Leita í fréttum mbl.is

Áramótapistlar forystumanna

voru að sjálfsögðu áberandi á síðum Morgunblaðsins. Mér fannst eiginlega að ég yrði að lesa þá til að vita hvað þeir væru að tala um.

Ég byrjaði auðvitað á mínum manni Bjarna Ben. Hann komst vel frá sínum pistli og ég var all-ánægður með karlinn.Hann var áður búinn að senda okkur flokksmönnum pistil á vídeói þar sem hann sýndi hvað hann getur verið sjarmerandi þegar hann nennir því, hreinlega brilléraði og sýndi sínar bestu hliðar. https://youtu.be/tNKGtPsoa4c Hann getur þetta kallinn.

Svo las ég Ingu Sæland þar sem hún sagði frá því hvernig það hefði borið að þegar hún grenjaði sig inn á þingið. Allgóður pistill hjá henni en röksemdafærslan svona og svona. Hún er er samt greinilega sannfærð um nauðsyn og réttlætingu fyrir kjarabótum til þeirra sem eru verst settir í launum og telur það vel framkvæmanlegt. Ég var nokkuð ánægður með Ingu þarna.

Svo las ég Sigmund Davíð. Þar talar stjórnmálamaður með yfirsýn og vit. Hann lætur ekki blekkjast af blindri fylgispekt við loftslagsprédikanirnar eins og forsætisráðherrann sem er heltekinn og heilaþveginn af rétttrúnaðinum.

Ég nenni hreinlega ekki að eltast meira við skrif hennar Katrínar Jakobsdóttur efir að lesa þá endemis samsuðu sem í hennar pistli er að finna.

Sigmundur Davíð lítur yfir heiminn og telur fram kosti og galla þess sem hann sér af yfirvegun og rökvísi.Mér líkar stórvel við það sem hann skrifar og finnst hann trausts verður.

Hann endar svona:

"Við höfum nú tækifæri til að halda áfram að draga úr fátækt í heiminum, takast á við sjúkdóma af meiri krafti en nokkru sinni fyrr, tryggja öllum börnum bólusetningu og menntun, veita öllum heimsbúum aðgang að nauðsynlegri grunnþjónustu eins og hreinu vatni og um leið að vinna á fátækt og öðrum samfélagsvanda á Vesturlöndum.

Nýtum tækifærin sem fyrri kynslóðir hafa veitt okkur, byggjum á árangrinum sem hefur náðst og höldum framfarasókninni áfram. Köstum ekki árangrinum á glæ á altari órökréttrar og skaðlegrar hugmyndafræði. Takist okkur það verður nýi áratugurinn enn betri en sá sem er að ljúka.

Á heildina litið."

Af fullveldisframsalsflokkunum tveimur, Samfylkingu og Viðreisn, þá byrja ég á Þorgerði Katrínu. Hún er eindregnari í yfirlýsingum um framsalið en hinn formaðurinn Logi, sem dulbýr boðskapinn betur.Þorgerður segir beint út:

 

"Við þurfum að stækka Ísland með víðtækara samstarfi við þjóðir Evrópu."

Hún er heltekinn af loftslagvánni eins og tízkan býður og ég nenni ekki að eltast frekar við textann frá henni.Enda er hún áhrifalaus að mestu pólitískt sem betur fer. Ég veit ekki af hverju þeir eru að dandalast með tvo flokka sem hafa báðir bara eitt mál, það er að framselja fullveldi Íslands. Einn flokkur er nóg af slíku fólki finnst mér.

Hinn fullveldisframsalsformaðurinn Logi Már skrifar aðallega kliðmjúkt kratakjaftæði um jöfnuðinn sem sé nauðsynlegur og það að berja niður stórfyrirtækin. Hann dulbýr framsalshugmyndirnar betur en Þorgerður og segir:" Við þurfum því stjórnvöld sem auðvelda alþjóðlega samvinnu; byggja brýr í stað þess að reisa múra." Sem þýðir auðvitað fyrir mér: göngum í ESB og tökum upp Evru.

Sigurður Ingi býr til framsóknarmann úr Jónasi Hallgrímssyni skáldi sem er í raun ágætt. Hann er skilyrðislaust hallur undir loftslagtrúna þó hann sé ekki eins forhertur og Katrín Jakobs en að öðru leyti  kemst hann nokkuð vel frá verkefninu sem er að skrifa vel um verkefni þjóðfélagsins sem hann er að leysa. 

Ég þurfti svo að beita mig pínu til að lesa Píratapostilluna frá Smára Mc.Carthy. Helst finnst mér hann vilja banna gúmmístígvél vegna kolefnisins við framleiðslu þeirra  og segir að hægt sé að ganga þurrum fótum öðruvísi í á slíkum búnaði. Sama gildir um grein Björns Levís sem er oft á miðopnu Mogga mér til mikilla leiðinda þegar völ er á betra og þarfara. Líklega í og með af "þauerusúrsyndromi" rebba, þar sem ég fæ ekkert birt eftir mig í því  blaði allt frá dögum Styrmis fyrrum ritstjóra sem lét mig hafa þessa bloggsíðu til að vera laus við mig líklega.

Ég velti fyrir mér hvernig Pírötum myndi ganga að standast freistingar ef einhver byði þeim upp á spillingu? Eitthvað betur í neiunum en öðrum? En á það reynir ekki þar sem þeir hafa ekkert fram að færa sem neinn annan vantar, svo gersamlega tilgangslaus er þessi lýður upp til hópa, Þeim virðist samt ekkert flökra við aðstöðumisnotkun þegar svo ber undir en forherðing bjargar þeim frá samvizkubiti hverskonar.

En Bjarni og Sigmundur standa upp úr sem menn sem hafa eitthvað að segja. Hitt er eiginlega froða sem litlu breytir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband