð í næstum 2.000 ár, antikristni, sú mannvonska og illska sem mun ganga af mannkyninu dauðu.
Það er ef það snýst ekki til varnar líkt og spáð er.
Það liggur í hugmyndafræði frjálshyggjunnar, hefur ekkert með fjármagn eða kapítalisma að gera. Blásýra HCN er vissulega eitur, en það að fordæma notkun hennar hefur ekkert með Vetni (H), Kolefni (C) eða nitur (N) að gera.
Og hvað sem má segja um Trump, og ég get sagt margt um hann út frá mínum lífskoðunum eða hugmyndaheim, þá breytir það því ekki að hann skoraði frjálshyggjuna í Bandaríkjunum á hólm, og þá undir grunnfána borgarlegs kapítalisma.
Og það er hún sem fjármagnar aðförina að honum.
Láttu þér ekki detta í hug annað.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.11.2019 kl. 21:36
Ómar
ég held að við leggjum sitthvorn skilninginn í frjálshyggju. Þú sérð hana sem grimmlynt samviskulaust arðránstæki sem engu eirir til að kroppa augun úr hverju sem er í gróðafíkn.
Ég sé hana allt öðruvísi. Hún er frjálslyndi sem ber virðingu fyrir skoðunum og rétti annarra. Afl sem hafnar einræði og hugsanakúgun eins og til dæmis glórulausri fanatík eins og kemur fram í loftslagsmálum Katrínar og umhverfisráðherrans sem enginn kaus. Bar trúarsetningar án rökhyggju eða vísindalegra forsendna. Að þú skulir rugla saman svona hugtökum þegar þú segir:
"Frjálshyggjan er samt óeðli Halldór, hún er hinn boðaði, og hefur verið boðuð í næstum 2.000 ár, antikristni, sú mannvonska og illska sem mun ganga af mannkyninu dauðu.
Það er ef það snýst ekki til varnar líkt og spáð er.
Það liggur í hugmyndafræði frjálshyggjunnar, hefur ekkert með fjármagn eða kapítalisma að gera. Blásýra HCN er vissulega eitur, en það að fordæma notkun hennar hefur ekkert með Vetni (H), Kolefni (C) eða nitur (N) að gera.
Og hvað sem má segja um Trump, og ég get sagt margt um hann út frá mínum lífskoðunum eða hugmyndaheim, þá breytir það því ekki að hann skoraði frjálshyggjuna í Bandaríkjunum á hólm, og þá undir grunnfána borgarlegs kapítalisma.
Og það er hún sem fjármagnar aðförina að honum.
Láttu þér ekki detta í hug annað.
Kveðja að austan."
Þetta er alger andstæða frjálshyggju samkvæmt mínum skilningi. Þú ert að samsama frjálshyggju við einræði og hugsanakúgun, ofbeldi, rán og pyntingra,allt sem er andtyghgilegt í augum okkar beggja. Þú ert að tala um allt sem ekki er frjálshyggja í skilningi John Stuart Mills. Þú verður að endurskoða hugtakið því þú veður bara reyk með rangri hugtakanotkun. Frjálshyggja er andstæða kommúnismans og dogmu kaþólskunnar, trúnni á helvíti og fordæmingu, galdrabrennur og ofsóknir fyrir hugsanir. Frjálshyggjan er fegursta form mannlegrar hugsunar en ekkert af því sem þu ert að segja að hún sé.
Halldór Jónsson, 29.11.2019 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.