18.12.2019 | 11:34
737Max/757?
Ég hef ekki hundsvit á flugrekstri eða hagfræði flugvélategunda. Ég fór nokkrar ferðir með lærimeistara mínum honum Ingimari K.Sveinbjörnssyni á B757 og þar áður á B727 milli heimsálfa í gamla daga.
Ingimar var Flugmaður með stórum staf og mér fannst hann alltaf hafa ófreskigáfu hvað varðaði veður háloftanna, hvernig hann gat þrætt flugið milli þrumuklakkanna sem lýstu eins og perur á jólatrjám, beygt til vinstri en ekki hægri þegar vélin var á tampi sinnar getu, og komið okkur út úr óveðrinu. Mér fannst hann alltaf tala með virðingu um 757una, að hún væri afbragðs flugvél sem hann treysti.Við áttum marga ógleymanlegar stundir á lofti og hann reyndi að troða einhverri flugvizku í minn heimska haus. Það litla sem festist er honum alfarið að þakka.
Nú tala þeir um að 737MAX framleiðslu sé hætt en Icelandair ætli samt að setja þær aftur inn í vor. Spá þeir ekkert í það hvort einhver vilji fara um borð í þær?
Það er enginn hræddur við 757. En það eru margir smeykir við 737Maxinn vegna sögunnar. Er útilokað að fljúga bara á 757 en ekki 737? Verri afkoma sjálfsagt en það er þó jákvæð afkoma og öruggur rekstur.
Spyr sá sem ekki veit um 737/757.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
757 nýtur þess, hvað varðar brautarnotkun og burð, til dæmis á fragt, að vængir hennar eru næstum 50 prósent stærri að flatarmáli en á þeim þotum, sem hafa rutt henni úr vegi, svo sem 737 og Airbus 320.
Stærri vængur þýðir að öðru jöfnu meiri loftmótstöðu og þar með meiri orkueyðslu.
Stóru, nýju hreyflarnir á 737 Max og Airbus 320 neo ásamt vængjum með eins litla loftmótstöðu og unnt er að ná fram, bjóða upp á rekstarskilyrði í hinni miskunnarlausu samkeppni farþegaflugsins, sem 757 getur ekki svarað, jafn frábær flugvél og hún þó er.
Ómar Ragnarsson, 18.12.2019 kl. 13:54
Takk fyrir þinn fróðskap Ómar. Hefurðu nokkrar tölur um það hvað eyðist meira á farþegasætið í 757 en 737Max?
Halldór Jónsson, 18.12.2019 kl. 14:05
Og af hverju er bara hægt að flytja fragt en ekki farþega með því að pakka þeim þéttar, leggja af Sagaclass osfrv.og hafa ódýrari miða?
Halldór Jónsson, 18.12.2019 kl. 14:07
Ég kynntist INGIMARI K.SVEINBJÖRNSSYNI flugstjóra á Keflavíkur flugvelli. Hann var ræðinn og skemmtilegur. Bróðir hans var EINAR fiðlusnillingur. Við blessum minningu þeirra beggja.
KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR breytti Landinu OKKAR til góðs. Síðar var hann gjöf USA til okkar ÍSLENDINGA, brautirnar og öll tækni. Framtíðarstaður flugsins og INNANLANDSFLUGS.
ÖRUGGT flug ICELANDAIR og kunnátta gefur bjarta FRAMTÍÐ.
Þarna kynntumst við mótmælum og fótgönguliði vinstri sinna, um og kommunistum, sem mótmæltu
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 18.12.2019 kl. 16:26
Það hefur verið flaggað tölum á milli 20 og 25 prósent sparnaði og það munar um minna í hinni grimmu og miskunnarlausu samkeppni í þeim stærðarflokki þotna, þar sem markhópnum, fjölgandi farþegum í milliklassa, hefur fjölgað meira en öðrum.
Ómar Ragnarsson, 18.12.2019 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.