Leita í fréttum mbl.is

Átakanlegt

er að hlusta á forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur tala um að stjórnarráðið sé að kolefnisjafna starfsemi sína.

Á netinu má sjá að utanríkisráðuneytið segist blása frá sér vegna flugferða 403 tonnum af CO2.

Á 8 tíma flugferð fram og til baka til Spánar blæs B757 út 10 tonnum x 8  af CO2(3.250kg af þotueldsneyti x 3.16=10 tonn á klukkutíma). Ef 150 farþegar eru um borð er hver ábyrgur fyrir 0.5 tonni af CO2.

Utanríkisráðuneytið hefur þá sent 800 manns í slíkar flugferðir. Katrín Jakobsdóttir hefur því losað 3 tonn af CO2 á ferðum sínum með einni ferð í mánuði. Til viðbótar við losun hvers Íslendings sem losar 20 tonn á ári.

Katla í hvíld andar frá sér 20.000 tonnum af CO2 á sólarhring (20.000 x 365 = 7.300.000 tonn), jafnmikið  eins og allir Íslendingar gera á ári. Katla er bara ein af þeim náttúruvættum sem dregur andann  af mörgum í íslenskri lögsögu. Allir manngerðir votlendisskurðir Íslands komast þar hvergi nærri.

1 manneskja andar frá sér 0.35 kg af Co2 á sólarhring. 0.1 tonni á ári. Allur búpeningur okkar mun meira.  

Kolefnisjöfnun er að það er borgað í sjóðinn Kolvið ákveðið gjald af úrblásnu CO2. Ekkert vísindalega reiknað heldur geðþóttaákvörðun. Á að notast svo samkvæmt geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna. Sem enn segjast ætla að nota hann til Landgræðslu og skógræktar.En slíkt getur auðvitað breyst eins og vegagjaldið af bensíninu.

Það er átakanlegt að horfa á sakleysið í andliti Grétu Thunberg tala um væntanlegan heimsendi vegna loftslagvár og hamfarahlýnun af mannavöldum. Eins og hitafar hafi aldrei sveiflast í jarðsögunni fyrir tilkomu manna.Og eins og sólin sé ævinlega hlutlaus fasti.

Og enn átakanlegra að heyra fullorðið fólk eins og Katrínu Jakobsdóttur taka undir þetta tal.

En Kolviður er göfug stofnun sem ég vil styðja og verður vonandi notuð til átaka til að gera Ísland betra eftir rányrkju fyrri alda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Passaðu þig 

Þá má ekki anda á Greta

hvað þá tengja hana við brandara

https://www.newshub.co.nz/home/entertainment/2020/01/british-comedian-disgusts-viewers-with-crude-greta-thuberg-joke.html

Grímur (IP-tala skráð) 3.1.2020 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband