Leita í fréttum mbl.is

Reisnin

í heiminum(Eleganzinn)er hvergi meiri en í henni Wien frá keisaratímanum sagði hinn forni vinur minn og leiðbeinandi Sveinn B.(jarnþórsson) Valfells frá Grenjum á Mýrum og hafði hann nú séð sitthvað.

Þau orð komu mér í hugann nú fyrir hádegið þegar ég horfði á og hlýddi á nýárskonzertinn hjá Philharmoníuhljómsveit Wienarborgar í húsi Gesellschaft der Musikfreunde(https://www.geschichtewiki.wien.gv.at/Neues_Musikvereinsgeb%C3%A4ude)í Wien.

Stjórnandinn Andris Nelsons hélt í fullu tré við fyrri stjórnendur hljómsveitarinnar sem maður hefur fylgt í gegn um árin og fór létt með að taka salinn á vald sitt áður en lauk í Radetzky-Marsinum.

Tónlistin var eins og áður stórkostleg og sýningaratriðin staðfestu það að gamli Sveinn hafði rétt fyrir sér með Reisnina eins og reyndar í flestu öðru sem hann hafði álit á.

Það er alltaf stórkostlegt að horfa á samkunduna þar sem aðeins örfáir gestir eru klæddir samkvæmt Alþingistízku Pírata og Borgarhreyfingarinnar en þó eiginlega allir í hvítum skyrtum og auðvitað yfirgnæfandi með bindi og vel klæddir og auðvitað enginn á malbikunarjakka það ég sá.

Mér fannst Asíubúar vera meira áberandi í salnum en áður og er það sjálfsagt í stíl við uppganginn þar í sveitum.Asískar konur á þjóðbúningum margar settu svip á salinn.

Svo náði ég að hlusta á Forsetann okkar lýsa því yfir að hann gæfi kost á sér til endurkjörs. Þar með þurrkaði hann út ónauðsynlegar hugleiðingar margra sem vilja þangað seilast.

Hann endaði mál sitt með reisn sem fór vel í mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband