17.12.2019 | 14:35
Meiri ríkisafskipti
eru boðuð af Framsóknarflokknum. Lilja Alfreðsdóttir skrifar pistil í Morgunblaðið í dag:
"Miklar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi fjölmiðla með tilkomu samfélagsmiðla og nýrra miðlunarleiða. Flestir fjölmiðlar byggja afkomu sína á auglýsingum og áskriftum og þegar báðir tekjustraumarnir minnka verulega verður staðan erfið.
Tekjusamdrátturinn er rakinn annars vegar til þess að sífellt stærri hluti auglýsinga er birtur á vefjum erlendra stórfyrirtækja og hins vegar aukins framboðs á ókeypis fjölmiðlaefni.
Stjórnvöld víða um heim hafa brugðist við þessari þróun með því að veita fjölmiðlum styrki eða bætt rekstrarumhverfi þeirra með öðrum hætti. Sömuleiðis hafa Norðurlandaþjóðir verið í fararbroddi í stuðningi við fjölmiðlun um áratuga skeið. Í upphafi miðaðist hann einkum að dagblöðum en hefur á síðustu árum einnig tekið til annarra tegunda fjölmiðlunar, svo sem netmiðla og hljóð og myndmiðla.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram fyrirheit um að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Því hefur verið smíðað frumvarp þess efnis sem er í þinglegri meðferð. Markmið frumvarpsins er að efla stöðu íslenskra fjölmiðla með því að styðja við og efla útgáfu á fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni. Til að ná því markmiði er gert ráð fyrir að heimilt sé að veita einkareknum fjölmiðlum fjárhagslegan stuðning sem felst í því að endurgreiða þeim hluta þess kostnaðar sem fellur til við að afla og miðla slíku efni. Stuðningurinn verður annars vegar í formi endurgreiðslu á allt að 18% af launakostnaði viðkomandi fjölmiðils vegna ritstjórnarstarfa og hins vegar í formi 4% sérstaks stuðnings, sem einnig er miðaður við tiltekið hlutfall af launakostnaði.
Einnig er gert ráð fyrir að endurgreiðsla til fjölmiðils geti ekki orðið hærri en 50 milljónir króna, en ekki er þak á sérstökum stuðningi sem miðast við 4% af framangreindum launakostnaði.
Vert er að taka fram að endurgreiðsluþáttur frumvarpsins er í anda annarra kerfa sem stjórnvöld hafa sett á laggirnar á síðustu árum til að styðja við menningu á Íslandi og nefni ég þar endurgreiðslur er varðar kvikmyndir, hljóðritun og bókaútgáfu. Einnig má nefna styrki til nýsköpunarfyrirtækja. Hér er um að ræða endurgreiðslu á kostnaði úr ríkissjóði til einkaaðila hvort heldur í menningar- eða í nýsköpunarstarfsemi.
Ég vonast til þess að sá stuðningur sem frumvarpið gerir ráð fyrir geri fjölmiðlum kleift að efla ritstjórnir sínar, vera vettvangur skoðanaskipta og tjáningarfrelsis og með þeim hætti rækja hlutverk sitt sem einn af hornsteinum lýðræðisins.
Mál þetta hefur verið á döfinni í mörg ár en því hefur ávallt verið ýtt til hliðar. Nú hlakka ég til að fylgja þessu frumvarpi eftir því það er heillaspor fyrir íslenska fjölmiðlun í heild sinni."
Hvað verður um trúverðugleika Útvarps Sögu þegar það fyrirtæki er orðið ölmusuþegi Framsóknarflokksins? Stundin og Kjarninn og álíka vinstrisneplar sleikja út um enda komnir á hausinn fyrir löngu. Ég get ekki séð að nein eftirsjá væri í því ef eigendur þeirra hætti útgáfunni. RÚV hefur áfram sína forgjöf. Fólk sættir sig við RÚV ef hægt væri að hreinsa kommabakteríuna út úr fréttastofunni og er furðulegt að slíkt skuli ekki vera hægt.
Ég hef gefið út blað, www,samufostri.is í mörg ár.Það blað kemur út án styrkja. Náist ekki að afla auglýsinga í það kemur það bara ekki út. Svo einfalt er það og enginn myndi sakna þess.
Prentmiðlar eiga bara einn óháðan styrktaraðila og það eru þeir sem vilja leggja þeim lið í skiptum fyrir auglýsingar. Aldrei myndi mér detta í hug að sækja um útgáfustyrk fyrir þetta blaðabrölt mitt. Rekstrartap eiga eigendurnir eða styrktaraðilar að borga en ekki ríkið. Allt annað er sósíalismi andskotans.
Meiri ríkisafskipti í útgáfustarfsemi að hætti Lilju Alfreðsdóttur er ekki til að sópa fylginu að Sjálfstæðisflokknum sem er nú ekki beysið þessa dagana.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Takk fyrir ábendinguna. Líst vel á Sámur fóstri.
Benedikt Halldórsson, 17.12.2019 kl. 14:55
ÍSLAND hefur breyst til batnaðar? Börnin læra og keppast við að vinna hjá Ríkinu eða Borginni. Þar er framtíðin ÖRUGG. ALÞINGI styrkir STJÓRBMÁLAFLOKKA um miljarð á ári. ALÞINGI greiðir hundruð miljóna til aðstoðar og embættismanna ALÞINGIS.
Nú á að tryggja og kaupa "velvild" blaðamanna og styrkja DAG-BLÖÐIN um 400 miljónir á ári með styrk frá ALÞINGI. STANSLAUS EYÐSLUSEMI er ríkjandi. SPARSEMI hljómar vel í UPPELDI barna og við rekstur góðra fyrirtækja.
Þú hefur réttar skoðanir Halldór á rekstri fyrirtækja og lífinu. Þetta er EKKI alltaf auðvelt og stundum bölvað, en oftast spennandi og skemmtilegt.
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 17.12.2019 kl. 21:53
Því ætti þá ekki ríkið að ,,bæta" öðrum greinum upp tekjutap vegna internetsins?? það er ljóst að margskonar verslun og þjónusta á í vök að verjast vegna einmitt internetsins. Hér skal allt ríkisvætt,stjórnmálaflokkar og blöð. Er nokkkuð skrýtið að fylgi xd sé á fallandi fæti. Hvernig er hægt að taka þátt í svona?
Steinþór Jónsson (IP-tala skráð) 18.12.2019 kl. 08:32
Takk Gísli
Halldór Jónsson, 18.12.2019 kl. 10:24
Takk Steinþór, þörf ábending
Halldór Jónsson, 18.12.2019 kl. 10:24
Takk Benedikt
Halldór Jónsson, 18.12.2019 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.