Leita í fréttum mbl.is

Hinn nýi stjórnmálastíll

birtist manni í framferði Pírata. Persónuárásir, afkáraskapur  og hverskyns útúrboruháttur eru einkennin að mér virðist.

Þeir hafa gert sér dælt við að ata Ásmund Friðriksson auri og kalla hann þjóf. Ég þekki Ásmund ekki neitt en hann hefur skemmt mér ærlega í fyrirlestri á góðu kvöldi sem sýnir hann kraftmikinn fjörkálf.

Björn Leví skrifar iðulega mér til sárra leiðinda á miðsíðu Mogga. Ekki í eitt einasta sinn hef ég séð neitt bitastætt koma frá þeim manni, hvað þá að hann hafi fengið mig til að brosa út í annað, svo gersamlega húmorlaus og rætinn er maðurinn og hundleiðinlegur að ég verð að neyða mig til að lesa.

Þórhildur Sunna er sama markinu brennd enda sálufélagi Björns.Þau eru hinn nýi stíll í íslenskum stjórnmálum. Rætin, illgjörn og leiðinleg fyrir minn smekk.

Að hugsa sér ef þetta fólk yrði leitt til valda í stjórnmálum yfirgengur mann.

Björn Leví kallar Ásmund Friðriksson mannleysu opinberlega fyrir að reyna að verjast árásum Þórhildar Sunnu. Ég er feginn að geta sleppt því að skrifa niður hugsanir mínar um persónu Björns Leví Gunnarssonar, slíkt hefði engan tilgang fyrir mig né aðra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Halldór

Mikið er rætt um virðingu alþingis, eða öllu heldur virðingarleysi fólks fyrir þeirri stofnun. Og vissulega er margt satt í þeirri umræðu.

Margar ástæður hafa verið nefndar, en ég held að í þessum pistli þínum komist þú að kjarnanum. Hver getur borið virðingu fyrir stofnun, jafnvel þó sú stofnun eigi að heita sú virðulegasta okkar landsmanna, hver getur borið virðingu fyrir þeirri stofnun þegar þar innan veggja er fólk sem er rætið og illgjarnt?

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 19.12.2019 kl. 10:49

2 identicon

Eru næstu skref að kjósa HÆFA ÞJÓÐERNISSINNAÐA EINSTAKLINGA til ALÞINGIS?.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 20.12.2019 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband