Leita í fréttum mbl.is

Ill meðferð á dýrum

finnst mér það vera að eiga hross á útigangi og hugsa ekkert um að þau geti komist í skjól ef veður versnar. Gömul háspennukefli og hvaðeina dót geta bjargað skjóllausum hrossum í sárri neyð. Er það forsvaranlegt að eiga svona skepnur í bjargarleysi? Grænlendingar binda hunda í keðjum við staura úti og láta fenna yfir þá. En þeir fóðra þá. Hér sér maður hrossahjarðir krafsa snjó án þess að eigendur fleygi í þá heyi sem er nóg til af.

Er yfirleitt forsvaranlegt að bændur megi eiga hrossahjarðir í haga á víðavangi án þess að gera neinar ráðstafanir til að skepnurnar geti bjargað sér undan veðrum.Ekki hefði ég samvizku til þess að vita af mínum hrossum í svoleiðis aðstæðum.

Ómar Ragnarsson finnst mér skauta fram hjá vandanum þegar hann skrifar:"Örmagna bændur, sem þurftu að leggja dag við nótt í að bjarga hinum illa stöddu dýrum, hlutu að gefa björgunarbaráttunni forgang."

Var þetta ekki bara allt of seint og fyrirhyggjulaust? Er þetta ekki bara ill meðferð á dýrum og drullusokksháttur eins og hann gerist verstur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Menn gleyma ekki drukknun hestanna við Bessastaði, er þeir fóru niður um ísinn í ágætis veðri. Sorgar dagur fyrir alla sem fylgdust með.

Ég fann mjög til með unga bóndanum,sem útskýrði á sjónvarpinu dauða hestanna sinna í ofur veðri og snjókomu fyrir norðan.

Mín barnslega skoðun er að taka 50-100m ræmu með jarðýtu og aðra styttri í kross fyrir veðri, vindum og heyrúllum næsta sumar með "ódýru" þaki. 

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 18.12.2019 kl. 22:17

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þannig geyma þeir naut í Canada, í gryfjum sem gefið er oní

Halldór Jónsson, 19.12.2019 kl. 13:23

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Góð tillaga Gísli

Halldór Jónsson, 19.12.2019 kl. 13:24

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Á bara ekki að banna skjóllausan og gjafalausan útigang hrossa eins og aðra illa meðferð á skepnum? Þú mátt ekki geyma kött utanhúss.

Halldór Jónsson, 20.12.2019 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband