Leita í fréttum mbl.is

Ömurleg Kryddsíld

var á Stöð 2.

Auglýsingahléin voru fleiri heldur en á hinum verstu bandarísku sjónvarpsstöðvum sem maður hefur séð þannig að maður missti gersamlega þráðinn og þolinmæðina vegna þess að auglýsingar virtust fá meira vægi en efnið.

Og efnið  var endemis lélegt og sýndi ómerkilegheit vinstri stjórnmálamannanna, sem lögðust hundflatir að snobba fyrir loftslagskrökkunum sem voru útnefnd fólk ársins og mæla upp í þeim vitleysuna sem þau tala um í síbylju án þess að vita upp né niður um hvað þau eru að tala.

Alþingismennirnir töluðu um kolefnisjafnanir eins og við værum að bjarga heiminum og það þurfti Ingu Sæland af öllum til að minna þá á að samhengið vantaði hjá okkur þegar við brenndum samtímis 60.000 tonnum af kolum á Bakka og aðeins þeir ríku hefðu ráð á rafbílum.

 

Sigmundur benti á að vindmyllur væru ekki orkuskipti þar sem framleiðsla þeirra væri ekki vistvæn orkuskipti.Hann varaði við því sem gert var við borðið sem var að láta börnin segja fullorðnum fyrir verkum, en vinstra liðið lá hundflatt í hverskyns hrósyrðum fyrir þvælunni í unga fólkinu sem talar um allskyns vitleysu eins og súrnun hafsins og að heimurinn sé að farast í loftslagsvá meðan talsmaðurinn viðurkenndi eigin meðvirkni með að selja rakettur þegar hann færi út frá útnefningunni.

Sigmundur Davíð var eini maðurinn sem talaði af yfirvegun um loftslagsmál meðan vinstra liðið fimbulfambaði um að Íslendingar blésu út meira en allir aðrir Evrópubúar.

Enginn minntist á hina náttúrlegu losun CO2 eins og eldgíginn Kötlu sem blæs út miklu meira  á hverjum degi af CO2 en allir Íslendingar eru að tala um að kolefnisjafna.

Sigmundur Davíð lagði áherslu á að engin þjóð hefði gert betur í að takmarka losun á gróðurhúsalofti með hitaveituvæðingunni heldur en Íslendingar og okkar áliðnaður væri umhverfisvænn miðað við tífalt meira mengandi samkeppnisverksmiðjur.

Ég var ánægður með Sigmund Davíð í þessum þætti sem oftar.

Forsætisráðherrann bar af í  þekkingarleysi og vitleysu í málaflokknum loftslagsmál og er vonandi að hún sé skárri á öðrum sviðum. Maður má vona það því hún hefur Bjarna Ben. sér til halds og trausts. 

Þorgerður Katrín og Logi reyndu að bera landsöluhugmyndir sinna flokka af þeim. En hlustendur vita væntanlega betur og láta ekki blekkjast af fagurgala formannanna. Logi ætlar að strjúka þeim kjósendum Samfylkingarinnar eftir föngum á nýja árinu og þakka þeim fyrir það að hafa komið í veg fyrir að flokkurinn safnaðist til feðra sinna í síðustu kosningum, hversu mikil þjóðargæfa sem það nú var.

Í heild var þetta ömurlega leiðinlegur auglýsingaþáttur Stöðvar 2, blandaður með  Kryddsíld og má muna fífil sinn fegri þegar Davíð  lyfti staupinu forðum daga og kallaði Össur dóna svo bragð var að.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þau snerust öll í hring en verst fannst mér samt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir örvæntingin skein úr andliti hennar þegar hún reyndi að ná athygli sessunauta sinna án árangurs

Grímur (IP-tala skráð) 31.12.2019 kl. 18:09

2 identicon

Gleðilegt ár, Halldór og hafðu kæra þökk fyrir þína fræðandi og skemmtilegu pisla.

jakob jónsson (IP-tala skráð) 31.12.2019 kl. 18:30

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Síldin var lítið krydduð þetta árið, ég get tekið undir það.  En það er auðvitað best að horfa á þessa þætti á netinu eftir á.  Þá er hægt að "spóla" yfir allt sem áhugi er ekki fyrir, s.s. auglýsingar.

Gleðilegt nýtt ár.

G. Tómas Gunnarsson, 31.12.2019 kl. 23:29

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Gleðilegt ár Halldór og viðmælendur.

Alveg er ég þér sammála í krufningu þinni á þættinum í skotlínunni, sem rifjar reyndar ætíð upp færni og tungumálakunnáttu íslenskra blaðamanna.

Jónatan Karlsson, 1.1.2020 kl. 08:18

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir hlý orð í minn garð. Gleðilegt ár allir.

Halldór Jónsson, 1.1.2020 kl. 13:58

6 identicon

KRYDDSÍLDIN er jafnan góð,en "illa" stjórnað í ár: "Langlokan" frá FORMÖNNUM á fyrstu mínutum dróg niður þáttinn. Sigmundur Davíð og Inga gætu hugsanlega sameinast á nýju ári undir "SAMEIGN og MERKJUM" ÍSLENDINGA?.

Bjarna Ben óttast EKKI 500/fimmhundruð manna úrtak TELJARA. Það hljómar eins og brandari ársins 2020 að tilkynna stækkun Samfylkingar og Viðreisnar daginn fyrir KRYDD-SÍLDINA. Einu stjórnmálaflokkana, sem vilja ÍSLAND inn til embættismanna ESB í Brussel, sem ÍSLENDINGAR mótmæla ALLIR.  

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 1.1.2020 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband