Leita í fréttum mbl.is

Því verr gefast ..

heimskra manna ráð sem fleiri koma saman. Lítt hefur verið deilt um vísdóm þessara orða hjá fólki sem er vant því að hafa einn formann aðeins á hverjum báti.

Sjálfstæðismenn í Borgarstjórn Reykjavíkur hafa vakið athygli á því megineinkenni vinstri manna að fjölga sem allra mest í umræðuhópum um allt milli himins og jarðar í hvaða máum sem er.Líst mér á og líst mér á sagði gamli sjómaðurinn á sexæringnum, fimm formennirnir, þegar áhöfnin deildi um hvort reyna ætti lendingu.

"Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa lagt fram til­lögu í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur þar sem skorað er á Alþingi að end­ur­skoða fjölda borg­ar­full­trúa sam­kvæmt lög­um og að þess í stað verði borg­ar­stjórn gefið sjálf­dæmi um fjölda þeirra.

Fram kem­ur í grein­ar­gerð með til­lög­unni að samþykkt hafi verið í borg­ar­stjórn í sept­em­ber á síðasta ári að fjölga borg­ar­full­trú­um úr 15 í 23.

„Þetta hef­ur haft veru­leg­an kostnað í för með sér þrátt fyr­ir að öðru hafi verið haldið fram. Laun 15 borg­ar­full­trúa árið 2017 voru um­tals­vert lægri en laun þeirra 23 borg­ar­full­trúa sem nú þiggja laun og hafa fengið um­tals­verðar launa­hækk­an­ir til viðbót­ar. Ekki hef­ur feng­ist staðfest tala fyr­ir launa­kostnað borg­ar­full­trúa en m.v. þá viðauka sem borg­in hef­ur þurft að ráðast í er ljóst að hér er um veru­lega fjár­muni að ræða. Hér skort­ir því gagn­sæi. Ný­samþykkt­ur var viðauki vegna kostnaðar við borg­ar­stjórn upp á 56 millj­ón­ir króna, því sem áður hafði verið áætlað fyr­ir árið 2020,“ seg­ir enn frem­ur.

Þetta sé annað árið í röð sem Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri hafi lagt fram viðauka vegna auk­ins kostnaðar við borg­ar­stjórn. Á síðasta ári hafi verið um að ræða 70 millj­ón­ir króna. Þá hef­ur ein­skipt­is­kostnaður verið hár en kostnaður við breyt­ing­ar á borg­ar­stjórn­ar­sal hafi numið að minnsta kosti 84 millj­ón­um króna og breyt­ing­ar á vinnuaðstöðu borg­ar­full­trúa um 16,5 millj­ón­ir króna.

„Sam­tals er því um að ræða hundruð millj­óna í kostnaðar­auka, þvert á það sem sagt var í aðdrag­anda breyt­ing­anna. Með fjölg­un borg­ar­full­trúa í 23 hef­ur jafn­framt fjölgað flokk­um í borg­ar­stjórn og eru þeir nú átt tals­ins. Óhjá­kvæmi­lega leng­ir þetta fund­ar­tíma, fjölg­ar fyr­ir­spurn­um, kall­ar á frek­ari stoðþjón­ustu, mat og ferðalög en þetta eyk­ur ekki á skil­virkni í borg­ar­kerf­inu. Það er því ekki ein­göngu fjár­hags­leg rök fyr­ir því að hverfa frá fjölg­un borg­ar­full­trúa í Reykja­vík held­ur önn­ur fag­leg rök fyr­ir til­lög­unni.“

Auðvitað kemur mér það ekki við hvaða dellur Dagur B. heldur áfram að gera í Borgarstjórn Reykjavíkur. Skrifræðið og kostnaðurinn blæs út hvar sem sá maður kemur. Legíó aðstoðarmanna kemur í veg fyrir að borgarbúar geti fengið viðtal við Goðið sjálft og flækjustig stjórnsýslunnar vex við hvern dag sem líður.

En það er auðvitað að þessi vinstri stefna smitar út til nágrannasveitarfélaganna þar sem vinstra fólkið vill ótt og uppvægt fjölga í bæjarstjórnum hjá sér. Þó að sporin hræði vex þrýstingurinn í þá átt að safna saman ráðum hinna heimskari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hljómar vel að fækka borgarfulltrúum. Fækka þeim og gera þá ÁBYRGA gjörða sinna.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 18.12.2019 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband